Plastpokinn gott sem útlægur í Hólminum Svavar Hávarðsson skrifar 16. september 2014 07:00 Verslun Bónus í Stykkishólmi stefnir á að losa sig við plastpokana eins og önnur fyrirtæki á staðnum. Fréttablaðið/Anton Nær öll verslunar- og þjónustufyrirtæki í Stykkishólmi hafa hætt notkun plastburðarpoka. Áfanganum var fagnað af stórum hluta bæjarbúa fyrir helgi á sérstakri hátíð þar sem plastpokinn var formlega kvaddur. Þetta er árangur tilraunaverkefnis Umhverfishóps Stykkishólms sem hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Ríflega 95% verslunar- og þjónustufyrirtækja í Stykkishólmi eru þegar hætt að bjóða burðarplastpoka, en verkefninu er þó síður en svo lokið, að sögn aðstandenda. Áfram verður unnið að því að síðustu fyrirtækin, sem ekki hafa treyst sér til að taka lokaskrefið og hætt notkun burðarplastpoka, bætist í hópinn á næstu vikum eða mánuðum. Spurð um viðtökur meðal bæjarbúa segir Menja von Schmalensee, formaður Umhverfishóps Stykkishólms, að verkefninu verði fylgt eftir með haustinu og lögð ánægjukönnun fyrir íbúa og verslunarrekendur með það að markmiði að kanna hvernig fólki hugnast breytingin. „Almennt séð hafa viðbrögðin verið mjög góð, þótt líka hafi heyrst efasemdarraddir en þær eru í miklum minnihluta,“ segir Menja sem bætir við að í vetur verði skrifuð skýrsla um reynsluna og hvað gekk vel og hvað illa. „Reynsla okkar ætti svo að geta auðveldað öðrum samfélögum að gera eitthvað sambærilegt. Frumkvæðið að því þarf þó líklega að koma frá íbúum, verslunum eða sveitarstjórnum. Fjölmargir hafa spurt okkur út í lausnir, t.d. varðandi poka undir almennt sorp, sent okkur hvatningu og óskað þess að í sínu samfélagi væri sambærilegt verkefni í gangi. Menja bætir við: „Það er mjög vaxandi hreyfing fólks víða um heim sem hugsar á svipuðum nótum og við og víða hefur burðarplastpokanotkun lengi verið mun minni en hér á landi. Enn sem komið er eru þó mjög fáar borgir og bæir langt komin í því að losna alveg við burðarplastpokann og ég held að fá samfélög hafi komist jafn langt og við án þess að beita boðum og bönnum.“ Þegar hafa fyrirtæki í Stykkishólmi sett upp þar til gerðar merkingar um að þau hafi sagt skilið við plastburðarpokann. Verkefni Umhverfishóps Stykkishólms um burðarplastpokalaust sveitarfélag er unnið í samvinnu við Náttúrustofu Vesturlands, Landvernd og UMÍS. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Nær öll verslunar- og þjónustufyrirtæki í Stykkishólmi hafa hætt notkun plastburðarpoka. Áfanganum var fagnað af stórum hluta bæjarbúa fyrir helgi á sérstakri hátíð þar sem plastpokinn var formlega kvaddur. Þetta er árangur tilraunaverkefnis Umhverfishóps Stykkishólms sem hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Ríflega 95% verslunar- og þjónustufyrirtækja í Stykkishólmi eru þegar hætt að bjóða burðarplastpoka, en verkefninu er þó síður en svo lokið, að sögn aðstandenda. Áfram verður unnið að því að síðustu fyrirtækin, sem ekki hafa treyst sér til að taka lokaskrefið og hætt notkun burðarplastpoka, bætist í hópinn á næstu vikum eða mánuðum. Spurð um viðtökur meðal bæjarbúa segir Menja von Schmalensee, formaður Umhverfishóps Stykkishólms, að verkefninu verði fylgt eftir með haustinu og lögð ánægjukönnun fyrir íbúa og verslunarrekendur með það að markmiði að kanna hvernig fólki hugnast breytingin. „Almennt séð hafa viðbrögðin verið mjög góð, þótt líka hafi heyrst efasemdarraddir en þær eru í miklum minnihluta,“ segir Menja sem bætir við að í vetur verði skrifuð skýrsla um reynsluna og hvað gekk vel og hvað illa. „Reynsla okkar ætti svo að geta auðveldað öðrum samfélögum að gera eitthvað sambærilegt. Frumkvæðið að því þarf þó líklega að koma frá íbúum, verslunum eða sveitarstjórnum. Fjölmargir hafa spurt okkur út í lausnir, t.d. varðandi poka undir almennt sorp, sent okkur hvatningu og óskað þess að í sínu samfélagi væri sambærilegt verkefni í gangi. Menja bætir við: „Það er mjög vaxandi hreyfing fólks víða um heim sem hugsar á svipuðum nótum og við og víða hefur burðarplastpokanotkun lengi verið mun minni en hér á landi. Enn sem komið er eru þó mjög fáar borgir og bæir langt komin í því að losna alveg við burðarplastpokann og ég held að fá samfélög hafi komist jafn langt og við án þess að beita boðum og bönnum.“ Þegar hafa fyrirtæki í Stykkishólmi sett upp þar til gerðar merkingar um að þau hafi sagt skilið við plastburðarpokann. Verkefni Umhverfishóps Stykkishólms um burðarplastpokalaust sveitarfélag er unnið í samvinnu við Náttúrustofu Vesturlands, Landvernd og UMÍS.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira