Sífellt fleiri á framfærslu borgarinnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2014 07:15 Samkvæmt Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar varð borgin fyrir mesta skellinum í fækkun starfandi einstaklinga og atvinnuleysishlutfalli. vísir/vilhelm Heildarfjöldi þeirra sem fékk einhverja tegund fjárhagsaðstoðar árið 2013 í Reykjavík var 4.218 notendur. Í flestum tilfellum var fjárhagsaðstoðin í formi framfærslustyrks, eða í 3.350 tilfellum, en einnig framfærsla vegna náms, aðstoð vegna barna, tannlæknastyrkur, húsbúnaðarstyrkur, útfararstyrkur og svo framvegis. Þetta kemur fram á minnisblaði vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs sem lagt var fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar á fundi í gær. Atvinnulausum án bótaréttar fjölgaði um 231 frá 2012 til 2013 en atvinnulausum með bótarétt fækkaði um 276 á sama tíma. Skýringu á mikilli fjölgun atvinnuleitenda án bótaréttar má rekja til þess að bráðabirgðarákvæði við lög um atvinnuleysistryggingar um fjögurra ára bótarétt féll úr gildi þann 1. janúar 2013. Við þá breytingu misstu tæplega 900 Reykvíkingar bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun. Því hefur þróunin orðið sú að atvinnulausum með bótarétt fækkar en að sama skapi fjölgar þeim sem fá fjárhagsaðstoð hjá borginni, eins og sést á töflu.Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins„Auðvitað tekur sveitarfélagið við þeim sem missa bótaréttinn,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins. „En við teljum að meirihlutinn hafi ekki tekið nógu vel á þessum vanda. Það fóru einhverjar aðgerðir alltof seint í gang og í því ferli varð ljóst hversu svifaseint stjórnkerfið er. Fyrir vikið hefur orðið til mikill uppsafnaður velferðarvandi í Reykjavík sem nauðsynlegt er að bregðast betur við.“ Samkvæmt Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar varð Reykjavík fyrir mesta skellinum í fækkun starfandi og atvinnuleysishlutfalli. Í Reykjavík voru rúmum fjögur prósentum færri starfandi í janúar 2013, miðað við árið 2007, en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru rúmum tveimur prósentum fleiri starfandi frá 2007. „Atvinnuleysi í Reykjavík er mun hærra en annars staðar, störfum fjölgar mun hægar og um leið safnast upp mikill velferðarvandi. Það þarf að taka þetta fastari tökum,“ segir Áslaug.Flestir sem fá framfærslu frá borginni eru á aldursbilinu 18-39 ára en fæstir eru eldri en 60 ára. 40 prósent notenda fá framfærslu vegna atvinnuleysis án bótaréttar, 28 prósent eru sjúklingar, 12 prósent eru atvinnulausir með bótarétt og aðrir eru öryrkjar, nemar, í launaðri vinnu eða fæðingarorlofi. 494 notendur höfðu verið með framfærslu í 12 mánuði eða lengur í desember 2013 og eru flestir í þeim hópi sjúklingar og atvinnulausir án bótaréttar. „Atvinnuleysi í Reykjavík er mun hærra en annars staðar, störfum fjölgar mun hægar og um leið safnast upp mikill velferðarvandi. Það þarf að taka þetta fastari tökum,“ Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Heildarfjöldi þeirra sem fékk einhverja tegund fjárhagsaðstoðar árið 2013 í Reykjavík var 4.218 notendur. Í flestum tilfellum var fjárhagsaðstoðin í formi framfærslustyrks, eða í 3.350 tilfellum, en einnig framfærsla vegna náms, aðstoð vegna barna, tannlæknastyrkur, húsbúnaðarstyrkur, útfararstyrkur og svo framvegis. Þetta kemur fram á minnisblaði vegna aðgerðaáætlunar Velferðarsviðs sem lagt var fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar á fundi í gær. Atvinnulausum án bótaréttar fjölgaði um 231 frá 2012 til 2013 en atvinnulausum með bótarétt fækkaði um 276 á sama tíma. Skýringu á mikilli fjölgun atvinnuleitenda án bótaréttar má rekja til þess að bráðabirgðarákvæði við lög um atvinnuleysistryggingar um fjögurra ára bótarétt féll úr gildi þann 1. janúar 2013. Við þá breytingu misstu tæplega 900 Reykvíkingar bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun. Því hefur þróunin orðið sú að atvinnulausum með bótarétt fækkar en að sama skapi fjölgar þeim sem fá fjárhagsaðstoð hjá borginni, eins og sést á töflu.Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins„Auðvitað tekur sveitarfélagið við þeim sem missa bótaréttinn,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins. „En við teljum að meirihlutinn hafi ekki tekið nógu vel á þessum vanda. Það fóru einhverjar aðgerðir alltof seint í gang og í því ferli varð ljóst hversu svifaseint stjórnkerfið er. Fyrir vikið hefur orðið til mikill uppsafnaður velferðarvandi í Reykjavík sem nauðsynlegt er að bregðast betur við.“ Samkvæmt Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar varð Reykjavík fyrir mesta skellinum í fækkun starfandi og atvinnuleysishlutfalli. Í Reykjavík voru rúmum fjögur prósentum færri starfandi í janúar 2013, miðað við árið 2007, en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru rúmum tveimur prósentum fleiri starfandi frá 2007. „Atvinnuleysi í Reykjavík er mun hærra en annars staðar, störfum fjölgar mun hægar og um leið safnast upp mikill velferðarvandi. Það þarf að taka þetta fastari tökum,“ segir Áslaug.Flestir sem fá framfærslu frá borginni eru á aldursbilinu 18-39 ára en fæstir eru eldri en 60 ára. 40 prósent notenda fá framfærslu vegna atvinnuleysis án bótaréttar, 28 prósent eru sjúklingar, 12 prósent eru atvinnulausir með bótarétt og aðrir eru öryrkjar, nemar, í launaðri vinnu eða fæðingarorlofi. 494 notendur höfðu verið með framfærslu í 12 mánuði eða lengur í desember 2013 og eru flestir í þeim hópi sjúklingar og atvinnulausir án bótaréttar. „Atvinnuleysi í Reykjavík er mun hærra en annars staðar, störfum fjölgar mun hægar og um leið safnast upp mikill velferðarvandi. Það þarf að taka þetta fastari tökum,“ Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira