Sport

Búið að selja yfir 10 þúsund miða á bardaga Gunnars í Globen

Henry Birgir Gunnarsson í Stokkhólmi skrifar
Garry Cook.
Garry Cook. vísir/getty
Það fer hver að verða síðastur í Svíþjóð að næla sér í miða á bardaga Gunnars Nelson og Rick Story í Globen-höllinni glæsilegu.

Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu, staðfesti við Vísi í morgun að búið væri að selja yfir 10 þúsund miða og því stutt í að verði uppselt. Líklega verða seldir rúmlega 12 þúsund miðar á bardagakvöldið.

Cook sagðist vera ánægður með áhuga Svía á viðburðinum þó svo þeirra aðalstjarna í íþróttinni, Alexander Gustafsson, sé ekki að keppa.

Cook vonast einnig eftir fínni mætingu á vigtunina sem verður haldin í Globen á morgun.

MMA

Tengdar fréttir

Dreymir ekki um Vegas

Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina.

Story er svefnlaus í Stokkhólmi

Maður hefur séð hressari menn en Bandaríkjamanninn Rick Story á fjölmiðladeginum í Stokkhólmi í gær. Það átti sér þó skýringar.

Story: Ætla að láta reyna á þol Gunnars

Bandaríkjamaðurinn Rick Story er fullviss um að hann muni gera Gunnari Nelson lífið leitt er þeir mætast í búrinu í Stokkhólmi á laugardag.

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story

Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×