Áfengi svo dýrt að unglingar snúa sér frekar að kannabis Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2014 21:35 Vísir/Pjetutr Áfengi er orðið svo dýrt á Íslandi að unglingar reykja kannabis miklu frekar því aðgengi að því er miklu auðveldara, samkvæmt fyrrverandi lögreglumanni og núverandi Alþingismanni. Þetta kom fram í fréttum Bylgjunnar í dag. Vilhjálmur Árnason, Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að lögreglan rannsaki peningaþvætti í meira mæli því fíkniefnaheimurinn snúist fyrst og fremst um peninga. Vilhjálmur starfaði í mörg ár í lögreglunni áður en hann var kjörinn á Alþingi. Hann hefur látið löggæslumálin til sín taka en þar hefur hann sérstakar áhyggjur af fíkniefnavandanum á meðal barna og unglinga. „Krakkar eru farnir að nota kannabis miklu frekar en áfengi, því það er orðið svo dýrt og erfitt að nálgast það. Aftur á móti er miklu erfiðara fyrir foreldra, vinnuveitendur og aðra að sjá hverjir eru undir áhrifum kannabis, en þeir sjá um leið vandamál ef einhver er í of mikilli áfengisneyslu,“ sagði Vilhjálmur. Þá segir hann aðgengi að eiturlyfjum vera gott. „Það virðist vera nokkuð gott. Það er heimsendingaþjónusta, þannig að það getur ekki verið betra en það.“ Einnig segir Vilhjálmur nauðsynlegt að lögreglan auki rannsóknir á peningaþvætti, því fíkniefnaheimurinn snúist fyrst og fremst um peninga. „Það eru höfuðpaurarnir sem nást í gegnum það. Þeir eru ekki að nást með því að elta þá sem eru á götunni. En ef við förum að eltast við fjármunina sem eru í þessu þurfum við að setja verulega aukningu í efnahagsbrot og peningaþvætti og slíkt. „Þetta er bara samkeppnismarkaður drifinn áfram af gróðasjónarmiði. Við þurfum að reyna að komast að rót vandans. Hvernig getum við stöðvað þennan gróða. Ef það tekst hljótum við að minnka framboðið og með minna framboði verður minni neysla.“ Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Áfengi er orðið svo dýrt á Íslandi að unglingar reykja kannabis miklu frekar því aðgengi að því er miklu auðveldara, samkvæmt fyrrverandi lögreglumanni og núverandi Alþingismanni. Þetta kom fram í fréttum Bylgjunnar í dag. Vilhjálmur Árnason, Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að lögreglan rannsaki peningaþvætti í meira mæli því fíkniefnaheimurinn snúist fyrst og fremst um peninga. Vilhjálmur starfaði í mörg ár í lögreglunni áður en hann var kjörinn á Alþingi. Hann hefur látið löggæslumálin til sín taka en þar hefur hann sérstakar áhyggjur af fíkniefnavandanum á meðal barna og unglinga. „Krakkar eru farnir að nota kannabis miklu frekar en áfengi, því það er orðið svo dýrt og erfitt að nálgast það. Aftur á móti er miklu erfiðara fyrir foreldra, vinnuveitendur og aðra að sjá hverjir eru undir áhrifum kannabis, en þeir sjá um leið vandamál ef einhver er í of mikilli áfengisneyslu,“ sagði Vilhjálmur. Þá segir hann aðgengi að eiturlyfjum vera gott. „Það virðist vera nokkuð gott. Það er heimsendingaþjónusta, þannig að það getur ekki verið betra en það.“ Einnig segir Vilhjálmur nauðsynlegt að lögreglan auki rannsóknir á peningaþvætti, því fíkniefnaheimurinn snúist fyrst og fremst um peninga. „Það eru höfuðpaurarnir sem nást í gegnum það. Þeir eru ekki að nást með því að elta þá sem eru á götunni. En ef við förum að eltast við fjármunina sem eru í þessu þurfum við að setja verulega aukningu í efnahagsbrot og peningaþvætti og slíkt. „Þetta er bara samkeppnismarkaður drifinn áfram af gróðasjónarmiði. Við þurfum að reyna að komast að rót vandans. Hvernig getum við stöðvað þennan gróða. Ef það tekst hljótum við að minnka framboðið og með minna framboði verður minni neysla.“
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira