Dóra María: Þrjú stig það eina sem kemur til greina Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2014 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, heldur bolta á lofti á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. vísir/valli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir nágrönnum sínum frá Danmörku í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í baráttunni um sæti í umspilinu um sæti á Heimsmeistaramótinu í Kanada árið 2015. Takist íslenska liðinu að tryggja sér farseðilinn til Kanada yrði það í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið leikur í lokakeppni heimsmeistaramóts. Stelpurnar okkar þurfa að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til þess að eiga möguleika á sæti í umspilinu en þær mæta Ísrael og Serbíu á Laugardalsvelli í september.Erfiður mótherji Aðeins tveimur sætum munar á liðunum á styrkleikalista FIFA.en þetta verður í níunda skiptið sem liðin mætast en í fyrsta sinn á íslenskri grundu. Eini sigur íslenska liðsins kom árið 2011 á æfingamóti í Algarve. Danska liðið hefur sex sinnum borið sigur úr býtum en liðin gerðu í fyrsta sinn jafntefli í júní. Dóra María Lárusdóttir kom Íslandi yfir um miðbik fyrri hálfleiks en danska liðið jafnaði örfáum mínútum síðar. Hart var barist í leiknum og liðin lögðu allt undir.Megum ekki tapa fleiri stigum Dóra María er ein af reyndustu leikmönnum landsliðsins. Hún lagði áherslu á að íslenska liðið ætlaði sér að taka stigin þrjú. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel, við verðum að vinna þennan leik og við höfum verið að undirbúa okkur eftir því. Við verðum að vera einbeittar í leiknum og við ætlum okkur að klára þetta. Þrjú stig er það eina sem dugar okkur eins og staðan er í dag. Við höfum tapað of mörgum stigum í öðrum leikjum og við megum ekki verða af fleiri stigum,“ sagði Dóra en íslenska liðið hefur skoðað það danska vel undanfarna daga. „Við ætlum fyrst og fremst að halda áfram því sem við gerðum í Danmörku, það gekk vel. Þeim gekk illa að skapa sér færi og við þurfum að vera þéttar til baka. Við verðum að spila sem ein heild og reyna að sækja hratt á þær,“ sagði Dóra sem vonast eftir góðum stuðningi. „Við höfum verið með sterkan heimavöll í gegnum tíðina og erum búnar að skapa svolítið vígi hérna í Laugardalnum. Vonandi getum við nýtt okkur það í leiknum.“Engin geimvísindi í þessu Freyr Alexandersson var nokkuð brattur þegar undirritaður heyrði í honum en hann á von á góðum leik en jafnframt erfiðum. „Hópurinn er vel stemmdur, leikmenn liðsins eru bjartsýnir og hugaðir fyrir leikinn og við þurfum bara að púsla þessu rétt saman. Við þekkjum mótherjann vel, það er stutt síðan liðin léku síðast svo það eru engin geimvísindi í þessu. Liðin þekkja hvort annað mjög vel og það skiptir máli að framkvæma hlutina vel,“ sagði Freyr sem leggur áherslu á að allir leikmenn liðsins spili hápressu. „Við verðum að vera með hugarfarið í lagi og svolítið huguð í okkar leik, það gæti skipt máli. Við viljum reyna að koma hátt á þær og koma þeim í óþægilegar stöður og ég geri ráð fyrir að danska liðið reyni það sama gegn okkur. Ég hef verið að líta á fyrri leikinn þegar hápressan tókst ekki, athuga hvað fór úrskeiðis og reyna að leita að því sem við getum gert betur í okkar leik. Þær eru vel spilandi og geta leyst hápressu og við þurfum að vera betur undirbúin. Að sama skapi gekk okkur illa að notfæra okkur skyndisóknir í leiknum úti og við höfum unnið mikið í því í vikunni fyrir leikinn í kvöld,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari við Fréttablaðið að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir nágrönnum sínum frá Danmörku í afar mikilvægum leik á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í baráttunni um sæti í umspilinu um sæti á Heimsmeistaramótinu í Kanada árið 2015. Takist íslenska liðinu að tryggja sér farseðilinn til Kanada yrði það í fyrsta sinn sem íslenskt A-landslið leikur í lokakeppni heimsmeistaramóts. Stelpurnar okkar þurfa að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru til þess að eiga möguleika á sæti í umspilinu en þær mæta Ísrael og Serbíu á Laugardalsvelli í september.Erfiður mótherji Aðeins tveimur sætum munar á liðunum á styrkleikalista FIFA.en þetta verður í níunda skiptið sem liðin mætast en í fyrsta sinn á íslenskri grundu. Eini sigur íslenska liðsins kom árið 2011 á æfingamóti í Algarve. Danska liðið hefur sex sinnum borið sigur úr býtum en liðin gerðu í fyrsta sinn jafntefli í júní. Dóra María Lárusdóttir kom Íslandi yfir um miðbik fyrri hálfleiks en danska liðið jafnaði örfáum mínútum síðar. Hart var barist í leiknum og liðin lögðu allt undir.Megum ekki tapa fleiri stigum Dóra María er ein af reyndustu leikmönnum landsliðsins. Hún lagði áherslu á að íslenska liðið ætlaði sér að taka stigin þrjú. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel, við verðum að vinna þennan leik og við höfum verið að undirbúa okkur eftir því. Við verðum að vera einbeittar í leiknum og við ætlum okkur að klára þetta. Þrjú stig er það eina sem dugar okkur eins og staðan er í dag. Við höfum tapað of mörgum stigum í öðrum leikjum og við megum ekki verða af fleiri stigum,“ sagði Dóra en íslenska liðið hefur skoðað það danska vel undanfarna daga. „Við ætlum fyrst og fremst að halda áfram því sem við gerðum í Danmörku, það gekk vel. Þeim gekk illa að skapa sér færi og við þurfum að vera þéttar til baka. Við verðum að spila sem ein heild og reyna að sækja hratt á þær,“ sagði Dóra sem vonast eftir góðum stuðningi. „Við höfum verið með sterkan heimavöll í gegnum tíðina og erum búnar að skapa svolítið vígi hérna í Laugardalnum. Vonandi getum við nýtt okkur það í leiknum.“Engin geimvísindi í þessu Freyr Alexandersson var nokkuð brattur þegar undirritaður heyrði í honum en hann á von á góðum leik en jafnframt erfiðum. „Hópurinn er vel stemmdur, leikmenn liðsins eru bjartsýnir og hugaðir fyrir leikinn og við þurfum bara að púsla þessu rétt saman. Við þekkjum mótherjann vel, það er stutt síðan liðin léku síðast svo það eru engin geimvísindi í þessu. Liðin þekkja hvort annað mjög vel og það skiptir máli að framkvæma hlutina vel,“ sagði Freyr sem leggur áherslu á að allir leikmenn liðsins spili hápressu. „Við verðum að vera með hugarfarið í lagi og svolítið huguð í okkar leik, það gæti skipt máli. Við viljum reyna að koma hátt á þær og koma þeim í óþægilegar stöður og ég geri ráð fyrir að danska liðið reyni það sama gegn okkur. Ég hef verið að líta á fyrri leikinn þegar hápressan tókst ekki, athuga hvað fór úrskeiðis og reyna að leita að því sem við getum gert betur í okkar leik. Þær eru vel spilandi og geta leyst hápressu og við þurfum að vera betur undirbúin. Að sama skapi gekk okkur illa að notfæra okkur skyndisóknir í leiknum úti og við höfum unnið mikið í því í vikunni fyrir leikinn í kvöld,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari við Fréttablaðið að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira