„Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2014 13:30 Beyoncé í leggings frá E-label til vinstri og Solange í kjól frá Ostwald Helgason til hægri. Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á Íslandi með eiginmanni sínum Jay Z, festi kaup á leggings frá íslenska tískumerkinu E-label í lok nóvember árið 2009. Beyoncé keypti flíkina, svokallaðar Heavy Metal leggings, í verslun Topshop í London. „Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," sagði Ásta Kristjánsdóttir í samtali við Vísi á þessum tíma en hún rak E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur.Beyoncé á kynningarmynd fyrir haustlínu Dereon árið 2010.Ásta og Heba voru ekki jafn ánægðar í ágúst ári síðar þegar Beyoncé afhjúpaði haustlínu tískumerkis síns, Dereon. Þar sást söngkonan skarta leggings sem voru ískyggilega líkar legginsbuxunum sem hún keypti frá E-label. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste," sagði Heba í viðtali við Vísi.Þá vakti litla systir Beyoncé, Solange Knowles, verðskuldaða athygli á viðburði í Hollywood í fyrra þegar hún klæddist kjól úr smiðju Ostwald Helgason en það hönnunartvíeyki er skipað Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Má því ætla að þær systur séu afar hrifnar af íslenskri hönnun. Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á Íslandi með eiginmanni sínum Jay Z, festi kaup á leggings frá íslenska tískumerkinu E-label í lok nóvember árið 2009. Beyoncé keypti flíkina, svokallaðar Heavy Metal leggings, í verslun Topshop í London. „Við urðum auðvitað mjög ánægðar enda mikill heiður fyrir merkið. Þau sögðu okkur að hún hefði mætt þangað með nokkra lífverði með sér og halarófu af æstum aðdáendum. Verslunarstjórinn bauðst til að loka versluninni fyrir hana en hún afþakkaði það," sagði Ásta Kristjánsdóttir í samtali við Vísi á þessum tíma en hún rak E-label ásamt Hebu Hallgrímsdóttur.Beyoncé á kynningarmynd fyrir haustlínu Dereon árið 2010.Ásta og Heba voru ekki jafn ánægðar í ágúst ári síðar þegar Beyoncé afhjúpaði haustlínu tískumerkis síns, Dereon. Þar sást söngkonan skarta leggings sem voru ískyggilega líkar legginsbuxunum sem hún keypti frá E-label. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste," sagði Heba í viðtali við Vísi.Þá vakti litla systir Beyoncé, Solange Knowles, verðskuldaða athygli á viðburði í Hollywood í fyrra þegar hún klæddist kjól úr smiðju Ostwald Helgason en það hönnunartvíeyki er skipað Ingvari Helgasyni og Susanne Ostwald. Má því ætla að þær systur séu afar hrifnar af íslenskri hönnun.
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning