Íslenski boltinn

KSÍ sleppur ekki undan FH í dómsalnum

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH. Vísir/Pjetur
Kröfu KSÍ um að vísa frá innheimtumáli FH á hendur sambandinu hefur verið hafnað. Málið verður því rekið áfram í dómsal þar til niðurstaða fæst. Um er að ræða 700 þúsund króna kröfu FH á hendur KSÍ vegna meintrar misnotkunar á aðgangspössum KSÍ.

Stefna FH er tilkomin þar sem menn þar á bæ telja að misnotkun á úthlutun þessara passa hafi orðið til þess að félagið missti af tekjum og vill félagið fá þær tekjur til baka.

„Ég get ekki sagt að það komi mér á óvart að frávísun KSÍ hafi verið hafnað. Þeirra rök voru að fjalla ætti um málið á vettvangi KSÍ og kærðu okkur fyrir að stefna þeim til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Sú kæra hefur legið þar í margar vikur en ég var alltaf viss um að lög KSÍ væru ekki ofar lögum landsins þótt sumir aðrir héldu greinilega annað,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi.

Aðspurður um hvenær aðalmeðferð í málinu fari fram segist Jón Rúnar ekki vita það en býst þó við að það verði fyrr frekar en seinna.


Tengdar fréttir

FH stefnir KSÍ og krefst 700 þúsund króna

Knattspyrnudeild FH hefur stefnt Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) og krefst þess að fá 700 þúsund krónur greiddar frá sambandinu. Málið snýst um meinta misnotkun á aðgangspössum KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×