Þar ræður hauststemning ríkjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 11:15 Tríóið Aladár Rácz, Gunnhildur Halla og Ármann spila á 15.15. tónleikasyrpu Norræna hússins á morgun. „Ég hef sjaldan spilað jafn fjölbreytt prógram, við förum úr einu í annað en það er mjög gaman,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleikana í Norræna húsinu á morgun klukkan 15.15. Þeir hafa yfirskriftina Brahms, Bruch og blóðheitur tangó. „Við fluttum þessa dagskrá í Hofi á Akureyri og hún féll í góðan jarðveg. Sérstaklega vakti verkið „Vertical Time Study“ eftir japanska tónskáldið Toshio Hosokawa mikla hrifningu. Það fjallar um það að höndla núið og fólk setti greinilega ímyndunaraflið í gang.“ Ármann segir dagskrána vísa til haustsins. „Við hefjum leikinn á þremur lögum eftir Max Bruch en stærsta verkið er Brahms-tríóið op. 114, sem er mikill gullmoli í klarínettubókmenntunum og er samið á þessum árstíma. Brahms hafði ekki samið neitt í þrjú ár og var sestur í helgan stein þegar hann heyrði virtan klarínettuleikara spila og hreifst svo að hann skrifaði fjögur klarínettuverk fyrir hann sem er ægifögur músík. Svo förum við til Argentínu í tangósveifluna þar, ryþmíska tónlist og flotta eftir argentínska tónskáldið Astor Piazzolla.“ Allt eru þetta verk fyrir klarínettu, selló og píanó og með Ármanni klarínettuleikara eru Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir á selló og Aladár Rácz á píanó. „Það var mjög gaman að vinna með þessu fólki,“ segir Ármann og tekur fram að miðar séu seldir við innganginn á 2.000 krónur nema hvað eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn greiði 1.000 krónur. Menning Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég hef sjaldan spilað jafn fjölbreytt prógram, við förum úr einu í annað en það er mjög gaman,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleikana í Norræna húsinu á morgun klukkan 15.15. Þeir hafa yfirskriftina Brahms, Bruch og blóðheitur tangó. „Við fluttum þessa dagskrá í Hofi á Akureyri og hún féll í góðan jarðveg. Sérstaklega vakti verkið „Vertical Time Study“ eftir japanska tónskáldið Toshio Hosokawa mikla hrifningu. Það fjallar um það að höndla núið og fólk setti greinilega ímyndunaraflið í gang.“ Ármann segir dagskrána vísa til haustsins. „Við hefjum leikinn á þremur lögum eftir Max Bruch en stærsta verkið er Brahms-tríóið op. 114, sem er mikill gullmoli í klarínettubókmenntunum og er samið á þessum árstíma. Brahms hafði ekki samið neitt í þrjú ár og var sestur í helgan stein þegar hann heyrði virtan klarínettuleikara spila og hreifst svo að hann skrifaði fjögur klarínettuverk fyrir hann sem er ægifögur músík. Svo förum við til Argentínu í tangósveifluna þar, ryþmíska tónlist og flotta eftir argentínska tónskáldið Astor Piazzolla.“ Allt eru þetta verk fyrir klarínettu, selló og píanó og með Ármanni klarínettuleikara eru Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir á selló og Aladár Rácz á píanó. „Það var mjög gaman að vinna með þessu fólki,“ segir Ármann og tekur fram að miðar séu seldir við innganginn á 2.000 krónur nema hvað eldri borgarar, öryrkjar og námsmenn greiði 1.000 krónur.
Menning Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“