Fótbolti

Lewandowski skoraði fyrsta markið hjá Guðbjörgu

Guðbjörg Gunnarsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir Vísir/Getty
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands og markvörður Turbine Potsdam spilaði sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í dag í 2-1 sigri gegn Bayern Munchen. Með sigrinum komst Potsdam aftur upp í annað sæti þýsku deildarinnar.

Ameríski varnarmaðurinn Gina Lewandowski kom Bayern yfir eftir aðeins átta mínútna leik en mörk frá Ada Hegerberg og Lisa Evens sneru taflinu við fyrir Potsdam.

Leikurinn í dag var fyrsti leikur liðsins í þýsku deildinni frá því að Guðbjörg gekk til liðs við Potsdam í upphafi ársins frá Avaldsnes. Næsti leikur liðsins er gegn USV Jena á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×