Mezzoforte spilar á Svalbarða Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. febrúar 2014 10:30 Mezzoforte eru hér alsælir á Svalbarða en þeir þurfa að passa sig á ísbirnunum. mynd/einkasafn „Við verðum hér bara í einn dag, fljúgum svo til Óslóar og síðan förum við til Danmerkur,“ segir Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, en hljómsveitin er nú stödd á Svalbarða, sem er einn viðkomustaða á tónleikaferðalagi hennar. Þar kemur hún fram á djasshátíðinni Polarjazz en þetta er nyrsta djasshátíð sem finnst í heiminum. Hún er jafnframt fyrsta íslenska sveitin til að koma fram á hátíðinni. „Aðbúnaðurinn er uppá það besta en það er reyndar frekar kalt hérna og svo myrkur allan sólarhringinn,“ útskýrir Gunnlaugur. Tónleikarnir eru hluti af Skandinavíu- og Þýskalandstúr Mezzoforte. „Við höfum spilað mikið í Noregi en höfum aldrei farið svona norðarlega,“ bætir Gunnlaugur við. Polarjazz-hátíðin fer fram í Longyearbyen sem er stærsta þorpið á Svalbarða. „Hér búa um 2.500 manns en þrjú þúsund ísbirnir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að meðlimir sveitarinnar hafi enn ekki rekist á lifandi ísbjörn. „Við sáum bara uppstoppaðan ísbjörn í flugstöðinni.“ Mezzoforte klárar tónleikaferðalagið um miðjan mánuðinn en alls eru ellefu tónleikar bókaðir á tónleikaferðalaginu. Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við verðum hér bara í einn dag, fljúgum svo til Óslóar og síðan förum við til Danmerkur,“ segir Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, en hljómsveitin er nú stödd á Svalbarða, sem er einn viðkomustaða á tónleikaferðalagi hennar. Þar kemur hún fram á djasshátíðinni Polarjazz en þetta er nyrsta djasshátíð sem finnst í heiminum. Hún er jafnframt fyrsta íslenska sveitin til að koma fram á hátíðinni. „Aðbúnaðurinn er uppá það besta en það er reyndar frekar kalt hérna og svo myrkur allan sólarhringinn,“ útskýrir Gunnlaugur. Tónleikarnir eru hluti af Skandinavíu- og Þýskalandstúr Mezzoforte. „Við höfum spilað mikið í Noregi en höfum aldrei farið svona norðarlega,“ bætir Gunnlaugur við. Polarjazz-hátíðin fer fram í Longyearbyen sem er stærsta þorpið á Svalbarða. „Hér búa um 2.500 manns en þrjú þúsund ísbirnir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að meðlimir sveitarinnar hafi enn ekki rekist á lifandi ísbjörn. „Við sáum bara uppstoppaðan ísbjörn í flugstöðinni.“ Mezzoforte klárar tónleikaferðalagið um miðjan mánuðinn en alls eru ellefu tónleikar bókaðir á tónleikaferðalaginu.
Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira