Mads Nielsen: Íslenskan er mesta vandamálið Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2014 06:00 Mads Nielsen lét KR-inga hafa fyrir hlutunum á gervigrasinu í Laugardal í fyrstu umferð. Vísir/Vilhelm „Ég er hrikalega ánægður með þessa byrjun,“ segir Mads Lennart Nielsen, 19 ára gamall miðvörður Vals, sem átti stórleik í hjarta varnarinnar er Hlíðarendapiltar lögðu Íslandsmeistara KR, 2-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir sína frammistöðu. „Við bjuggumst við meiru frá KR en við vissum að ef við gætum pressað hátt, haldið haus og verið einbeittir þá gætum við unnið þá,“ segir Daninn sem hefur litið sífellt betur út eftir að hann kom til Valsmanna í vetur.Byrjaði sem framherji Þessi öflugi miðvörður var einnig nokkuð skæður í vítateig andstæðinganna á undirbúningstímabilinu en það hefur sína skýringu. „Ég var framherji þegar ég var yngri. Það var svolítið erfitt að skipta yfir í miðvörðinn þegar ég var beðinn um það en ég var fljótur að aðlagast. Mér var alveg sama hvar ég spilaði, bara svo lengi sem ég fékk að spila. Ég get spilað hvaða stöðu sem er,“ segir Nielsen, sem á að baki leiki með öllum yngri landsliðum Dana.Vildi standa á eigin fótum Nielsen er í eigu danska stórliðsins Bröndy en hann hefur verið á mála hjá liðinu í fjögur og hálft ár. Hann fékk þó lítið að spila og því var brugðið á það ráð að koma honum eitthvert á lán. „Ég var fimmti maðurinn í mína stöðu hjá Bröndby þannig að ég vildi komast eitthvað annað og fá að spila. Annars verður maður ekkert betri,“ segir Daninn ungi en honum bauðst að fara til liða í föðurlandinu. Honum hugnaðist það þó ekki því það virtist of auðvelt. Nielsen vildi komast í annað umhverfi þar sem hann þyrfti að vinna fyrir hlutunum og læra að standa á eigin fótum. „Mér bauðst að fara til liða í Danmörku á láni en síðan var þessi möguleiki að koma til Íslands. Ég tók þá ákvörðun sjálfur að ég vildi komast burt til að þroskast sem persóna og leikmaður. Ég sagði fjölskyldunni minni og liðinu að ég vildi nýta þetta tækifæri og svo er bara að sjá hvað þetta gerir fyrir mig,“ segir hann.Tungumálið erfitt Nielsen líkar lífið á Íslandi. Hann segir muninn lítinn á Danmörku á Íslandi en það sé þó eitt sem hann ræður illa við. „Ég nýt lífsins hérna. Ísland er ekki ósvipað Danmörku. Eini munurinn eru fjöllin. Já, og tungumálið. Það er mesta vandamálið. En sem betur fer tala allir ensku og margir tala líka dönsku þannig þetta er í lagi. En íslenskan er mesta vandamálið,“ segir Nielsen, sem býr með enska bakverðinum James Hurst. „Þegar ég kom fyrst bjó ég með Nesta (Matarr Jobe) og Lukas Ohlander. En síðan kom Hurst og þá vorum við settir saman. Hann er alveg virkilega góður gaur sem gaman er að deila íbúð með.“Er bara einn leikur Nielsen er spenntur fyrir sumrinu og möguleikum Valsmanna sem setja stefnuna á Evrópusæti. En eru vonirnar orðnar meiri núna eftir að Íslandsmeistararnir voru sigraðir í fyrsta leik? „Við erum allavega með mjög gott lið. En þetta er bara einn leikur. Við vorum vissulega að vinna besta liðið en það vilja öll liðin í deildinni vinna titilinn. Við sjáum bara til hvað gerist. Næst mætum við Keflavík á fimmtudaginn og ef við töpum þar og KR vinnur sinn leik erum við aftur jöfn að stigum. Þetta er bara rétt að byrja,“ segir Mads Lennart Nielsen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með þessa byrjun,“ segir Mads Lennart Nielsen, 19 ára gamall miðvörður Vals, sem átti stórleik í hjarta varnarinnar er Hlíðarendapiltar lögðu Íslandsmeistara KR, 2-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir sína frammistöðu. „Við bjuggumst við meiru frá KR en við vissum að ef við gætum pressað hátt, haldið haus og verið einbeittir þá gætum við unnið þá,“ segir Daninn sem hefur litið sífellt betur út eftir að hann kom til Valsmanna í vetur.Byrjaði sem framherji Þessi öflugi miðvörður var einnig nokkuð skæður í vítateig andstæðinganna á undirbúningstímabilinu en það hefur sína skýringu. „Ég var framherji þegar ég var yngri. Það var svolítið erfitt að skipta yfir í miðvörðinn þegar ég var beðinn um það en ég var fljótur að aðlagast. Mér var alveg sama hvar ég spilaði, bara svo lengi sem ég fékk að spila. Ég get spilað hvaða stöðu sem er,“ segir Nielsen, sem á að baki leiki með öllum yngri landsliðum Dana.Vildi standa á eigin fótum Nielsen er í eigu danska stórliðsins Bröndy en hann hefur verið á mála hjá liðinu í fjögur og hálft ár. Hann fékk þó lítið að spila og því var brugðið á það ráð að koma honum eitthvert á lán. „Ég var fimmti maðurinn í mína stöðu hjá Bröndby þannig að ég vildi komast eitthvað annað og fá að spila. Annars verður maður ekkert betri,“ segir Daninn ungi en honum bauðst að fara til liða í föðurlandinu. Honum hugnaðist það þó ekki því það virtist of auðvelt. Nielsen vildi komast í annað umhverfi þar sem hann þyrfti að vinna fyrir hlutunum og læra að standa á eigin fótum. „Mér bauðst að fara til liða í Danmörku á láni en síðan var þessi möguleiki að koma til Íslands. Ég tók þá ákvörðun sjálfur að ég vildi komast burt til að þroskast sem persóna og leikmaður. Ég sagði fjölskyldunni minni og liðinu að ég vildi nýta þetta tækifæri og svo er bara að sjá hvað þetta gerir fyrir mig,“ segir hann.Tungumálið erfitt Nielsen líkar lífið á Íslandi. Hann segir muninn lítinn á Danmörku á Íslandi en það sé þó eitt sem hann ræður illa við. „Ég nýt lífsins hérna. Ísland er ekki ósvipað Danmörku. Eini munurinn eru fjöllin. Já, og tungumálið. Það er mesta vandamálið. En sem betur fer tala allir ensku og margir tala líka dönsku þannig þetta er í lagi. En íslenskan er mesta vandamálið,“ segir Nielsen, sem býr með enska bakverðinum James Hurst. „Þegar ég kom fyrst bjó ég með Nesta (Matarr Jobe) og Lukas Ohlander. En síðan kom Hurst og þá vorum við settir saman. Hann er alveg virkilega góður gaur sem gaman er að deila íbúð með.“Er bara einn leikur Nielsen er spenntur fyrir sumrinu og möguleikum Valsmanna sem setja stefnuna á Evrópusæti. En eru vonirnar orðnar meiri núna eftir að Íslandsmeistararnir voru sigraðir í fyrsta leik? „Við erum allavega með mjög gott lið. En þetta er bara einn leikur. Við vorum vissulega að vinna besta liðið en það vilja öll liðin í deildinni vinna titilinn. Við sjáum bara til hvað gerist. Næst mætum við Keflavík á fimmtudaginn og ef við töpum þar og KR vinnur sinn leik erum við aftur jöfn að stigum. Þetta er bara rétt að byrja,“ segir Mads Lennart Nielsen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira