Hverfandi líkur á að fólk veikist af sushi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2014 19:42 "Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni. vísir/getty/stefán Röntgenmyndir af manni sem undirlagður var bandormum hafa gengið logandi ljósi um netheima að undanförnu. Fjölmargir fréttamiðlar greindu frá málinu, en fullyrt var að maðurinn hefði borðað yfir sig af sushi og sashimi. Málið hefur vakið gríðar mikla athygli um heim allan, meðal annars á Íslandi, en fréttin var ekki á rökum reist.Myndirnar eru vissulega sannar en bandormarnir smituðust ekki með sushiáti. Myndirnar voru teknar af 74 ára kínverskum karlmanni sem hafði miklar mætur á hráu svína- og nautakjöti. Í kjölfarið sýktist maðurinn af svínabandormum sem olli því að blöðrur mynduðust víða um líkama hans. Sif Traustadóttir dýralæknir segir sýkingar sem þessar afar sjaldgæfar, sér í lagi á Vesturlöndunum.Sif Traustadóttir, dýralæknir.vísir/aðsend„Það heyrir til algjörra undantekninga að fólk smitist af þessu og hér á Vesturlöndum er þetta nær óþekkt. Þetta er extreme tilfelli. Maðurinn virðist hafa borðað hrátt svínakjöt í fleiri fleiri ár. Dílarnir á myndinni skýrast af blöðrum myndast í vefjum þegar lirfurnar skríða út úr meltingarveginum en þetta er algjörlega einstakt tilfelli," segir Sif í samtali við Vísi. Ekki eitt einasta tilvik á 14 árum Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni, segir fréttir sem þessar algengar en þó sjaldnast sannar. Strangar reglur gildi um matreiðslu sushi hér á landi og sem og annars staðar í heiminum. Fiskurinn þurfi að vera vottaður af yfirdýralækni og því litlar sem engar líkur séu á að fólk sýkist af einhvers konar sníkjudýrum. „Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi. Fólk þurfi því ekkert að óttast. Tengdar fréttir Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Röntgenmyndir af manni sem undirlagður var bandormum hafa gengið logandi ljósi um netheima að undanförnu. Fjölmargir fréttamiðlar greindu frá málinu, en fullyrt var að maðurinn hefði borðað yfir sig af sushi og sashimi. Málið hefur vakið gríðar mikla athygli um heim allan, meðal annars á Íslandi, en fréttin var ekki á rökum reist.Myndirnar eru vissulega sannar en bandormarnir smituðust ekki með sushiáti. Myndirnar voru teknar af 74 ára kínverskum karlmanni sem hafði miklar mætur á hráu svína- og nautakjöti. Í kjölfarið sýktist maðurinn af svínabandormum sem olli því að blöðrur mynduðust víða um líkama hans. Sif Traustadóttir dýralæknir segir sýkingar sem þessar afar sjaldgæfar, sér í lagi á Vesturlöndunum.Sif Traustadóttir, dýralæknir.vísir/aðsend„Það heyrir til algjörra undantekninga að fólk smitist af þessu og hér á Vesturlöndum er þetta nær óþekkt. Þetta er extreme tilfelli. Maðurinn virðist hafa borðað hrátt svínakjöt í fleiri fleiri ár. Dílarnir á myndinni skýrast af blöðrum myndast í vefjum þegar lirfurnar skríða út úr meltingarveginum en þetta er algjörlega einstakt tilfelli," segir Sif í samtali við Vísi. Ekki eitt einasta tilvik á 14 árum Siggi San, matreiðslumaður og eigandi SuZushii í Kringlunni, segir fréttir sem þessar algengar en þó sjaldnast sannar. Strangar reglur gildi um matreiðslu sushi hér á landi og sem og annars staðar í heiminum. Fiskurinn þurfi að vera vottaður af yfirdýralækni og því litlar sem engar líkur séu á að fólk sýkist af einhvers konar sníkjudýrum. „Við viljum bara biðja fólk um að halda ró sinni. Það eru fagmenntaðir matreiðslumenn með þessa hluti algjörlega á hreinu. Ég persónulega hef gert sushi í 14 ár og aldrei komið upp eitt einasta tilvik,“ segir Siggi. Fólk þurfi því ekkert að óttast.
Tengdar fréttir Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Undirlagður bandormum eftir sushiát Kínverskur karlmaður liggur nú á milli heims og helju eftir að hafa innbyrt gríðarlega mikið magn af sushi. 25. september 2014 12:17