"Ég hika ekki við að nota börnin í auglýsingar“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 13:15 „Ég var að hlusta á fyrstu mixin af plötunni og hann vildi ólmur fá að prófa líka,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson. Hann birti sæta mynd af syni sínum, Jóni Tryggva, á Facebook-síðu sinni í gær þar sem litli snáðinn sést hlusta á væntanlega plötu föður síns. „Ég hika ekki við að nota börnin í auglýsingar,“ segir Jón og hlær og bætir við að sonurinn sé afar hrifinn af tónlistarhæfileikum pabba sín. „Hann er mikill stuðningsmaður minn. Þegar Eyjalagið var sem mest í spilun í sumar var ég í Evrópuferð með FH og honum fannst gott að heyra pabba sinn í útvarpinu þegar hann saknaði hans.“ Jón er í þessum töluðu orðum að leggja lokahönd á nýja plötu sem hann skilar af sér til Senu á morgun. „Hún kemur út í lok nóvember - 20. og eitthvað,“ segir Jón en platan er eilítið frábrugðin síðustu plötu Jóns, Wait for Fate, sem kom út árið 2011. „Lögin eru örlítið angurværari og á íslensku líka. Það er tvistið í þessu öllu saman. Það er mikil áskorun að syngja á íslensku en flest laganna á plötunni voru tilbúin með enskum texta. Svo í byrjun hausts kom upp þessi hugmynd að hafa hana á íslensku. Ég er ofboðslega ánægður með að hafa gert það. Þetta er eiginlega sjálfstætt framhald þess að ég er búinn að vera að syngja á íslensku með Ragga Bjarna, Björgvini Halldórssyni og svo var Eyjalagið á íslensku. Það var gaman að taka þetta alla leið,“ segir Jón. „Öll lögin á plötunni eru lög sem flestir hafa ekki heyrt. En það er aldrei að vita nema maður láti þekktari lög fylgja með sem aukalög. Lög sem ég hef gefið út sem smáskífur undanfarið en hafa ekki fengið húsaskjól neins staðar á neinni plötu. Þau mega gista á sófanum á þessari,“ bætir Jón við.Jón sagði nýverið í spjallþættinum Loga að hann væri í því núna að rifta útgáfusamningi við plöturisann Sony. Hann segist þó ekki útiloka landvinninga erlendis. „Það er bara bónus ef eitthvað gerist. Ef einhver hringir frá útlöndum þá skelli ég ekki á viðkomandi. En það var löngu kominn tími á að ég sendi eitthvað frá mér og það er hvergi betra að gera það en á sínum heimamarkaði þar sem manni hefur verið tekið með opnum örmum hingað til. Nú er enn þá skemmtilegra að koma alla leið heim, fyrst ég er að slútta þessu hjá Sony, en platan mun einmitt bera titilinn Heim.“ Post by Jon Jonsson. Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„Ég var að hlusta á fyrstu mixin af plötunni og hann vildi ólmur fá að prófa líka,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson. Hann birti sæta mynd af syni sínum, Jóni Tryggva, á Facebook-síðu sinni í gær þar sem litli snáðinn sést hlusta á væntanlega plötu föður síns. „Ég hika ekki við að nota börnin í auglýsingar,“ segir Jón og hlær og bætir við að sonurinn sé afar hrifinn af tónlistarhæfileikum pabba sín. „Hann er mikill stuðningsmaður minn. Þegar Eyjalagið var sem mest í spilun í sumar var ég í Evrópuferð með FH og honum fannst gott að heyra pabba sinn í útvarpinu þegar hann saknaði hans.“ Jón er í þessum töluðu orðum að leggja lokahönd á nýja plötu sem hann skilar af sér til Senu á morgun. „Hún kemur út í lok nóvember - 20. og eitthvað,“ segir Jón en platan er eilítið frábrugðin síðustu plötu Jóns, Wait for Fate, sem kom út árið 2011. „Lögin eru örlítið angurværari og á íslensku líka. Það er tvistið í þessu öllu saman. Það er mikil áskorun að syngja á íslensku en flest laganna á plötunni voru tilbúin með enskum texta. Svo í byrjun hausts kom upp þessi hugmynd að hafa hana á íslensku. Ég er ofboðslega ánægður með að hafa gert það. Þetta er eiginlega sjálfstætt framhald þess að ég er búinn að vera að syngja á íslensku með Ragga Bjarna, Björgvini Halldórssyni og svo var Eyjalagið á íslensku. Það var gaman að taka þetta alla leið,“ segir Jón. „Öll lögin á plötunni eru lög sem flestir hafa ekki heyrt. En það er aldrei að vita nema maður láti þekktari lög fylgja með sem aukalög. Lög sem ég hef gefið út sem smáskífur undanfarið en hafa ekki fengið húsaskjól neins staðar á neinni plötu. Þau mega gista á sófanum á þessari,“ bætir Jón við.Jón sagði nýverið í spjallþættinum Loga að hann væri í því núna að rifta útgáfusamningi við plöturisann Sony. Hann segist þó ekki útiloka landvinninga erlendis. „Það er bara bónus ef eitthvað gerist. Ef einhver hringir frá útlöndum þá skelli ég ekki á viðkomandi. En það var löngu kominn tími á að ég sendi eitthvað frá mér og það er hvergi betra að gera það en á sínum heimamarkaði þar sem manni hefur verið tekið með opnum örmum hingað til. Nú er enn þá skemmtilegra að koma alla leið heim, fyrst ég er að slútta þessu hjá Sony, en platan mun einmitt bera titilinn Heim.“ Post by Jon Jonsson.
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira