Fyrsti Þjóðverjinn sem skorar í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 17:30 Markus Kuhn var ánægður með snertimarkið. Vísir/Getty Varnartröllið Markus Kuhn skráði nafn sitt í sögubækurnar í NFL-deildinni með því að verða fyrsti Þjóðverjinn sem skorar snertimark í deildinni. Kuhn er 28 ára varnarmaður sem skoraði fyrir lið sitt, New York Giants, í leik gegn Tennessee Titans í gærkvöldi. Giants vann stórsigur, 36-7. Kuhn var fljótur að átta sig eftir að Zach Mettenberger, leikstjórnandi Titans, missti boltann þegar hann ætlaði að kasta honum frá sér. Kuhn hirti boltann og skoraði sitt fyrsta snertimark á ferlinum. „Ég náði í boltann og hugsaði bara „vá - ég verð að hlaupa“. Þetta var fyrsta snertimarkið mitt í Bandaríkjunum - ég skoraði aldrei í háskóla,“ sagði Kuhn. Kuhn var fjórtán ára þegar hann mætti á sína fyrstu ruðningsæfingu í Þýskalandi. Hann byrjaði að spila með Weinheim Longhorns í þýsku deildinni þar sem hann vakti eftirtekt háskólaliða í Bandaríkjunum. Hann hélt svo vestur um haf árið 2007 og spilaði í fögur ár með North Carolina State, áður en hann var valinn af Giants í nýliðavalinu árið 2012. Nokkrir erlendir leikmenn spila í NFL-deildinni og í gegnum tíðina hafa nokkrir Þjóðverjar komist í lið - flestir sparkarar eða varnarmenn og fengu því sjaldnast tækifæri til að skora snertimark líkt og Kuhn gerði um helgina.Always dreamed of doing that one day! #unbelievable #giants #touchdown http://t.co/tW80lfCc38— Markus Kuhn (@themarkuskuhn) December 8, 2014 NFL Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
Varnartröllið Markus Kuhn skráði nafn sitt í sögubækurnar í NFL-deildinni með því að verða fyrsti Þjóðverjinn sem skorar snertimark í deildinni. Kuhn er 28 ára varnarmaður sem skoraði fyrir lið sitt, New York Giants, í leik gegn Tennessee Titans í gærkvöldi. Giants vann stórsigur, 36-7. Kuhn var fljótur að átta sig eftir að Zach Mettenberger, leikstjórnandi Titans, missti boltann þegar hann ætlaði að kasta honum frá sér. Kuhn hirti boltann og skoraði sitt fyrsta snertimark á ferlinum. „Ég náði í boltann og hugsaði bara „vá - ég verð að hlaupa“. Þetta var fyrsta snertimarkið mitt í Bandaríkjunum - ég skoraði aldrei í háskóla,“ sagði Kuhn. Kuhn var fjórtán ára þegar hann mætti á sína fyrstu ruðningsæfingu í Þýskalandi. Hann byrjaði að spila með Weinheim Longhorns í þýsku deildinni þar sem hann vakti eftirtekt háskólaliða í Bandaríkjunum. Hann hélt svo vestur um haf árið 2007 og spilaði í fögur ár með North Carolina State, áður en hann var valinn af Giants í nýliðavalinu árið 2012. Nokkrir erlendir leikmenn spila í NFL-deildinni og í gegnum tíðina hafa nokkrir Þjóðverjar komist í lið - flestir sparkarar eða varnarmenn og fengu því sjaldnast tækifæri til að skora snertimark líkt og Kuhn gerði um helgina.Always dreamed of doing that one day! #unbelievable #giants #touchdown http://t.co/tW80lfCc38— Markus Kuhn (@themarkuskuhn) December 8, 2014
NFL Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira