Skiptar skoðanir á veiðigjöldum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. apríl 2014 16:52 vísir/gva/anton Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, undrast að lækkun veiðigjalda sé í forgangi hjá ríkisstjórninni. Hún telur að grípa þurfi til aðgerða útaf væntanlegum tekjumissi til að ná markmiðum um hallalaus fjárlög. „Mig langar að rifja upp fjárlagaumræðu sem var hér fyrir ekki svo mörgum mánuðum þar sem hækkaðar voru álögur á námsmenn til þess að ná markmiðum um hallalaus fjárlög. “ Hún nefnir hækkun komugjalda sem námu um 90 milljónum króna, álögur á námsmenn upp á 180 milljónir og 40 milljón króna niðurskurð á þróunaraðstoð. Hún minnist á orð Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningamálaráðherra, þar sem hann sagði að ekki þurfi að bregðast við fyrirsjáanlegu tekjutapi ríkissjóðs vegna lægri veiðigjalda. „Telur hæstvirtur ráðherra það virkilega ekki eftirsóknarvert markmið að auka hér jöfnuð, og er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin beiti aðgerðum sínum í þá veru í stað þess að auka hér misskiptingu?“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og beindi orðum sínum til fjármála- og efnahagsráðherra.Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að lækka veiðigjöldin, afkoma í greininni sé að versna og verð á erlendum markaði annað. Hann segir að með því að taka fjárfestingu frá útgerðinni sé í raun verið að fara þrjátíu ár aftur í tímann. „Við endum aftur með ríkisstyrktan búskap í sjávarútvegi á Íslandi og lengi var áður og frá þessu þarf að hverfa.“„Umræðan prinsipplaus“ Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöld var kynnt í síðustu viku. Veiðigjöldin koma til með að skila átta milljörðum í ríkissjóð. Þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins sýndu hagnað upp á 25 milljarða króna árið 2012, sem var metár í sjávarútvegi, en skiptar skoðanir eru á því hvort fyrirhuguð veiðigjöld séu of há eða lág. „Vandinn við vinstri flokkana þegar kemur að umræðu um veiðigjöld er að þeir líta á afkomu útgerðarinnar sem einhverja skúffu, einhvern pott sem hægt er að ganga í og skammta sér af,“ sagði Bjarni og segir umræðu af hálfu vinstri flokka prinsipplausa.Umfangsmikið verkefni framundan Áætlað er að veiðigjöld nemi 9,5 milljörðum króna á næsta fiskveiðiári, án tillits til frádráttarliða, og að gefnum forsendum um að heildaraflamagn verði um fimm hundruð og fimmtán þúsund þorskígildi. „Á þetta að vera þannig að menn ætla bara að skammta sér einhverri hlutdeild af hverju úthlutuðu þorskígildistonni alveg óháð því hvað er að koma út úr rekstri útgerðarinnar? Og segja: „þetta eigum við útaf því að við ætlum að nota það í hin ýmsu samfélagslegu verkefni.“ Umfangsmikið verkefni bíður þingmanna, fáir dagar eftir og málið sjálft umfangsmikið. Líkur eru á að kallað verði til sumarþings takist ekki að afgreiða frumvarpið á þeim dögum sem eftir eru. Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, undrast að lækkun veiðigjalda sé í forgangi hjá ríkisstjórninni. Hún telur að grípa þurfi til aðgerða útaf væntanlegum tekjumissi til að ná markmiðum um hallalaus fjárlög. „Mig langar að rifja upp fjárlagaumræðu sem var hér fyrir ekki svo mörgum mánuðum þar sem hækkaðar voru álögur á námsmenn til þess að ná markmiðum um hallalaus fjárlög. “ Hún nefnir hækkun komugjalda sem námu um 90 milljónum króna, álögur á námsmenn upp á 180 milljónir og 40 milljón króna niðurskurð á þróunaraðstoð. Hún minnist á orð Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningamálaráðherra, þar sem hann sagði að ekki þurfi að bregðast við fyrirsjáanlegu tekjutapi ríkissjóðs vegna lægri veiðigjalda. „Telur hæstvirtur ráðherra það virkilega ekki eftirsóknarvert markmið að auka hér jöfnuð, og er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin beiti aðgerðum sínum í þá veru í stað þess að auka hér misskiptingu?“ sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og beindi orðum sínum til fjármála- og efnahagsráðherra.Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að lækka veiðigjöldin, afkoma í greininni sé að versna og verð á erlendum markaði annað. Hann segir að með því að taka fjárfestingu frá útgerðinni sé í raun verið að fara þrjátíu ár aftur í tímann. „Við endum aftur með ríkisstyrktan búskap í sjávarútvegi á Íslandi og lengi var áður og frá þessu þarf að hverfa.“„Umræðan prinsipplaus“ Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á veiðigjöld var kynnt í síðustu viku. Veiðigjöldin koma til með að skila átta milljörðum í ríkissjóð. Þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins sýndu hagnað upp á 25 milljarða króna árið 2012, sem var metár í sjávarútvegi, en skiptar skoðanir eru á því hvort fyrirhuguð veiðigjöld séu of há eða lág. „Vandinn við vinstri flokkana þegar kemur að umræðu um veiðigjöld er að þeir líta á afkomu útgerðarinnar sem einhverja skúffu, einhvern pott sem hægt er að ganga í og skammta sér af,“ sagði Bjarni og segir umræðu af hálfu vinstri flokka prinsipplausa.Umfangsmikið verkefni framundan Áætlað er að veiðigjöld nemi 9,5 milljörðum króna á næsta fiskveiðiári, án tillits til frádráttarliða, og að gefnum forsendum um að heildaraflamagn verði um fimm hundruð og fimmtán þúsund þorskígildi. „Á þetta að vera þannig að menn ætla bara að skammta sér einhverri hlutdeild af hverju úthlutuðu þorskígildistonni alveg óháð því hvað er að koma út úr rekstri útgerðarinnar? Og segja: „þetta eigum við útaf því að við ætlum að nota það í hin ýmsu samfélagslegu verkefni.“ Umfangsmikið verkefni bíður þingmanna, fáir dagar eftir og málið sjálft umfangsmikið. Líkur eru á að kallað verði til sumarþings takist ekki að afgreiða frumvarpið á þeim dögum sem eftir eru.
Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira