Álagið gríðarlegt í upphafi Freyr Bjarnason skrifar 7. febrúar 2014 07:00 Hrönn Håkansson, Orri Gunnarsson og Elín Jónasdóttir voru öll að störfum á Filippseyjum. Fréttablaðið/GVA Hjálparstarf Rauði krossinn efndi til hádegisfundar í gær þar sem þrír sendifulltrúar fjölluðu um störf sín á vettvangi á hamfarasvæðunum á Filippseyjum. Orri Gunnarsson, verkfræðingur, var í hópi fyrstu alþjóðlegu hjálparstarfsmannanna sem voru sendir á vettvang. Hann starfaði í neyðarsveit sem setti upp tjaldsjúkrahús í Basey á eyjunni Samar. Þar gekk fellibylurinn fyrst á land og eyðileggingin var mikil. Orri dvaldi í sex vikur á Filippseyjum. Aðspurður segir hann að álagið hafi verið gríðarlegt fyrstu tvær vikurnar. „Þá var bæði verið að setja upp sjúkrahúsið og taka á móti sjúklingum. Mestur fjöldi sjúklinganna var að koma fyrstu vikurnar og þá þurftum við að taka á móti um tvö hundruð manns á dag,“ segir hann. „Þetta var mjög mikil vinna í upphafi. Svo jafnaðist það út og varð þægilegra eftir því sem leið á. Ég held að annar og þriðji hópurinn [af hjálparstarfsmönnum] hafi haft það töluvert auðveldara en var hjá okkur í upphafi.“ Hrönn Håkansson, hjúkrunarfræðingur, vann á tjaldheilsugæslustöð við mæðravernd og ungbarnaeftirlit í bænum Balangiga sem einnig er á Samareyju. Hún vann einnig á færanlegri sjúkrastöð sem sinnti heilsugæslu í afskekktum byggðum í nágrenni Balangiga. „Það stendur upp úr hvað þetta fólk var glaðlegt, hjálpsamt, þakklátt og hvað þau voru þægileg og gaman að vinna með,“ segir hún um kynni sín af heimamönnum. Elín Jónasdóttir, sálfræðingur, starfaði með neyðarsveit Alþjóða Rauða krossins með hópi sérfræðinga sem fengnir voru til að skipuleggja hjálparstarf. Hún skipulagði áfallahjálp og sálrænan stuðning, sérstaklega fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins sem vinna við mjög erfiðar aðstæður. „Það var mikil þörf á sálfrænum stuðningi, það er ekki vafamál, og hann er enn í gangi,“ segir Elín. Aðrir sendifulltrúar Rauða krossins sem unnu við hjálparstarf á Filippseyjum voru Magna Björk Ólafsdóttir, Lilja Óskarsdóttir, Aleksandar Knezevic og Karl Sæberg Júlísson.55 milljónir söfnuðust Alls söfnuðust um 55 milljónir króna í söfnun Rauða krossins á Íslandi vegna hamfaranna. Fyrirtæki lögðu fram um 24 milljónir, þar af komu 22 milljónir króna frá CCP sem framlag spilara tölvuleiksins Eve Online. Utanríkisráðuneytið lagði fram 20 milljónir og almenningur og Félag Filippseyinga Ice-Phil lögðu til 11 milljónir. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Hjálparstarf Rauði krossinn efndi til hádegisfundar í gær þar sem þrír sendifulltrúar fjölluðu um störf sín á vettvangi á hamfarasvæðunum á Filippseyjum. Orri Gunnarsson, verkfræðingur, var í hópi fyrstu alþjóðlegu hjálparstarfsmannanna sem voru sendir á vettvang. Hann starfaði í neyðarsveit sem setti upp tjaldsjúkrahús í Basey á eyjunni Samar. Þar gekk fellibylurinn fyrst á land og eyðileggingin var mikil. Orri dvaldi í sex vikur á Filippseyjum. Aðspurður segir hann að álagið hafi verið gríðarlegt fyrstu tvær vikurnar. „Þá var bæði verið að setja upp sjúkrahúsið og taka á móti sjúklingum. Mestur fjöldi sjúklinganna var að koma fyrstu vikurnar og þá þurftum við að taka á móti um tvö hundruð manns á dag,“ segir hann. „Þetta var mjög mikil vinna í upphafi. Svo jafnaðist það út og varð þægilegra eftir því sem leið á. Ég held að annar og þriðji hópurinn [af hjálparstarfsmönnum] hafi haft það töluvert auðveldara en var hjá okkur í upphafi.“ Hrönn Håkansson, hjúkrunarfræðingur, vann á tjaldheilsugæslustöð við mæðravernd og ungbarnaeftirlit í bænum Balangiga sem einnig er á Samareyju. Hún vann einnig á færanlegri sjúkrastöð sem sinnti heilsugæslu í afskekktum byggðum í nágrenni Balangiga. „Það stendur upp úr hvað þetta fólk var glaðlegt, hjálpsamt, þakklátt og hvað þau voru þægileg og gaman að vinna með,“ segir hún um kynni sín af heimamönnum. Elín Jónasdóttir, sálfræðingur, starfaði með neyðarsveit Alþjóða Rauða krossins með hópi sérfræðinga sem fengnir voru til að skipuleggja hjálparstarf. Hún skipulagði áfallahjálp og sálrænan stuðning, sérstaklega fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins sem vinna við mjög erfiðar aðstæður. „Það var mikil þörf á sálfrænum stuðningi, það er ekki vafamál, og hann er enn í gangi,“ segir Elín. Aðrir sendifulltrúar Rauða krossins sem unnu við hjálparstarf á Filippseyjum voru Magna Björk Ólafsdóttir, Lilja Óskarsdóttir, Aleksandar Knezevic og Karl Sæberg Júlísson.55 milljónir söfnuðust Alls söfnuðust um 55 milljónir króna í söfnun Rauða krossins á Íslandi vegna hamfaranna. Fyrirtæki lögðu fram um 24 milljónir, þar af komu 22 milljónir króna frá CCP sem framlag spilara tölvuleiksins Eve Online. Utanríkisráðuneytið lagði fram 20 milljónir og almenningur og Félag Filippseyinga Ice-Phil lögðu til 11 milljónir.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira