Fleiri einhleypar konur eignast börn með hjálp gjafasæðis Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2014 07:15 Helen Breiðfjörð ásamt tveggja ára dóttur sinni, Lillý Guðrúnu Breiðfjörð. Helen ákvað að eignast barn ein og fékk gjafasæði. vísir/valli Helen Breiðfjörð eignaðist dótturina Lillý Guðrúnu Breiðfjörð fyrir tveimur árum. Hún fékk gjafasæði og fór í meðferð hjá Art Medica. „Ég átti ekki mann, var að nálgast fertugt og ég vildi tryggja að ég myndi eignast barn. Ég hef alltaf séð fyrir mér að eignast börn og íhugaði lengi að ættleiða en fór svo þessa leið eftir lagabreytinguna sem gerði mér kleift að fara í meðferð á Íslandi.“ Helen segist ekki finna fyrir neinum fordómum en að margir séu forvitnir. „Ég er alveg ófeimin að tala um þetta og það vita allir að barnið á ekki pabba. Hún á fullt af föðurímyndum, til dæmis föður minn og bræður, en hún elst upp við að eiga ekki pabba. Ég hef fengið ófá símtöl frá forvitnum konum sem eru að íhuga að fara þessa leið.“ Helen ákvað að fá engar upplýsingar um sæðisgjafann. „Ég sá fyrir mér að það gætu orðið vonbrigði fyrir dótturina seinna meir enda ekki þannig að sæðisgjafinn fari í hlutverk föður. En auðvitað hugsa ég stundum hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun. Ég veit ekkert um manninn nema að hann er menntaður, hávaxinn og dökkhærður.“ Helen segir mikilvægt að hafa góðan stuðning þegar þessi leið er farin. „Það er mun meiri vinna að vera einn með barn en ég hafði gert mér grein fyrir enda eru engar pabbahelgar eða slíkt. Foreldrar mínir hafa aftur á móti stutt mig ótrúlega mikið og dóttirin á annað heimili hjá þeim, enda gæti ég ekki verið í minni vinnu ef ég fengi ekki þann stuðning. Það er gríðarlega mikilvægt að skoða stuðningsnetið í kringum sig áður en maður tekur ákvörðun um að ala einn upp barn.“Þórður Óskarsson, kvensjúkdómalæknir á Art Medica, segir einhleypar konur vera stækkandi hóp þeirra sem koma í meðferð á stöðinni.Aukist hefur til muna að einhleypar konur nýti sér tæknisæðingu til barneigna. Árið 2008 var lögum breytt þannig að samkynhneigðar konur gátu keypt gjafasæði hjá tæknifrjóvgunarstöðinni Art Medica og árið 2009 bættust einhleypar konur í hópinn. Þórður Óskarsson, kvensjúkdómalæknir hjá Art Medica, segir að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi verið framkvæmdar 66 tæknisæðingar með gjafasæði og eru það í langflestum tilfellum einhleypar og samkynhneigðar konur. Árlega eru framkvæmdar um 450-600 tæknisæðingar á Art Medica. Þar af eru um 250 meðferðir með gjafasæði. „Einhleypar konur eru stækkandi hópur hér hjá okkur. Auðvitað hefur lagasetningin sitt að segja en hópur kvenna, sem ákveða að eignast barn einar, er líka stækkandi. Margar þeirra sem koma til okkar hafa einbeitt sér að starfsframa sínum og verið uppteknar í því. Svo vakna þær upp í kringum fertugt og þær sem hafa alltaf hugsað sér að eignast barn vita að þær þurfa að gera eitthvað í því á meðan það er hægt. Þá getur verið svolítið seint að rjúka til og finna einhvern mann.“ Langflestar einhleypar konur og samkynhneigð pör velja opinn sæðisgjafa. „Þá geta börnin fengið að vita hver sæðisgjafinn er við 18 ára aldur ef þau hafa sjálf frumkvæði að því. Gagnkynhneigð pör sem þurfa gjafasæði velja yfirleitt gjafa sem ekki má gefa upplýsingar um.“ Þegar tæknisæðing gengur ekki er boðið upp á glasafrjóvgun. Frá 2008 hafa samkynhneigðar konur farið í 93 meðferðir og einhleypar í 232 meðferðir frá árinu 2009. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Helen Breiðfjörð eignaðist dótturina Lillý Guðrúnu Breiðfjörð fyrir tveimur árum. Hún fékk gjafasæði og fór í meðferð hjá Art Medica. „Ég átti ekki mann, var að nálgast fertugt og ég vildi tryggja að ég myndi eignast barn. Ég hef alltaf séð fyrir mér að eignast börn og íhugaði lengi að ættleiða en fór svo þessa leið eftir lagabreytinguna sem gerði mér kleift að fara í meðferð á Íslandi.“ Helen segist ekki finna fyrir neinum fordómum en að margir séu forvitnir. „Ég er alveg ófeimin að tala um þetta og það vita allir að barnið á ekki pabba. Hún á fullt af föðurímyndum, til dæmis föður minn og bræður, en hún elst upp við að eiga ekki pabba. Ég hef fengið ófá símtöl frá forvitnum konum sem eru að íhuga að fara þessa leið.“ Helen ákvað að fá engar upplýsingar um sæðisgjafann. „Ég sá fyrir mér að það gætu orðið vonbrigði fyrir dótturina seinna meir enda ekki þannig að sæðisgjafinn fari í hlutverk föður. En auðvitað hugsa ég stundum hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun. Ég veit ekkert um manninn nema að hann er menntaður, hávaxinn og dökkhærður.“ Helen segir mikilvægt að hafa góðan stuðning þegar þessi leið er farin. „Það er mun meiri vinna að vera einn með barn en ég hafði gert mér grein fyrir enda eru engar pabbahelgar eða slíkt. Foreldrar mínir hafa aftur á móti stutt mig ótrúlega mikið og dóttirin á annað heimili hjá þeim, enda gæti ég ekki verið í minni vinnu ef ég fengi ekki þann stuðning. Það er gríðarlega mikilvægt að skoða stuðningsnetið í kringum sig áður en maður tekur ákvörðun um að ala einn upp barn.“Þórður Óskarsson, kvensjúkdómalæknir á Art Medica, segir einhleypar konur vera stækkandi hóp þeirra sem koma í meðferð á stöðinni.Aukist hefur til muna að einhleypar konur nýti sér tæknisæðingu til barneigna. Árið 2008 var lögum breytt þannig að samkynhneigðar konur gátu keypt gjafasæði hjá tæknifrjóvgunarstöðinni Art Medica og árið 2009 bættust einhleypar konur í hópinn. Þórður Óskarsson, kvensjúkdómalæknir hjá Art Medica, segir að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi verið framkvæmdar 66 tæknisæðingar með gjafasæði og eru það í langflestum tilfellum einhleypar og samkynhneigðar konur. Árlega eru framkvæmdar um 450-600 tæknisæðingar á Art Medica. Þar af eru um 250 meðferðir með gjafasæði. „Einhleypar konur eru stækkandi hópur hér hjá okkur. Auðvitað hefur lagasetningin sitt að segja en hópur kvenna, sem ákveða að eignast barn einar, er líka stækkandi. Margar þeirra sem koma til okkar hafa einbeitt sér að starfsframa sínum og verið uppteknar í því. Svo vakna þær upp í kringum fertugt og þær sem hafa alltaf hugsað sér að eignast barn vita að þær þurfa að gera eitthvað í því á meðan það er hægt. Þá getur verið svolítið seint að rjúka til og finna einhvern mann.“ Langflestar einhleypar konur og samkynhneigð pör velja opinn sæðisgjafa. „Þá geta börnin fengið að vita hver sæðisgjafinn er við 18 ára aldur ef þau hafa sjálf frumkvæði að því. Gagnkynhneigð pör sem þurfa gjafasæði velja yfirleitt gjafa sem ekki má gefa upplýsingar um.“ Þegar tæknisæðing gengur ekki er boðið upp á glasafrjóvgun. Frá 2008 hafa samkynhneigðar konur farið í 93 meðferðir og einhleypar í 232 meðferðir frá árinu 2009.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira