Alvarpið í loftið í dag Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. mars 2014 11:00 Þessi fríði hópur stendur á bak við Alvarpið. Vísir/Daníel „Þetta eru fjölbreyttir þættir fyrir breiðan hlustendahóp,“ segir Ragnar Hansson, einn af aðstandendum Alvarpsins sem fer í loftið í dag. Alvarpið er hlaðvarp, eins konar útvarpsstöð á netinu, þar sem fjölbreytt úrval þátta er aðgengilegt fyrir hlustendur á vefsíðunni Alvarp.is. Þáttunum er hægt að hlaða niður á síma og tölvu og hlusta hvenær og hvar sem er. Hugmyndin að Alvarpinu spratt frá Ragnari, Hugleiki Dagssyni, Diljá Ámundadóttur, Sigurlaugu Gísladóttur, Jóhanni Ævari Grímssyni og Ara Eldjárn. „Ég hef lengi verið að hlusta á hlaðvarp, eða podcast eins og það kallast á ensku. Við þrír byrjuðum að tala um þetta og svo bara ákváðum við að safna fólki saman og kýla á þetta,“ segir Ragnar en hópurinn hefur verið að vinna að undirbúningi síðan um áramótin. Ásamt hópnum hér fyrir ofan koma þau Saga Garðarsdóttir, Ugla Egilsdóttir, Gunni Tynes, Bergur Ebbi Benediktsson, Snorri Helgason, Kolfinna Nikulásdóttir og Kristín Björk einnig að Alvarpinu. Þó að margir í hópnum séu tengdir við grín og glens segir Ragnar þættina spanna alla flóruna eins og kvikmyndir, tónlist, þjóðmál og fleira. „Nafnið var valið af kostgæfni enda planið síðar meir að bæta inn myndböndum. Núna byrjum við smátt og sjáum hvernig þetta vex.“ Formleg dagskrá Alvarpsins hefst á mánudaginn en núna er hægt að hlusta á fyrstu þættina, meðal annars brakandi ferskan þátt Þorsteins Guðmundssonar af Grínistum hringborðsins, sem einu sinni var á dagskrá Rásar 2. Hefnendurnir - umsjón: Hugleikur Dagsson og Jóhann Ævar Grímsson. Áhugavarpið - umsjón: Ragnar Hansson Ástin og leigumarkaðurinn - umsjón: Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir Fíla lag - umsjón: Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason Grínistar hringborðsins - umsjón: Þorsteinn Guðmundsson Ísland í dag, satan - umsjón: Kolfinna Nikulásdóttir og Nikulás Stefán Nikulásson Diljá Ámundadóttir - pródúsent Gunni Tynes og Sigurlaug Gísladóttir - tæknimenn Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Þetta eru fjölbreyttir þættir fyrir breiðan hlustendahóp,“ segir Ragnar Hansson, einn af aðstandendum Alvarpsins sem fer í loftið í dag. Alvarpið er hlaðvarp, eins konar útvarpsstöð á netinu, þar sem fjölbreytt úrval þátta er aðgengilegt fyrir hlustendur á vefsíðunni Alvarp.is. Þáttunum er hægt að hlaða niður á síma og tölvu og hlusta hvenær og hvar sem er. Hugmyndin að Alvarpinu spratt frá Ragnari, Hugleiki Dagssyni, Diljá Ámundadóttur, Sigurlaugu Gísladóttur, Jóhanni Ævari Grímssyni og Ara Eldjárn. „Ég hef lengi verið að hlusta á hlaðvarp, eða podcast eins og það kallast á ensku. Við þrír byrjuðum að tala um þetta og svo bara ákváðum við að safna fólki saman og kýla á þetta,“ segir Ragnar en hópurinn hefur verið að vinna að undirbúningi síðan um áramótin. Ásamt hópnum hér fyrir ofan koma þau Saga Garðarsdóttir, Ugla Egilsdóttir, Gunni Tynes, Bergur Ebbi Benediktsson, Snorri Helgason, Kolfinna Nikulásdóttir og Kristín Björk einnig að Alvarpinu. Þó að margir í hópnum séu tengdir við grín og glens segir Ragnar þættina spanna alla flóruna eins og kvikmyndir, tónlist, þjóðmál og fleira. „Nafnið var valið af kostgæfni enda planið síðar meir að bæta inn myndböndum. Núna byrjum við smátt og sjáum hvernig þetta vex.“ Formleg dagskrá Alvarpsins hefst á mánudaginn en núna er hægt að hlusta á fyrstu þættina, meðal annars brakandi ferskan þátt Þorsteins Guðmundssonar af Grínistum hringborðsins, sem einu sinni var á dagskrá Rásar 2. Hefnendurnir - umsjón: Hugleikur Dagsson og Jóhann Ævar Grímsson. Áhugavarpið - umsjón: Ragnar Hansson Ástin og leigumarkaðurinn - umsjón: Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir Fíla lag - umsjón: Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason Grínistar hringborðsins - umsjón: Þorsteinn Guðmundsson Ísland í dag, satan - umsjón: Kolfinna Nikulásdóttir og Nikulás Stefán Nikulásson Diljá Ámundadóttir - pródúsent Gunni Tynes og Sigurlaug Gísladóttir - tæknimenn
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira