FH stefnir KSÍ og krefst 700 þúsund króna Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 26. júní 2014 15:13 Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH. Vísir/Pjetur Knattspyrnudeild FH hefur stefnt Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) og krefst þess að fá 700 þúsund krónur greiddar frá sambandinu. Málið snýst um meinta misnotkun á aðgangspössum KSÍ. KSÍ gefur út svokallaða A-passa á hverju ári en þeir veita frítt aðgengi að knattspyrnuleikjum á Íslandi. Skýrt er kveðið á um í reglugerð hverjir fá slíka passa en meðal handhafa þeirra eru stjórnar- og nefndarmenn KSÍ og knattspyrnudómarar. Stefna FH er tilkomin þar sem menn þar á bæ telja að misnotkun á úthlutun þessara passa hafi orðið til þess að félagið missti af tekjum og vill félagið fá þær tekjur til baka. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir í samtali við Vísi, að hann hafi lengi bent á þessa misnotkun en talað fyrir daufum eyrum. Hann hafi því tekið sig til, greint nafnalista yfir handhafa A-passanna og komist að því að um 40 einstaklingar á listanum uppfylltu ekki skilyrði fyrir að fá úthlutað passanum. „Ég sendi KSÍ bréf þar sem sambandinu voru gefnir tveir kostir. Að afturkalla þessa passa eða borga fyrir aðgengi þessa fólks. Ég fékk svar í þá áttina að mér kæmi þetta ekki við. Þá var ekki annað í stöðunni en að senda sambandinu reikning upp 700 þúsund krónur fyrir aðgengi þessara 40 einstaklinga á ellefu heimaleiki FH síðastliðið sumar. Þeim reikningi var hafnað í tvígang og því var það sent í innheimtu. Og nú er málið komið fyrir dómstóla,“ segir Jón Rúnar. Aðspurður hvort þetta sé hluti af valdatafli milli hans og forystu KSÍ segir Jón Rúnar svo ekki vera. „Þetta er prinsipp- og innheimtumál. Ekkert annað. KSÍ getur ekki verið að bjóða hverjum sem er í partý til mín. Ég vil hafa eitthvað um það segja hverjir koma í mín partý,“ segir Jón Rúnar og bætir við að verið sé að vanvirða þessa passa með því útdeila þeim til hvaða jólasveina sem er. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir í samtali við Vísi að hann sé sorgmæddur yfir þessum málatilbúnaði. „Við höfum unnið þessi mál í góðri sátt við aðilarfélögin og þessi úthlutun byggir að einhverju leyti á hefð,“ segir Geir. Aðspurður um hvort hann óttist að mögulegur dómur FH í hag hafi fordæmisgildi og að sambandið fái í kjölfarið yfir sig holskelfu af reikningum frá hinum ellefu liðum Pepsi-deildarinnar segir Geir svo ekki vera. „Ekkert annað félag innan okkar vébanda hefur gert athugasemdir við úthlutun þessara passa.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Knattspyrnudeild FH hefur stefnt Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) og krefst þess að fá 700 þúsund krónur greiddar frá sambandinu. Málið snýst um meinta misnotkun á aðgangspössum KSÍ. KSÍ gefur út svokallaða A-passa á hverju ári en þeir veita frítt aðgengi að knattspyrnuleikjum á Íslandi. Skýrt er kveðið á um í reglugerð hverjir fá slíka passa en meðal handhafa þeirra eru stjórnar- og nefndarmenn KSÍ og knattspyrnudómarar. Stefna FH er tilkomin þar sem menn þar á bæ telja að misnotkun á úthlutun þessara passa hafi orðið til þess að félagið missti af tekjum og vill félagið fá þær tekjur til baka. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir í samtali við Vísi, að hann hafi lengi bent á þessa misnotkun en talað fyrir daufum eyrum. Hann hafi því tekið sig til, greint nafnalista yfir handhafa A-passanna og komist að því að um 40 einstaklingar á listanum uppfylltu ekki skilyrði fyrir að fá úthlutað passanum. „Ég sendi KSÍ bréf þar sem sambandinu voru gefnir tveir kostir. Að afturkalla þessa passa eða borga fyrir aðgengi þessa fólks. Ég fékk svar í þá áttina að mér kæmi þetta ekki við. Þá var ekki annað í stöðunni en að senda sambandinu reikning upp 700 þúsund krónur fyrir aðgengi þessara 40 einstaklinga á ellefu heimaleiki FH síðastliðið sumar. Þeim reikningi var hafnað í tvígang og því var það sent í innheimtu. Og nú er málið komið fyrir dómstóla,“ segir Jón Rúnar. Aðspurður hvort þetta sé hluti af valdatafli milli hans og forystu KSÍ segir Jón Rúnar svo ekki vera. „Þetta er prinsipp- og innheimtumál. Ekkert annað. KSÍ getur ekki verið að bjóða hverjum sem er í partý til mín. Ég vil hafa eitthvað um það segja hverjir koma í mín partý,“ segir Jón Rúnar og bætir við að verið sé að vanvirða þessa passa með því útdeila þeim til hvaða jólasveina sem er. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir í samtali við Vísi að hann sé sorgmæddur yfir þessum málatilbúnaði. „Við höfum unnið þessi mál í góðri sátt við aðilarfélögin og þessi úthlutun byggir að einhverju leyti á hefð,“ segir Geir. Aðspurður um hvort hann óttist að mögulegur dómur FH í hag hafi fordæmisgildi og að sambandið fái í kjölfarið yfir sig holskelfu af reikningum frá hinum ellefu liðum Pepsi-deildarinnar segir Geir svo ekki vera. „Ekkert annað félag innan okkar vébanda hefur gert athugasemdir við úthlutun þessara passa.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti