Fjórða M-ið á Landspítala: Mýs í húsi húð- og kynsjúkdómadeildar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 14:18 Ekki liggur fyrir hvernig mýsnar komust inn í hús húð-og kynsjúkdómadeildar en þær komust aldrei inn á deildina sjálfar þar sem sjúklingar eru. „Þetta er nú sem betur fer ekki algengt,“ segir Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans aðspurður um mýs sem voru í húsnæði húð-og kynsjúkdómadeildar. „Það var ein mús veidd núna fyrir um þremur dögum og svo var annað tilfelli í húsinu fyrir um tveimur mánuðum síðan. Í hvorugt skiptið komust mýsnar samt inn á deildina sjálfa þar sem sjúklingar eru,“ segir Aðalsteinn. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig mýsnar komust inn; hvort það hafi verið í gegnum opnar dyr, lausa klæðningu eða eitthvað annað. Aðalsteinn segir nú sé verið að yfirfara húsið til að sjá hvort og þá hvar mýsnar hafi getað komist inn. Húð-og kynsjúkdómadeild stendur í gömlu timburhúsi austan megin á lóð Landspítalans í Fossvogi. Þar var áður trésmíðaverkstæði og saumastofa og var húsið ekki byggt til að vera í notkun í áratugi, eins og það hefur nú verið. „Þetta er í rauninni bráðabirgðahúsnæði sem var byggt til að standa í nokkur ár. Það er ef til vill ekki nógu þétt eða nógu vel einangrað, og þá er auðvitað ákveðin hætta á að mýs komist inn. Svo stendur húsið auðvitað við grænt svæði hérna í Fossvoginum og það er auðvitað alþekkt að mýs leita inn í hlýjuna þegar hausta tekur.“ Aðalsteinn ítrekar þó að þetta gerist ekki oft en hafi þekkst af og til í gegnum árin, sérstaklega í þeim húsum spítalans sem standa við græn svæði.Mauraeitrið lofar góðu Aðspurður um hvernig gangi að ráða að niðurlögum faraó-mauranna, sem gerðu sig heimakomna í einu af húsum spítalans á Hringbraut, segir Aðalsteinn það ganga vel: „Það var eitrað fyrir þeim aðfaranótt sunnudags og eitrið lofar góðu. Það er farið á hverju kvöldi og svæðið vaktað til að fylgjast með hvernig eitrið virkar. Sums staðar eru maurarnir alveg horfnir og annars staðar sjást nokkrir enn. Okkur er sagt að maurarnir geti lifað í allt að 2-3 mánuði svo við verðum að vakta svæðið að minnsta kosti næstu tvo mánuði.“ Þá bætir Aðalsteinn að kannað hafi verið með maura á öðrum deildum spítalans við Hringbraut og enginn staðfest tilfelli komið upp. Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
„Þetta er nú sem betur fer ekki algengt,“ segir Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans aðspurður um mýs sem voru í húsnæði húð-og kynsjúkdómadeildar. „Það var ein mús veidd núna fyrir um þremur dögum og svo var annað tilfelli í húsinu fyrir um tveimur mánuðum síðan. Í hvorugt skiptið komust mýsnar samt inn á deildina sjálfa þar sem sjúklingar eru,“ segir Aðalsteinn. Hann segir ekki liggja fyrir hvernig mýsnar komust inn; hvort það hafi verið í gegnum opnar dyr, lausa klæðningu eða eitthvað annað. Aðalsteinn segir nú sé verið að yfirfara húsið til að sjá hvort og þá hvar mýsnar hafi getað komist inn. Húð-og kynsjúkdómadeild stendur í gömlu timburhúsi austan megin á lóð Landspítalans í Fossvogi. Þar var áður trésmíðaverkstæði og saumastofa og var húsið ekki byggt til að vera í notkun í áratugi, eins og það hefur nú verið. „Þetta er í rauninni bráðabirgðahúsnæði sem var byggt til að standa í nokkur ár. Það er ef til vill ekki nógu þétt eða nógu vel einangrað, og þá er auðvitað ákveðin hætta á að mýs komist inn. Svo stendur húsið auðvitað við grænt svæði hérna í Fossvoginum og það er auðvitað alþekkt að mýs leita inn í hlýjuna þegar hausta tekur.“ Aðalsteinn ítrekar þó að þetta gerist ekki oft en hafi þekkst af og til í gegnum árin, sérstaklega í þeim húsum spítalans sem standa við græn svæði.Mauraeitrið lofar góðu Aðspurður um hvernig gangi að ráða að niðurlögum faraó-mauranna, sem gerðu sig heimakomna í einu af húsum spítalans á Hringbraut, segir Aðalsteinn það ganga vel: „Það var eitrað fyrir þeim aðfaranótt sunnudags og eitrið lofar góðu. Það er farið á hverju kvöldi og svæðið vaktað til að fylgjast með hvernig eitrið virkar. Sums staðar eru maurarnir alveg horfnir og annars staðar sjást nokkrir enn. Okkur er sagt að maurarnir geti lifað í allt að 2-3 mánuði svo við verðum að vakta svæðið að minnsta kosti næstu tvo mánuði.“ Þá bætir Aðalsteinn að kannað hafi verið með maura á öðrum deildum spítalans við Hringbraut og enginn staðfest tilfelli komið upp.
Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12
M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir, segir aðstöðuna á Landspítalanum síst til þess fallna að lokka lækna heim sem farið hafa erlendis til náms og starfa. 5. nóvember 2014 14:27