Hverfandi líkur á að fólk veikist af sushi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2014 19:42 "Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni. vísir/getty/stefán Röntgenmyndir af manni sem undirlagður var bandormum hafa gengið logandi ljósi um netheima að undanförnu. Fjölmargir fréttamiðlar greindu frá málinu, en fullyrt var að maðurinn hefði borðað yfir sig af sushi og sashimi. Málið hefur vakið gríðar mikla athygli um heim allan, meðal annars á Íslandi, en fréttin var ekki á rökum reist.Myndirnar eru vissulega sannar en bandormarnir smituðust ekki með sushiáti. Myndirnar voru teknar af 74 ára kínverskum karlmanni sem hafði miklar mætur á hráu svína- og nautakjöti. Í kjölfarið sýktist maðurinn af svínabandormum sem olli því að blöðrur mynduðust víða um líkama hans. Sif Traustadóttir dýralæknir segir sýkingar sem þessar afar sjaldgæfar, sér í lagi á Vesturlöndunum.Sif Traustadóttir, dýralæknir.vísir/aðsend„Það heyrir til algjörra undantekninga að fólk smitist af þessu og hér á Vesturlöndum er þetta nær óþekkt. Þetta er extreme tilfelli. Maðurinn virðist hafa borðað hrátt svínakjöt í fleiri fleiri ár. Dílarnir á myndinni skýrast af blöðrum myndast í vefjum þegar lirfurnar skríða út úr meltingarveginum en þetta er algjörlega einstakt tilfelli," segir Sif í samtali við Vísi. Ekki eitt einasta tilvik á 14 árum Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni, segir fréttir sem þessar algengar en þó sjaldnast sannar. Strangar reglur gildi um matreiðslu sushi hér á landi og sem og annars staðar í heiminum. Fiskurinn þurfi að vera vottaður af yfirdýralækni og því litlar sem engar líkur séu á að fólk sýkist af einhvers konar sníkjudýrum. „Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi. Fólk þurfi því ekkert að óttast. Tengdar fréttir Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Röntgenmyndir af manni sem undirlagður var bandormum hafa gengið logandi ljósi um netheima að undanförnu. Fjölmargir fréttamiðlar greindu frá málinu, en fullyrt var að maðurinn hefði borðað yfir sig af sushi og sashimi. Málið hefur vakið gríðar mikla athygli um heim allan, meðal annars á Íslandi, en fréttin var ekki á rökum reist.Myndirnar eru vissulega sannar en bandormarnir smituðust ekki með sushiáti. Myndirnar voru teknar af 74 ára kínverskum karlmanni sem hafði miklar mætur á hráu svína- og nautakjöti. Í kjölfarið sýktist maðurinn af svínabandormum sem olli því að blöðrur mynduðust víða um líkama hans. Sif Traustadóttir dýralæknir segir sýkingar sem þessar afar sjaldgæfar, sér í lagi á Vesturlöndunum.Sif Traustadóttir, dýralæknir.vísir/aðsend„Það heyrir til algjörra undantekninga að fólk smitist af þessu og hér á Vesturlöndum er þetta nær óþekkt. Þetta er extreme tilfelli. Maðurinn virðist hafa borðað hrátt svínakjöt í fleiri fleiri ár. Dílarnir á myndinni skýrast af blöðrum myndast í vefjum þegar lirfurnar skríða út úr meltingarveginum en þetta er algjörlega einstakt tilfelli," segir Sif í samtali við Vísi. Ekki eitt einasta tilvik á 14 árum Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni, segir fréttir sem þessar algengar en þó sjaldnast sannar. Strangar reglur gildi um matreiðslu sushi hér á landi og sem og annars staðar í heiminum. Fiskurinn þurfi að vera vottaður af yfirdýralækni og því litlar sem engar líkur séu á að fólk sýkist af einhvers konar sníkjudýrum. „Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi. Fólk þurfi því ekkert að óttast.
Tengdar fréttir Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?