Sport

Forseti IOC: Það vinnur enginn ef HM í Katar verður á sama tíma og ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Bach er hér til hægri.
Thomas Bach er hér til hægri. Vísir/Getty
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, er viss um að Sepp Blatter, forseti FIFA, standi við orð sín og skelli ekki HM í fótbolta 2022 ofan í Vetrarólympíuleikana 2022.

HM í fótbolta í Katar getur ekki farið fram yfir sumarið vegna mikil hita í Katar og því þarf FIFA að finna nýjan tíma fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram að átta árum liðnum.

Það gæti orðið mjög erfitt að koma mótinu fyrir inn á miðju tímabilinu en matnefnd á vegum FIFA lagði til að mótið yrði í janúar og febrúar til að nýta að hluta til vetrarfríið sem er í mörgum deildum í Evrópu.

Það myndi hinsvegar þýða það að Vetrarólympíuleikar og HM í fótbolta þyrftu að keppa um athygli heimsins. Forseti FIFA var búinn að gefa loforð um að ÓL og HM yrðu aldrei á sama tíma en nú er óvissa um hvort Blatter geti hreinlega staðið við það.

„Það yrði mjög slæmt fyrir heimsáhorfið ef að þessir viðburðir færu fram á sama tíma því þeir væru þá að skipta með sér athyglinni," sagði Thomas Bach.

„Það yrði líka mjög erfitt fyrir styrktaraðila FIFA og styrktaraðila IOC að sætta sig við minna áhorf og á endanum myndi því enginn vinna," sagði Bach.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.