„Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. apríl 2014 11:06 Íbúar Óslóar gáfu Reykvíkingum fyrsta tréð árið 1951. VÍSIR/VALLI Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. Það hefur átt sinn stað á Austurvelli þar sem borgarbúar og aðrir íbúar landsins safnast saman þegar kveikt er á því fyrsta sunnudag í aðventu. Osloby.no greinir frá. Rúm sextíu ár eru síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf.„Við vorum bara að heyra af þessu“ Frægt er að kveikt var í Óslóartrénu í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sagði það til háborinnar skammar að mótmælendur brenndu tréð. Hann fór því til Óslóar fyrir jólin 2012 og felldi tréð sem sent var til Reykjavíkur sjálfur.Óslóartréð var brennt í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009.VÍSIR/ANTONHann sagði komu sína til athafnarinnar táknræna. Reykvíkingar tækju því ekki sem sjálfsögðum hlut að fá gefins fallegt jólatré um hver jól. Heldur væru borgarbúar þakklátir fyrir það og það vildi hann sýna i verki. Jón Gnarr fór aftur út fyrir síðustu jól til þess að fella tréð. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ segir Sigurður Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í samtali við Vísi. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Ósló hefur einnig gefið íbúum Rotterdam og London tré fyrir hver jól. Þeir stefna jafnframt á að hætta að senda tré til Rotterdam. Áfram verður þó sent tré til London. Talsmaður Óslóarborgar segir tréð sem sent er til London gegna mikilvægu hlutverki og að tréð sé tákn um vináttu Breta og Norðmanna. Allt verði gert til að halda í þá vináttu.Hafa flutt tréð án endurgjalds Tréð hefur hingað til verið flutt til Íslands eð flutningaskipi án endurgjalds. Nú vilji skipafélagið hins vegar fá greitt fyrir flutninginn. Ólafur William Hand, markaðs- og upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, fullyrti í samtali við RÚV að það sé ekki rétt. Eimskip hafi flutt tréð ókeypis í yfir sextíu ár. Reykjavíkurborg hafi borist reikningur fyrir flutningunum í fyrra, vegna misskilnings. Sá misskilningur hafi verið leiðréttur og reikningurinn afturkallaður. Ekki hafi verið farið fram á neina greiðslu. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. Það hefur átt sinn stað á Austurvelli þar sem borgarbúar og aðrir íbúar landsins safnast saman þegar kveikt er á því fyrsta sunnudag í aðventu. Osloby.no greinir frá. Rúm sextíu ár eru síðan íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf.„Við vorum bara að heyra af þessu“ Frægt er að kveikt var í Óslóartrénu í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sagði það til háborinnar skammar að mótmælendur brenndu tréð. Hann fór því til Óslóar fyrir jólin 2012 og felldi tréð sem sent var til Reykjavíkur sjálfur.Óslóartréð var brennt í Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009.VÍSIR/ANTONHann sagði komu sína til athafnarinnar táknræna. Reykvíkingar tækju því ekki sem sjálfsögðum hlut að fá gefins fallegt jólatré um hver jól. Heldur væru borgarbúar þakklátir fyrir það og það vildi hann sýna i verki. Jón Gnarr fór aftur út fyrir síðustu jól til þess að fella tréð. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ segir Sigurður Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í samtali við Vísi. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Ósló hefur einnig gefið íbúum Rotterdam og London tré fyrir hver jól. Þeir stefna jafnframt á að hætta að senda tré til Rotterdam. Áfram verður þó sent tré til London. Talsmaður Óslóarborgar segir tréð sem sent er til London gegna mikilvægu hlutverki og að tréð sé tákn um vináttu Breta og Norðmanna. Allt verði gert til að halda í þá vináttu.Hafa flutt tréð án endurgjalds Tréð hefur hingað til verið flutt til Íslands eð flutningaskipi án endurgjalds. Nú vilji skipafélagið hins vegar fá greitt fyrir flutninginn. Ólafur William Hand, markaðs- og upplýsingafulltrúi Eimskipafélags Íslands, fullyrti í samtali við RÚV að það sé ekki rétt. Eimskip hafi flutt tréð ókeypis í yfir sextíu ár. Reykjavíkurborg hafi borist reikningur fyrir flutningunum í fyrra, vegna misskilnings. Sá misskilningur hafi verið leiðréttur og reikningurinn afturkallaður. Ekki hafi verið farið fram á neina greiðslu.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira