Dagur B. Eggertsson nýtur mests stuðnings í borgarstjórastólinn Brjánn Jónasson skrifar 15. mars 2014 06:30 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, nýtur mun meiri hylli borgarbúa en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti borgarbúa vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri að loknum kosningum. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra oddvita samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 52,6 prósent borgarbúa að Dagur, sem nú gegnir embætti forseta borgarráðs, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Stuðningur við Dag er meira en tvöfalt meiri en kjörfylgi Samfylkingarinnar, en um 23 prósent borgarbúa myndu kjósa flokk Dags yrði gengið til kosninga nú. Nær allir stuðningsmenn Samfylkingarinnar, 92,9 prósent, vilja Dag sem borgarstjóra. Þá vilja 59,7 prósent stuðningsmanna Bjartrar framtíðar Dag í borgarstjórastólinn, eins og 38,1 prósent stuðningsmanna Pírata og 34,6 prósent kjósenda Vinstri grænna.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, nýtur næst-mests stuðnings til að gegna embætti borgarstjóra eftir kosningar. Alls segjast 19,6 prósent vilja að hann fylli spor Jóns Gnarr, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í kosningunum. Stuðningur við Halldór er örlítið minni en stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn, sem mælist 23,1 prósent í könnuninni, og afar lítill meðal stuðningsmanna annarra flokka. Þriðji oddvitinn sem fær stuðning meira en fimm prósenta kjósenda er Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokks Jóns Gnarr borgarstjóra. Um 7,6 prósent vilja að Björn verði borgarstjóri eftir kosningar. Athygli vekur að aðeins 33,8 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar vill að Björn verði borgarstjóri, en 59,7 prósent vill heldur Dag B. Eggertsson. Aðrir oddvitar eru með minni stuðning til að gegna embætti borgarstjóra. Um 4,6 prósent vill að Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, taki við embættinu, og 3,2 prósent vill Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá vilja 1,5 prósent Óskar Bergsson, oddvita Framsóknarflokksins, og 0,7 prósent Þorleif Gunnarsson, oddvita Dögunnar. Hátt hlutfall þátttakenda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, um 40 prósent, sögðust ekki hafa gert upp við sig hvað þau ætluðu að kjósa. Dagur nýtur langmests stuðnings meðal þessa hóps. Um 62,7 prósent óákveðinna vill að hann verði borgarstjóri en 13,3 prósent vill heldur Halldór Halldórsson.Aðferðafræðin Hringt var í 1.241 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 12. mars. Svarhlutfallið var 65 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hver vilt þú að verði borgarstjóri eftir kosningarnar? Alls tóku 50,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Meirihluti borgarbúa vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri að loknum kosningum. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra oddvita samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls vilja 52,6 prósent borgarbúa að Dagur, sem nú gegnir embætti forseta borgarráðs, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Stuðningur við Dag er meira en tvöfalt meiri en kjörfylgi Samfylkingarinnar, en um 23 prósent borgarbúa myndu kjósa flokk Dags yrði gengið til kosninga nú. Nær allir stuðningsmenn Samfylkingarinnar, 92,9 prósent, vilja Dag sem borgarstjóra. Þá vilja 59,7 prósent stuðningsmanna Bjartrar framtíðar Dag í borgarstjórastólinn, eins og 38,1 prósent stuðningsmanna Pírata og 34,6 prósent kjósenda Vinstri grænna.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, nýtur næst-mests stuðnings til að gegna embætti borgarstjóra eftir kosningar. Alls segjast 19,6 prósent vilja að hann fylli spor Jóns Gnarr, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í kosningunum. Stuðningur við Halldór er örlítið minni en stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn, sem mælist 23,1 prósent í könnuninni, og afar lítill meðal stuðningsmanna annarra flokka. Þriðji oddvitinn sem fær stuðning meira en fimm prósenta kjósenda er Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokks Jóns Gnarr borgarstjóra. Um 7,6 prósent vilja að Björn verði borgarstjóri eftir kosningar. Athygli vekur að aðeins 33,8 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar vill að Björn verði borgarstjóri, en 59,7 prósent vill heldur Dag B. Eggertsson. Aðrir oddvitar eru með minni stuðning til að gegna embætti borgarstjóra. Um 4,6 prósent vill að Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, taki við embættinu, og 3,2 prósent vill Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá vilja 1,5 prósent Óskar Bergsson, oddvita Framsóknarflokksins, og 0,7 prósent Þorleif Gunnarsson, oddvita Dögunnar. Hátt hlutfall þátttakenda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, um 40 prósent, sögðust ekki hafa gert upp við sig hvað þau ætluðu að kjósa. Dagur nýtur langmests stuðnings meðal þessa hóps. Um 62,7 prósent óákveðinna vill að hann verði borgarstjóri en 13,3 prósent vill heldur Halldór Halldórsson.Aðferðafræðin Hringt var í 1.241 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 12. mars. Svarhlutfallið var 65 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hver vilt þú að verði borgarstjóri eftir kosningarnar? Alls tóku 50,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira