Innlent

Læknir fékk aðstoð björgunarsveitar

Björgunarsveitarmenn og Vegagerðarmenn fá Ísafirði og Þingeyri tóku í gærkvköldi þátt í að flytja lækni frá Ísafirði til að sinna bráðveikum sjúklingi á Þingeyri, en Gemlufallsheiðin var ófær.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var líka sett í viðbragðsstöðu til öryggis. Björgunarmenn höfðu vélsleða með í för, ef flytja þyrfti lækninn yfir ófærð, en moksturinn gekk svo vel að ekki þurfti á þeim að halda.

Sjúklingurinn var fluttur af stað í sjúkrabíl, sem ók í kjölfar ruðningstækjanna en þegar læknirinn hafði skoðað sjúklinginn, var aðstoð þyrlunnar afturkölluð.

Ferðin til Ísafjarðar gekk vel og var sjúklingurinn lagður inn á sjúkrahúsið á Ísafirði laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×