Dagur B. Eggertsson nýtur mests stuðnings í borgarstjórastólinn Brjánn Jónasson skrifar 15. mars 2014 06:30 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, nýtur mun meiri hylli borgarbúa en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti borgarbúa vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri að loknum kosningum. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra oddvita samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 52,6 prósent borgarbúa að Dagur, sem nú gegnir embætti forseta borgarráðs, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Stuðningur við Dag er meira en tvöfalt meiri en kjörfylgi Samfylkingarinnar, en um 23 prósent borgarbúa myndu kjósa flokk Dags yrði gengið til kosninga nú. Nær allir stuðningsmenn Samfylkingarinnar, 92,9 prósent, vilja Dag sem borgarstjóra. Þá vilja 59,7 prósent stuðningsmanna Bjartrar framtíðar Dag í borgarstjórastólinn, eins og 38,1 prósent stuðningsmanna Pírata og 34,6 prósent kjósenda Vinstri grænna.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, nýtur næst-mests stuðnings til að gegna embætti borgarstjóra eftir kosningar. Alls segjast 19,6 prósent vilja að hann fylli spor Jóns Gnarr, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í kosningunum. Stuðningur við Halldór er örlítið minni en stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn, sem mælist 23,1 prósent í könnuninni, og afar lítill meðal stuðningsmanna annarra flokka. Þriðji oddvitinn sem fær stuðning meira en fimm prósenta kjósenda er Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokks Jóns Gnarr borgarstjóra. Um 7,6 prósent vilja að Björn verði borgarstjóri eftir kosningar. Athygli vekur að aðeins 33,8 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar vill að Björn verði borgarstjóri, en 59,7 prósent vill heldur Dag B. Eggertsson. Aðrir oddvitar eru með minni stuðning til að gegna embætti borgarstjóra. Um 4,6 prósent vill að Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, taki við embættinu, og 3,2 prósent vill Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá vilja 1,5 prósent Óskar Bergsson, oddvita Framsóknarflokksins, og 0,7 prósent Þorleif Gunnarsson, oddvita Dögunnar. Hátt hlutfall þátttakenda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, um 40 prósent, sögðust ekki hafa gert upp við sig hvað þau ætluðu að kjósa. Dagur nýtur langmests stuðnings meðal þessa hóps. Um 62,7 prósent óákveðinna vill að hann verði borgarstjóri en 13,3 prósent vill heldur Halldór Halldórsson.Aðferðafræðin Hringt var í 1.241 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 12. mars. Svarhlutfallið var 65 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hver vilt þú að verði borgarstjóri eftir kosningarnar? Alls tóku 50,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Meirihluti borgarbúa vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri að loknum kosningum. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra oddvita samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 52,6 prósent borgarbúa að Dagur, sem nú gegnir embætti forseta borgarráðs, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Stuðningur við Dag er meira en tvöfalt meiri en kjörfylgi Samfylkingarinnar, en um 23 prósent borgarbúa myndu kjósa flokk Dags yrði gengið til kosninga nú. Nær allir stuðningsmenn Samfylkingarinnar, 92,9 prósent, vilja Dag sem borgarstjóra. Þá vilja 59,7 prósent stuðningsmanna Bjartrar framtíðar Dag í borgarstjórastólinn, eins og 38,1 prósent stuðningsmanna Pírata og 34,6 prósent kjósenda Vinstri grænna.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, nýtur næst-mests stuðnings til að gegna embætti borgarstjóra eftir kosningar. Alls segjast 19,6 prósent vilja að hann fylli spor Jóns Gnarr, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í kosningunum. Stuðningur við Halldór er örlítið minni en stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn, sem mælist 23,1 prósent í könnuninni, og afar lítill meðal stuðningsmanna annarra flokka. Þriðji oddvitinn sem fær stuðning meira en fimm prósenta kjósenda er Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokks Jóns Gnarr borgarstjóra. Um 7,6 prósent vilja að Björn verði borgarstjóri eftir kosningar. Athygli vekur að aðeins 33,8 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar vill að Björn verði borgarstjóri, en 59,7 prósent vill heldur Dag B. Eggertsson. Aðrir oddvitar eru með minni stuðning til að gegna embætti borgarstjóra. Um 4,6 prósent vill að Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, taki við embættinu, og 3,2 prósent vill Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá vilja 1,5 prósent Óskar Bergsson, oddvita Framsóknarflokksins, og 0,7 prósent Þorleif Gunnarsson, oddvita Dögunnar. Hátt hlutfall þátttakenda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, um 40 prósent, sögðust ekki hafa gert upp við sig hvað þau ætluðu að kjósa. Dagur nýtur langmests stuðnings meðal þessa hóps. Um 62,7 prósent óákveðinna vill að hann verði borgarstjóri en 13,3 prósent vill heldur Halldór Halldórsson.Aðferðafræðin Hringt var í 1.241 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 12. mars. Svarhlutfallið var 65 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hver vilt þú að verði borgarstjóri eftir kosningarnar? Alls tóku 50,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira