Þau eru jafngömul Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 14:30 Aldur er afstæður eins og einhver segir og oft á tíðum er nær ómögulegt að giska á aldur fólks - enda kæra margir sig alls ekki um það. Lífið fór á stúfana og fann nokkra þjóðþekkta Íslendinga sem eru jafngamlir öðrum þjóðþekktum Íslendingum og niðurstöðurnar komu oft á tíðum mjög á óvart.Helgi Seljan og Ásdís RánFædd árið 1979 Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan og Ísdrottningin Ásdís Rán eru jafngömul en hafa farið talsvert mismunandi leiðir í lífinu. Helgi hefur löngum þótt skeleggur fréttamaður í Kastljósinu en Ásdís hefur sigrað heiminn með útlitið að vopni í fyrirsætubransanum.Hildur Lilliendahl og Ragnhildur Steinunn JónsdóttirFæddar árið 1981 Á því herrans árið 1981 komu kvenskörungurinn Hildur Lilliendahl og sjónvarpsstjarnan Ragnhildur Steinunn í heiminn. Þær eru afar ólíkar og hefði maður haldið að einhver ár væru á milli þeirra.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sölvi BlöndalFæddir árið 1975 Hverjum hefði dottið í hug að forsætisráðherra vor væri jafngamall og einn farsælasti tónlistarmaður landsins? Ef að hlutirnir hefðu æxlast öðruvísi í den hefði Sigmundur kannski getað fengið að komast að í rappsveit Sölva, Quarashi?Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Pétur MarteinssonFædd árið 1973 Sveinbjörg Birna hefur verið afar umdeild síðustu mánuði og aldrei fer lítið fyrir Pétri Marteinssyni enda með mörg járn í eldinum eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna.Auðunn Blöndal og Þórdís Elva ÞorvaldsdóttirFædd árið 1980 Margir kenna Auðunn Blöndal, eða Audda Blö, við grín og glens en Þórdísi Elvu við talsvert alvarlegri málefni. Þau eru jafngömul.Bjarni Benediktsson og Björn JörundurFæddir árið 1970 Stjórnmálamaðurinn og popparinn eru báðir dökkhærðir en annað sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir eru báðir fæddir árið 1970.Ásgeir Trausti og Logi PedroFæddir árið 1992 Þeir eru ungir, fæddir árið 1992, og hafa báðir gert það gífurlega gott í tónlistarbransanum. Þeir eru Ásgeir Trausti og Logi Pedro úr Retro Stefson.Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Eiður Smári GuðjohnsenFædd árið 1978 Rikka og Eiður hugsa bæði afar vel um heilsuna og það kemur því ekki mikið á óvart að þau séu fædd sama ár - 1978.Dóra Takefusa og Fjölnir ÞorgeirssonFædd árið 1971 Þau bera aldurinn vel þessi tvö og virðast bara yngjast með hverju árinu sem líður. Jafngömul og alltaf með nóg fyrir stafni.Gunnar Nelson og Friðrik DórFæddir árið 1988 Bardagakappinn og tónlistarmaðurinn eiga kannski ekki margt sameiginlegt fyrir utan það að þeir komu báðir í heiminn árið 1988, foreldrum sínum til mikillar ánægju.Gylfi Þór Sigurðsson og Nanna BryndísFædd árið 1989 Fótboltamaðurinn og Of Monsters and Men-söngkonan eru bæði afar ung en hafa þrátt fyrir ungan aldur náð heimsfrægð. Þau hafa greinilega fæðst undir heillastjörnu það góða ár 1989.Sverrir Þór Sverrisson og Marta María JónasdóttirFædd árið 1977 Sverrir gengur í daglegu tali undir nafninu Sveppi og elskar fátt meira en að gleðja og grínast. Marta María stendur vaktina á Smartlandinu þar sem hún reynir að miðla fróðleik en þau Sveppi eru jafngömul.Vala Grand og Elma StefaníaFæddar árið 1986 Elma Stefanía er ein skærasta stjarnan í íslensku leikhúsi um þessar mundir og Vala Grand hefur komið víða við á síðustu árum. Þessar tvær, glæsilegu konur eru fæddar sama ár.Tobba Marinós og Björn BragiFædd árið 1984 Þeir sem fæddir eru árið 1984 hafa kannski fengið grínið í vöggugjöf því bæði Tobba og Björn Bragi þykja gríðarlega fyndin. Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Aldur er afstæður eins og einhver segir og oft á tíðum er nær ómögulegt að giska á aldur fólks - enda kæra margir sig alls ekki um það. Lífið fór á stúfana og fann nokkra þjóðþekkta Íslendinga sem eru jafngamlir öðrum þjóðþekktum Íslendingum og niðurstöðurnar komu oft á tíðum mjög á óvart.Helgi Seljan og Ásdís RánFædd árið 1979 Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan og Ísdrottningin Ásdís Rán eru jafngömul en hafa farið talsvert mismunandi leiðir í lífinu. Helgi hefur löngum þótt skeleggur fréttamaður í Kastljósinu en Ásdís hefur sigrað heiminn með útlitið að vopni í fyrirsætubransanum.Hildur Lilliendahl og Ragnhildur Steinunn JónsdóttirFæddar árið 1981 Á því herrans árið 1981 komu kvenskörungurinn Hildur Lilliendahl og sjónvarpsstjarnan Ragnhildur Steinunn í heiminn. Þær eru afar ólíkar og hefði maður haldið að einhver ár væru á milli þeirra.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sölvi BlöndalFæddir árið 1975 Hverjum hefði dottið í hug að forsætisráðherra vor væri jafngamall og einn farsælasti tónlistarmaður landsins? Ef að hlutirnir hefðu æxlast öðruvísi í den hefði Sigmundur kannski getað fengið að komast að í rappsveit Sölva, Quarashi?Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Pétur MarteinssonFædd árið 1973 Sveinbjörg Birna hefur verið afar umdeild síðustu mánuði og aldrei fer lítið fyrir Pétri Marteinssyni enda með mörg járn í eldinum eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna.Auðunn Blöndal og Þórdís Elva ÞorvaldsdóttirFædd árið 1980 Margir kenna Auðunn Blöndal, eða Audda Blö, við grín og glens en Þórdísi Elvu við talsvert alvarlegri málefni. Þau eru jafngömul.Bjarni Benediktsson og Björn JörundurFæddir árið 1970 Stjórnmálamaðurinn og popparinn eru báðir dökkhærðir en annað sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir eru báðir fæddir árið 1970.Ásgeir Trausti og Logi PedroFæddir árið 1992 Þeir eru ungir, fæddir árið 1992, og hafa báðir gert það gífurlega gott í tónlistarbransanum. Þeir eru Ásgeir Trausti og Logi Pedro úr Retro Stefson.Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Eiður Smári GuðjohnsenFædd árið 1978 Rikka og Eiður hugsa bæði afar vel um heilsuna og það kemur því ekki mikið á óvart að þau séu fædd sama ár - 1978.Dóra Takefusa og Fjölnir ÞorgeirssonFædd árið 1971 Þau bera aldurinn vel þessi tvö og virðast bara yngjast með hverju árinu sem líður. Jafngömul og alltaf með nóg fyrir stafni.Gunnar Nelson og Friðrik DórFæddir árið 1988 Bardagakappinn og tónlistarmaðurinn eiga kannski ekki margt sameiginlegt fyrir utan það að þeir komu báðir í heiminn árið 1988, foreldrum sínum til mikillar ánægju.Gylfi Þór Sigurðsson og Nanna BryndísFædd árið 1989 Fótboltamaðurinn og Of Monsters and Men-söngkonan eru bæði afar ung en hafa þrátt fyrir ungan aldur náð heimsfrægð. Þau hafa greinilega fæðst undir heillastjörnu það góða ár 1989.Sverrir Þór Sverrisson og Marta María JónasdóttirFædd árið 1977 Sverrir gengur í daglegu tali undir nafninu Sveppi og elskar fátt meira en að gleðja og grínast. Marta María stendur vaktina á Smartlandinu þar sem hún reynir að miðla fróðleik en þau Sveppi eru jafngömul.Vala Grand og Elma StefaníaFæddar árið 1986 Elma Stefanía er ein skærasta stjarnan í íslensku leikhúsi um þessar mundir og Vala Grand hefur komið víða við á síðustu árum. Þessar tvær, glæsilegu konur eru fæddar sama ár.Tobba Marinós og Björn BragiFædd árið 1984 Þeir sem fæddir eru árið 1984 hafa kannski fengið grínið í vöggugjöf því bæði Tobba og Björn Bragi þykja gríðarlega fyndin.
Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira