Þingkona Framsóknar tók með sér franska pylsu inn til landsins Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 12:07 Elsa Lára tók með sér franska pylsu heim úr fríinu. Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, tók með sér pylsu heim úr ferðalagi frá Frakklandi. Mörgum kynni að þykja þetta ekki vera stórmál en slíkt gæti verið ólöglegt, nema að pylsan hafi verið soðin. Á vef vef tollstjóra er sérstaklega tekið fram að óheimilt sé að flytja inn pylsur til landsins. Þar segir:„Almennt er skilyrði fyrir innflutningi kjötvara hvers konar að þær séu soðnar eða niðursoðnar. Reyking, söltun eða þurrkun án suðu er ekki fullnægjandi. Til dæmis er óheimilt að flytja inn beikon, pylsur (salami, spægipylsur og hvers konar reyktar ósoðnar pylsur), hamborgarhryggi, fugla, ósoðna mjólk og ósoðin egg.“ Nútíminn greindi frá málinu fyrr í dag. Í frétt á vefnum er bent á að Elsa Lára hafi birt myndir frá ferðalagi sínu á Facebook-síðu þar sem hún sagði: „Æðislegt, kom heim með einhverja pylsu, makkarónur, ost og súkkulaði. Hlakka til að hafa tíma til að njóta þess namm.“ Þá færslu má sjá hér neðst í fréttinni. Í samtali við aðila frá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli kom fram að einhver dæmi séu um að soðnar pylsur séu fluttar inn til landsins. Á vef Tollstjóra segir eftirfarandi: „Hafi ferðamaður grun um að eitthvað sem hann hefur meðferðis kunni að vera háð sérstökum innflutningsskilyrðum eða innflutningsbanni, ætti hann að framvísa því við tollgæslu að eigin frumkvæði.“Hér má sjá ummæli Elsu Láru á Facebook.Í frétt Nútímans eru ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um erlent kjöt rifjuð upp. Segir í fréttinni að innflutningur Elsu Láru á frönsku pylsunni sé kaldhæðnislegur þegar þau ummæli séu skoðuð. Í sumar var Sigrún, í samtali við Stöð 2, spurð út í skoðun sína á fyrirhugaðri komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands. Þar sagði hún að langlífi Íslendinga byggðist á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“ Hún var spurð um hvort að neytendur hér á landi ættu ekki að fá að dæma um það. Svar hennar var: „Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara.“ Sigmundur Davíð varaði við því að leggja sér erlenda kjötvöru til munns, þegar hann var viðmælandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði hann. Sigmundur, sem hefur áður rætt um sterakjöt erlendra verslanna, sagði í samtali við útvarpsmenn Bylgjunnar: „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki.“ Ekki náðist í Elsu Láru við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Elsu Láru og ummæli forystumanna Framsóknar um erlenda kjötvöru. Post by Elsa Lára Arnardóttir. Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, tók með sér pylsu heim úr ferðalagi frá Frakklandi. Mörgum kynni að þykja þetta ekki vera stórmál en slíkt gæti verið ólöglegt, nema að pylsan hafi verið soðin. Á vef vef tollstjóra er sérstaklega tekið fram að óheimilt sé að flytja inn pylsur til landsins. Þar segir:„Almennt er skilyrði fyrir innflutningi kjötvara hvers konar að þær séu soðnar eða niðursoðnar. Reyking, söltun eða þurrkun án suðu er ekki fullnægjandi. Til dæmis er óheimilt að flytja inn beikon, pylsur (salami, spægipylsur og hvers konar reyktar ósoðnar pylsur), hamborgarhryggi, fugla, ósoðna mjólk og ósoðin egg.“ Nútíminn greindi frá málinu fyrr í dag. Í frétt á vefnum er bent á að Elsa Lára hafi birt myndir frá ferðalagi sínu á Facebook-síðu þar sem hún sagði: „Æðislegt, kom heim með einhverja pylsu, makkarónur, ost og súkkulaði. Hlakka til að hafa tíma til að njóta þess namm.“ Þá færslu má sjá hér neðst í fréttinni. Í samtali við aðila frá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli kom fram að einhver dæmi séu um að soðnar pylsur séu fluttar inn til landsins. Á vef Tollstjóra segir eftirfarandi: „Hafi ferðamaður grun um að eitthvað sem hann hefur meðferðis kunni að vera háð sérstökum innflutningsskilyrðum eða innflutningsbanni, ætti hann að framvísa því við tollgæslu að eigin frumkvæði.“Hér má sjá ummæli Elsu Láru á Facebook.Í frétt Nútímans eru ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um erlent kjöt rifjuð upp. Segir í fréttinni að innflutningur Elsu Láru á frönsku pylsunni sé kaldhæðnislegur þegar þau ummæli séu skoðuð. Í sumar var Sigrún, í samtali við Stöð 2, spurð út í skoðun sína á fyrirhugaðri komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands. Þar sagði hún að langlífi Íslendinga byggðist á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“ Hún var spurð um hvort að neytendur hér á landi ættu ekki að fá að dæma um það. Svar hennar var: „Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara.“ Sigmundur Davíð varaði við því að leggja sér erlenda kjötvöru til munns, þegar hann var viðmælandi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði hann. Sigmundur, sem hefur áður rætt um sterakjöt erlendra verslanna, sagði í samtali við útvarpsmenn Bylgjunnar: „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki.“ Ekki náðist í Elsu Láru við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Elsu Láru og ummæli forystumanna Framsóknar um erlenda kjötvöru. Post by Elsa Lára Arnardóttir.
Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira