Fékk nóg af ruðningi og hvarf út í buskann 30. október 2014 15:00 Kitterman er hér annar frá vinstri. Stjúpsonurinn er lengst til hægri. Saga áhorfandans sem hvarf á NFL-leik síðasta fimmtudag er ein sú furðulegasta sem hefur heyrst lengi. Maðurinn er kominn í leitirnar, heill á húfi. Maðurinn heitir Paul Kitterman og fékk óvænt miða á leik Denver Broncos og San Diego Chargers. Hann býr talsvert í burtu en lét sig hafa það að fara á völlinn með stjúpsyni sínum og tveimur öðrum ættingjum. Fór vel á með þeim á leiknum. Strákarnir fengu sér nokkra öllara og allir hressir. Það er að segja þar til Kitterman gufaði upp og stjúpsonurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann væri. Kitterman var ekki með síma þannig að ekki náðist í hann. Upphófst allsherjar leit að manninum og var meðal annars leitað á öllum leikvangnum. Lýst var eftir honum á landsvísu í helstu fjölmiðlum en án árangurs. Menn voru ráðþrota. Fimm dögum eftir hvarfið dúkkar Kitterman óvænt upp. Hann fannst þá á bílastæði Hjálpræðishersins í bænum Pueblo sem er tæpum 200 kílómetrum frá vellinum. Þegar maðurinn var spurður út í hvarfið sagðist hann einfaldlega hafa fengið nóg af ruðningi og því ákveðið að labba burt. Hann hefur gaman af því að labba og vildi komast á heitari stað. Hann labbaði því suður. Kitterman sá þó enga ástæðu til þess að láta vita af sér og hafði ekki hugmynd um að verið væri að leita að honum. Hann hafði ekkert horft á sjónvarp. Hann var ansi þreyttur er hann fannst og átti erfitt með að labba. Að öðru leyti var hann heill heilsu. Kitterman verður ekki kærður fyrir neitt. „Þetta er fullorðinn maður. Hann má gera það sem hann vill og hann braut ekki nein lög," sagði lögreglan. Fjölskyldan telur að hann hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli. Hann var með lítinn pening á sér og svaf í runnum á leið sinni í hitann. Kitterman slakar nú á og safnar kröftum eftir þessa ævintýraför. NFL Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Sjá meira
Saga áhorfandans sem hvarf á NFL-leik síðasta fimmtudag er ein sú furðulegasta sem hefur heyrst lengi. Maðurinn er kominn í leitirnar, heill á húfi. Maðurinn heitir Paul Kitterman og fékk óvænt miða á leik Denver Broncos og San Diego Chargers. Hann býr talsvert í burtu en lét sig hafa það að fara á völlinn með stjúpsyni sínum og tveimur öðrum ættingjum. Fór vel á með þeim á leiknum. Strákarnir fengu sér nokkra öllara og allir hressir. Það er að segja þar til Kitterman gufaði upp og stjúpsonurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann væri. Kitterman var ekki með síma þannig að ekki náðist í hann. Upphófst allsherjar leit að manninum og var meðal annars leitað á öllum leikvangnum. Lýst var eftir honum á landsvísu í helstu fjölmiðlum en án árangurs. Menn voru ráðþrota. Fimm dögum eftir hvarfið dúkkar Kitterman óvænt upp. Hann fannst þá á bílastæði Hjálpræðishersins í bænum Pueblo sem er tæpum 200 kílómetrum frá vellinum. Þegar maðurinn var spurður út í hvarfið sagðist hann einfaldlega hafa fengið nóg af ruðningi og því ákveðið að labba burt. Hann hefur gaman af því að labba og vildi komast á heitari stað. Hann labbaði því suður. Kitterman sá þó enga ástæðu til þess að láta vita af sér og hafði ekki hugmynd um að verið væri að leita að honum. Hann hafði ekkert horft á sjónvarp. Hann var ansi þreyttur er hann fannst og átti erfitt með að labba. Að öðru leyti var hann heill heilsu. Kitterman verður ekki kærður fyrir neitt. „Þetta er fullorðinn maður. Hann má gera það sem hann vill og hann braut ekki nein lög," sagði lögreglan. Fjölskyldan telur að hann hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli. Hann var með lítinn pening á sér og svaf í runnum á leið sinni í hitann. Kitterman slakar nú á og safnar kröftum eftir þessa ævintýraför.
NFL Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Sjá meira