Lífið

Ashton Kutcher má ekki sjá á henni píkuna

Forsíðan
Forsíðan
Mila Kunis lagði allt á borðið í nýjasta tölublaði Marie Claire, en leikkonan góðkunna prýðir forsíðu blaðsins í júlí.

Kunis, sem er þrjátíu ára gömul, á von á sínu fyrsta barni með unnusta sínum og kollega, Ashton Kutcher en parið hefur lagt sig fram um að halda einkalífi sínu fyrir sig síðan þau byrjuðu saman árið 2012. Kutcher lét eitt sinn hafa eftir sér í viðtali að hann myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að halda sambandinu úr sviðsljósinu.

Saga parsins er þó vel þekkt. Þau fóru að vera saman árið 2012 og eru trúlofuð, en þau hafa verið vinir frá árinu 1998, þegar þau léku saman í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum That 70's Show.

„Einn daginn breyttist eitthvað,“ segir Kunis um sambandið.

„Allt í einu var eitthvað breytt. Og ég var mjög stolt af mér að viðurkenna það fyrir sjálfri mér. Besti dagur ævi minnar, hingað til, var þegar hann bað mín. Ég grét og var í rusli. Án þess að gera lítið úr mínum fyrri samböndum, þá er þetta allt öðruvísi en þau.“

Þegar talið berst að tilvonandi fæðingu frumburðarins segir Kunis að hún vilji hafa Kutcher í herberginu.

„Það mega tveir einstaklingar vera í herberginu þegar ég fæði. Læknirinn minn og maki. Og hann á að standa þar sem útsýnið er skert, við höfuðið á mér, ekki píkuna. Nema að hann vilji leggja líf sitt í hættu, en ég hef ráðið honum frá því. Ég efast um að hann vilji sjá allt rifna. Því hún mun rifna. Spurningin er bara hversu mikið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.