Alvarpið í loftið í dag Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. mars 2014 11:00 Þessi fríði hópur stendur á bak við Alvarpið. Vísir/Daníel „Þetta eru fjölbreyttir þættir fyrir breiðan hlustendahóp,“ segir Ragnar Hansson, einn af aðstandendum Alvarpsins sem fer í loftið í dag. Alvarpið er hlaðvarp, eins konar útvarpsstöð á netinu, þar sem fjölbreytt úrval þátta er aðgengilegt fyrir hlustendur á vefsíðunni Alvarp.is. Þáttunum er hægt að hlaða niður á síma og tölvu og hlusta hvenær og hvar sem er. Hugmyndin að Alvarpinu spratt frá Ragnari, Hugleiki Dagssyni, Diljá Ámundadóttur, Sigurlaugu Gísladóttur, Jóhanni Ævari Grímssyni og Ara Eldjárn. „Ég hef lengi verið að hlusta á hlaðvarp, eða podcast eins og það kallast á ensku. Við þrír byrjuðum að tala um þetta og svo bara ákváðum við að safna fólki saman og kýla á þetta,“ segir Ragnar en hópurinn hefur verið að vinna að undirbúningi síðan um áramótin. Ásamt hópnum hér fyrir ofan koma þau Saga Garðarsdóttir, Ugla Egilsdóttir, Gunni Tynes, Bergur Ebbi Benediktsson, Snorri Helgason, Kolfinna Nikulásdóttir og Kristín Björk einnig að Alvarpinu. Þó að margir í hópnum séu tengdir við grín og glens segir Ragnar þættina spanna alla flóruna eins og kvikmyndir, tónlist, þjóðmál og fleira. „Nafnið var valið af kostgæfni enda planið síðar meir að bæta inn myndböndum. Núna byrjum við smátt og sjáum hvernig þetta vex.“ Formleg dagskrá Alvarpsins hefst á mánudaginn en núna er hægt að hlusta á fyrstu þættina, meðal annars brakandi ferskan þátt Þorsteins Guðmundssonar af Grínistum hringborðsins, sem einu sinni var á dagskrá Rásar 2. Hefnendurnir - umsjón: Hugleikur Dagsson og Jóhann Ævar Grímsson. Áhugavarpið - umsjón: Ragnar Hansson Ástin og leigumarkaðurinn - umsjón: Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir Fíla lag - umsjón: Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason Grínistar hringborðsins - umsjón: Þorsteinn Guðmundsson Ísland í dag, satan - umsjón: Kolfinna Nikulásdóttir og Nikulás Stefán Nikulásson Diljá Ámundadóttir - pródúsent Gunni Tynes og Sigurlaug Gísladóttir - tæknimenn Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sjá meira
„Þetta eru fjölbreyttir þættir fyrir breiðan hlustendahóp,“ segir Ragnar Hansson, einn af aðstandendum Alvarpsins sem fer í loftið í dag. Alvarpið er hlaðvarp, eins konar útvarpsstöð á netinu, þar sem fjölbreytt úrval þátta er aðgengilegt fyrir hlustendur á vefsíðunni Alvarp.is. Þáttunum er hægt að hlaða niður á síma og tölvu og hlusta hvenær og hvar sem er. Hugmyndin að Alvarpinu spratt frá Ragnari, Hugleiki Dagssyni, Diljá Ámundadóttur, Sigurlaugu Gísladóttur, Jóhanni Ævari Grímssyni og Ara Eldjárn. „Ég hef lengi verið að hlusta á hlaðvarp, eða podcast eins og það kallast á ensku. Við þrír byrjuðum að tala um þetta og svo bara ákváðum við að safna fólki saman og kýla á þetta,“ segir Ragnar en hópurinn hefur verið að vinna að undirbúningi síðan um áramótin. Ásamt hópnum hér fyrir ofan koma þau Saga Garðarsdóttir, Ugla Egilsdóttir, Gunni Tynes, Bergur Ebbi Benediktsson, Snorri Helgason, Kolfinna Nikulásdóttir og Kristín Björk einnig að Alvarpinu. Þó að margir í hópnum séu tengdir við grín og glens segir Ragnar þættina spanna alla flóruna eins og kvikmyndir, tónlist, þjóðmál og fleira. „Nafnið var valið af kostgæfni enda planið síðar meir að bæta inn myndböndum. Núna byrjum við smátt og sjáum hvernig þetta vex.“ Formleg dagskrá Alvarpsins hefst á mánudaginn en núna er hægt að hlusta á fyrstu þættina, meðal annars brakandi ferskan þátt Þorsteins Guðmundssonar af Grínistum hringborðsins, sem einu sinni var á dagskrá Rásar 2. Hefnendurnir - umsjón: Hugleikur Dagsson og Jóhann Ævar Grímsson. Áhugavarpið - umsjón: Ragnar Hansson Ástin og leigumarkaðurinn - umsjón: Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir Fíla lag - umsjón: Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason Grínistar hringborðsins - umsjón: Þorsteinn Guðmundsson Ísland í dag, satan - umsjón: Kolfinna Nikulásdóttir og Nikulás Stefán Nikulásson Diljá Ámundadóttir - pródúsent Gunni Tynes og Sigurlaug Gísladóttir - tæknimenn
Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sjá meira