Markmið veiðigjalda gleymst Svavar Hávarðsson skrifar 7. apríl 2014 06:30 Veiðigjöldin eiga lögum samkvæmt að standa undir þjónustu við sjávarútveginn. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir að veiðigjöld á útgerðina hafi hækkað verulega á síðustu árum hafa útgjöld til hafrannsókna dregist saman. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að eitt af grundvallarmarkmiðum stjórnvalda við álagningu veiðigjalda hafi frá upphafi verið að fjármagna þjónustu við sjávarútveginn. Framlög til Hafrannsóknarstofnunar duga ekki lengur til að stunda grunnrannsóknir. Ljóst er að stofnmæling botnfiska sem fara á fram í haust, svokallað haustrall, verður með öðru sniði í ár en síðustu nítján ár, og munu rannsóknarskip stofnunarinnar ekki koma að rannsókninni. „Sparnaður í hafrannsóknum er gott dæmi um það þegar verið er að spara eyrinn og kasta krónunni,“ Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Hafrannsóknir gera okkur kleift að nýta stofnana okkar á sjálfbæran og ábyrgan hátt með langtímasjónarmið að leiðarljósi,“ segir Kolbeinn. Án rannsókna gæti aflaráðgjöf orðið undir því sem fiskistofnarnir þola, með tilheyrandi tekjutapi. Niðurskurður upp á tugi milljóna af rannsóknarfé gæti því valdið tekjutapi sem gæti hæglega mælst í hundruðum milljóna. Hafrannsóknarstofnun fékk um 1,4 milljarða króna á fjárlögum í fyrra, svipað og árið áður. Í fyrra greiddi útgerðin 4,9 milljarða í veiðigjald, auk 4,8 milljarða í sérstakt veiðigjald. Veiðigjaldið í heild sinni nam því um 9,8 milljörðum króna. Stofnunin fékk 1,8 milljarða á árinu 2009, uppreiknað á verðlagi ársins 2013. Veiðigjöld það ár voru 1,2 milljarðar. Framlög ríkisins eru ekki einu tekjur Hafrannsóknarstofnar, í fyrra voru sértekjur stofnunarinnar um 1,3 milljarðar króna. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Þrátt fyrir að veiðigjöld á útgerðina hafi hækkað verulega á síðustu árum hafa útgjöld til hafrannsókna dregist saman. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að eitt af grundvallarmarkmiðum stjórnvalda við álagningu veiðigjalda hafi frá upphafi verið að fjármagna þjónustu við sjávarútveginn. Framlög til Hafrannsóknarstofnunar duga ekki lengur til að stunda grunnrannsóknir. Ljóst er að stofnmæling botnfiska sem fara á fram í haust, svokallað haustrall, verður með öðru sniði í ár en síðustu nítján ár, og munu rannsóknarskip stofnunarinnar ekki koma að rannsókninni. „Sparnaður í hafrannsóknum er gott dæmi um það þegar verið er að spara eyrinn og kasta krónunni,“ Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Hafrannsóknir gera okkur kleift að nýta stofnana okkar á sjálfbæran og ábyrgan hátt með langtímasjónarmið að leiðarljósi,“ segir Kolbeinn. Án rannsókna gæti aflaráðgjöf orðið undir því sem fiskistofnarnir þola, með tilheyrandi tekjutapi. Niðurskurður upp á tugi milljóna af rannsóknarfé gæti því valdið tekjutapi sem gæti hæglega mælst í hundruðum milljóna. Hafrannsóknarstofnun fékk um 1,4 milljarða króna á fjárlögum í fyrra, svipað og árið áður. Í fyrra greiddi útgerðin 4,9 milljarða í veiðigjald, auk 4,8 milljarða í sérstakt veiðigjald. Veiðigjaldið í heild sinni nam því um 9,8 milljörðum króna. Stofnunin fékk 1,8 milljarða á árinu 2009, uppreiknað á verðlagi ársins 2013. Veiðigjöld það ár voru 1,2 milljarðar. Framlög ríkisins eru ekki einu tekjur Hafrannsóknarstofnar, í fyrra voru sértekjur stofnunarinnar um 1,3 milljarðar króna.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira