„Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. apríl 2014 11:06 Íbúar Óslóar gáfu Reykvíkingum fyrsta tréð árið 1951. VÍSIR/VALLI Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. Það hefur átt sinn stað á Austurvelli þar sem borgarbúar og aðrir íbúar landsins safnast saman þegar kveikt er á því fyrsta sunnudag í aðventu. Osloby.no greinir frá. Rúm sextíu ár eru síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf.„Við vorum bara að heyra af þessu“ Frægt er að kveikt var í Óslóartrénu í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sagði það til háborinnar skammar að mótmælendur brenndu tréð. Hann fór því til Óslóar fyrir jólin 2012 og felldi tréð sem sent var til Reykjavíkur sjálfur.Óslóartréð var brennt í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009.VÍSIR/ANTONHann sagði komu sína til athafnarinnar táknræna. Reykvíkingar tækju því ekki sem sjálfsögðum hlut að fá gefins fallegt jólatré um hver jól. Heldur væru borgarbúar þakklátir fyrir það og það vildi hann sýna i verki. Jón Gnarr fór aftur út fyrir síðustu jól til þess að fella tréð. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ segir Sigurður Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í samtali við Vísi. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Ósló hefur einnig gefið íbúum Rotterdam og London tré fyrir hver jól. Þeir stefna jafnframt á að hætta að senda tré til Rotterdam. Áfram verður þó sent tré til London. Talsmaður Óslóarborgar segir tréð sem sent er til London gegna mikilvægu hlutverki og að tréð sé tákn um vináttu Breta og Norðmanna. Allt verði gert til að halda í þá vináttu.Hafa flutt tréð án endurgjalds Tréð hefur hingað til verið flutt til Íslands eð flutningaskipi án endurgjalds. Nú vilji skipafélagið hins vegar fá greitt fyrir flutninginn. Ólafur William Hand, markaðs- og upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, fullyrti í samtali við RÚV að það sé ekki rétt. Eimskip hafi flutt tréð ókeypis í yfir sextíu ár. Reykjavíkurborg hafi borist reikningur fyrir flutningunum í fyrra, vegna misskilnings. Sá misskilningur hafi verið leiðréttur og reikningurinn afturkallaður. Ekki hafi verið farið fram á neina greiðslu. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. Það hefur átt sinn stað á Austurvelli þar sem borgarbúar og aðrir íbúar landsins safnast saman þegar kveikt er á því fyrsta sunnudag í aðventu. Osloby.no greinir frá. Rúm sextíu ár eru síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf.„Við vorum bara að heyra af þessu“ Frægt er að kveikt var í Óslóartrénu í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sagði það til háborinnar skammar að mótmælendur brenndu tréð. Hann fór því til Óslóar fyrir jólin 2012 og felldi tréð sem sent var til Reykjavíkur sjálfur.Óslóartréð var brennt í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009.VÍSIR/ANTONHann sagði komu sína til athafnarinnar táknræna. Reykvíkingar tækju því ekki sem sjálfsögðum hlut að fá gefins fallegt jólatré um hver jól. Heldur væru borgarbúar þakklátir fyrir það og það vildi hann sýna i verki. Jón Gnarr fór aftur út fyrir síðustu jól til þess að fella tréð. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ segir Sigurður Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í samtali við Vísi. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Ósló hefur einnig gefið íbúum Rotterdam og London tré fyrir hver jól. Þeir stefna jafnframt á að hætta að senda tré til Rotterdam. Áfram verður þó sent tré til London. Talsmaður Óslóarborgar segir tréð sem sent er til London gegna mikilvægu hlutverki og að tréð sé tákn um vináttu Breta og Norðmanna. Allt verði gert til að halda í þá vináttu.Hafa flutt tréð án endurgjalds Tréð hefur hingað til verið flutt til Íslands eð flutningaskipi án endurgjalds. Nú vilji skipafélagið hins vegar fá greitt fyrir flutninginn. Ólafur William Hand, markaðs- og upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, fullyrti í samtali við RÚV að það sé ekki rétt. Eimskip hafi flutt tréð ókeypis í yfir sextíu ár. Reykjavíkurborg hafi borist reikningur fyrir flutningunum í fyrra, vegna misskilnings. Sá misskilningur hafi verið leiðréttur og reikningurinn afturkallaður. Ekki hafi verið farið fram á neina greiðslu.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira