Hef verið að semja tónlist frá því ég var krakki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 13:30 "Við vorum á fyrstu æfingu í gær með öllum hópnum, það var geysigaman,“ segir Sigurður. Vísir/Valli „Það er margt frábært listafólk sem tekur þátt í þessum tónleikum, einsöngvarar, kórar og hljóðfæraleikarar,“ segir Sigurður Bragason barítónsöngvari, sem efnir til tónleika í Langholtskirkju á laugardaginn klukkan 16. Hann nefnir til sögunnar Karlakórinn Fóstbræður, Vox feminae, Kvennakór Garðabæjar, Árnesingakórinn í Reykjavík, Flensborgarkórinn, Kammerkór Seltjarnarneskirkju og Kammerkór Reykjavíkur. Einnig einsöngvarana Kolbein J. Ketilsson, Elsu Waage, Jóhann Smára Sævarsson, Þóru Gylfadóttur, Gissur Pál Gissurarson og Önnu Jónsdóttur. „Við vorum með fyrstu æfinguna í gær með öllum hópnum, það var geysigaman. Allir kunnu sitt,“ segir Sigurður og getur þess að auk ofantalinna séu margir frábærir einsöngvarar innan kóranna. Tónleikarnir eru 60 ára afmælistónleikar Sigurðar og hann mun stjórna þar nýju verki eftir sig sem heitir Alfaðir, snertu við heims þessa hjarta“ við ljóð eftir Matthías Jochumsson. Verkið er tileinkað Félagi einhverfra barna og er samið fyrir barnaraddir, 300 manna blandaðan kór, fjóra einsöngvara og orgel. Það er Bjarni Þ. Jónatansson sem leikur á orgelið. Hver einsöngvari og kór flytja auk þess eitt lag eftir Sigurð, og ítölsk lög og íslensk þar fyrir utan. „Ég hef verið að semja alveg frá því ég var krakki, var hjá Jóni Ásgeirssyni og lærði tónsmíðar á Ítalíu um leið og sönginn,“ upplýsir Sigurður. Hann er lærður tónlistarkennari og kennir bæði einsöngvurum í Nýja tónlistarskólanum og börnum í grunnskólum. Hann segir alltaf eitt og eitt barn í bekkjunum hjá sér á einhverfurófinu og því beri hann hag þess hóps fyrir brjósti. „Það er svo magnað að sjá að þau börn sem hafa fengið rétta meðhöndlun við einhverfunni taka þátt í tónlist og öðru félagslífi, það er mikil breyting frá því sem áður var.“ Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það er margt frábært listafólk sem tekur þátt í þessum tónleikum, einsöngvarar, kórar og hljóðfæraleikarar,“ segir Sigurður Bragason barítónsöngvari, sem efnir til tónleika í Langholtskirkju á laugardaginn klukkan 16. Hann nefnir til sögunnar Karlakórinn Fóstbræður, Vox feminae, Kvennakór Garðabæjar, Árnesingakórinn í Reykjavík, Flensborgarkórinn, Kammerkór Seltjarnarneskirkju og Kammerkór Reykjavíkur. Einnig einsöngvarana Kolbein J. Ketilsson, Elsu Waage, Jóhann Smára Sævarsson, Þóru Gylfadóttur, Gissur Pál Gissurarson og Önnu Jónsdóttur. „Við vorum með fyrstu æfinguna í gær með öllum hópnum, það var geysigaman. Allir kunnu sitt,“ segir Sigurður og getur þess að auk ofantalinna séu margir frábærir einsöngvarar innan kóranna. Tónleikarnir eru 60 ára afmælistónleikar Sigurðar og hann mun stjórna þar nýju verki eftir sig sem heitir Alfaðir, snertu við heims þessa hjarta“ við ljóð eftir Matthías Jochumsson. Verkið er tileinkað Félagi einhverfra barna og er samið fyrir barnaraddir, 300 manna blandaðan kór, fjóra einsöngvara og orgel. Það er Bjarni Þ. Jónatansson sem leikur á orgelið. Hver einsöngvari og kór flytja auk þess eitt lag eftir Sigurð, og ítölsk lög og íslensk þar fyrir utan. „Ég hef verið að semja alveg frá því ég var krakki, var hjá Jóni Ásgeirssyni og lærði tónsmíðar á Ítalíu um leið og sönginn,“ upplýsir Sigurður. Hann er lærður tónlistarkennari og kennir bæði einsöngvurum í Nýja tónlistarskólanum og börnum í grunnskólum. Hann segir alltaf eitt og eitt barn í bekkjunum hjá sér á einhverfurófinu og því beri hann hag þess hóps fyrir brjósti. „Það er svo magnað að sjá að þau börn sem hafa fengið rétta meðhöndlun við einhverfunni taka þátt í tónlist og öðru félagslífi, það er mikil breyting frá því sem áður var.“
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira