Íslenskir hönnuðir í brennidepli 1. mars 2014 15:00 Að mati Theodóru hefur vantað sjónvarpsþátt um tísku- og hönnun enda gróskan mikil. MYND/VALLI Lífsstíll er nýr þáttur um tísku, hönnun og lífsstíl sem hefst á Stöð 3 þann 13. mars. Hann verður í umsjá Theodóru Mjallar Skúladóttur Jack, sem gaf út metsölubókina Hárið árið 2012 og fylgdi henni eftir með Lokkum í fyrra. Þátturinn verður í opinni dagskrá. „Við munum fylgjast með öllu því sem er að gerast í tísku- og hönnunargeiranum á Íslandi í dag. Þátturinn verður byggður upp á stuttum innslögum þar sem íslenskir hönnuðir verða í aðalhlutverki. Þá munum við fylgjast með hinum ýmsu viðburðum og gefa góð ráð,“ segir Theodóra Mjöll. Að hennar mati hefur vantað sjónvarpsþátt af þessu tagi. „Það er svo mikil gróska í tísku- og hönnunarheiminum og margir að gera frábæra hluti. Mér finnst þeir ekki allir fá þá umfjöllun sem þeir verðskulda.“ Theodóra Mjöll er hárgreiðslusveinn að mennt og hefur lokið tveimur árum í Listaháskóla Íslands. Hún er greinahöfundur á Nude Magazine ásamt því að halda úti bloggsíðu á Trendnet. Theodóra er því ýmsum hnútum kunnug um tísku og hönnun en þreytir nú frumraun sína í sjónvarpi. „Þátturinn fer í loftið 13. mars en það er án efa stærsti mánuður ársins þegar kemur að hönnun og tísku enda bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival á dagskrá. „Við byrjum því með trukki og munum gera þeim viðburðum góð skil. Í framhaldinu mun ég leggja áherslu á ferskt efni og fjalla um það sem ber hæst hverju sinni.“ Þátturinn verður sýndur á fimmtudögum og verður í opinni dagskrá. HönnunarMars RFF Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Lífsstíll er nýr þáttur um tísku, hönnun og lífsstíl sem hefst á Stöð 3 þann 13. mars. Hann verður í umsjá Theodóru Mjallar Skúladóttur Jack, sem gaf út metsölubókina Hárið árið 2012 og fylgdi henni eftir með Lokkum í fyrra. Þátturinn verður í opinni dagskrá. „Við munum fylgjast með öllu því sem er að gerast í tísku- og hönnunargeiranum á Íslandi í dag. Þátturinn verður byggður upp á stuttum innslögum þar sem íslenskir hönnuðir verða í aðalhlutverki. Þá munum við fylgjast með hinum ýmsu viðburðum og gefa góð ráð,“ segir Theodóra Mjöll. Að hennar mati hefur vantað sjónvarpsþátt af þessu tagi. „Það er svo mikil gróska í tísku- og hönnunarheiminum og margir að gera frábæra hluti. Mér finnst þeir ekki allir fá þá umfjöllun sem þeir verðskulda.“ Theodóra Mjöll er hárgreiðslusveinn að mennt og hefur lokið tveimur árum í Listaháskóla Íslands. Hún er greinahöfundur á Nude Magazine ásamt því að halda úti bloggsíðu á Trendnet. Theodóra er því ýmsum hnútum kunnug um tísku og hönnun en þreytir nú frumraun sína í sjónvarpi. „Þátturinn fer í loftið 13. mars en það er án efa stærsti mánuður ársins þegar kemur að hönnun og tísku enda bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival á dagskrá. „Við byrjum því með trukki og munum gera þeim viðburðum góð skil. Í framhaldinu mun ég leggja áherslu á ferskt efni og fjalla um það sem ber hæst hverju sinni.“ Þátturinn verður sýndur á fimmtudögum og verður í opinni dagskrá.
HönnunarMars RFF Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira