Gunnar Nelson berst sinn fjórða UFC bardaga á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Zak Cummings. Vísir mun fylgja Gunnari vel eftir í aðdraganda bardagans líkt og síðast.
Þann 8. mars síðastliðinn sigraði Gunnar Nelson Rússann Omari Akhmedov eftir hengingu í fyrstu lotu. Í myndbandinu hér að ofan er skyggnst bakvið tjöldin síðustu dagana fyrir bardagann.
Vísir mun gera bardaga Gunnars góð skil en bein útsending frá bardaganum hefst kl 19 á Stöð 2 Sport á laugardaginn.
Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
