Erfiðar og flóknar stjórnarmyndunarviðræður framundan Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2014 11:43 Stefan Löfven, formaður sænskra Jafnaðarmanna, verður væntanlega næsti forsætisráðherra Svíþjóðar. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir er doktor í stjórnmálafræði og lektor í alþjóðastjórnmálum vid Háskólann í Malmö. Vísir/AFP „Stærstu tíðindin eru þau að það verða stjórnarskipti í Svíþjóð. Fredrik Reinfeldt hefur ekki bara stigið úr stóli forsætisráðherra heldur ætlar að segja af sér sem formaður Moderaterna næsta vor,“ segir Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, doktor í stjórnmálafræði og lektor í alþjóðastjórnmálum við Háskólann í Malmö, í samtali við Vísi. Gunnhildur segir þær stjórnarmyndunarviðræður sem framundan eru fyrir jafnaðarmenn með Stefan Löfven, formann jafnaðarmanna í fararbroddi og sem forsætisráðherraefni, væntanlega verða nokkuð erfiðar og flókar. „Jafnaðarmenn fengu einungis rúmlega 31 prósent fylgi. Þeirra fyrsti kostur til samstarfs er Umhverfisflokkurinn en jafnaðarmenn eru með minna fylgi en borgaralega blokkin þannig að ef jafnaðarmenn og Umhverfisflokkurinn fara saman í ríkisstjórn verða þeir samt sem áður að leita eftir stuðningi annarra flokka til að fá starfhæfa ríkisstjórn.“ Gunnhildur segir þó vera langa hefð fyrir minnihlutastjórnum í Svíþjóð. Þetta sé því ekkert einstakt sem sé að gerast núna.Svíþjóðardemókratar þriðji stærsti flokkurinn Gunnhildur segir aukið fylgi Svíþjóðardemókrata einnig vera ein helstu tíðindi kosninganna, en flokkurinn hlaut þrettán prósent fylgi, samanborið við fimm prósent í kosningunum 2010. Flokkurinn er nú orðinn þriðji stærsti flokkurinn á sænska þinginu. „Hinir flokkarnir eru uggandi yfir þessu aukna fylgi. Svíþjóðardemókratar hafa verið mjög einangraðir á þingi. Hinir flokkarnir hafa ekki viljað vinna með Svíþjóðardemókrötum, sérstaklega ekki þegar kemur að innflytjendamálum þar sem þeir hafa allt aðrar hugmyndafræðilegar áherslur.“ Gunnhildur segir það ljóst að þessi mikla aukning hjá Svíþjóðardemókrötum leiði væntanlega til þess að hinir flokkarnir verði að koma til móts við kjósendur flokksins ef þeir vilja snúa við þessari þróun. „Nýir kjósendur Svíþjóðardemókrata eru ekki endilega þeir sem fylgja þeim að málum í innflytjendamálum. Það eru meðal annars ansi stór hópur kjósenda sem kaus Moderaterna, flokk Reinfeldts forsætisráðherra, árið 2010 sem kýs nú Svíþjóðardemókrata og eru í raun að lýsa yfir vantrausti á núverandi ríkisstjórn.“Sterkastir í Suður-Svíþjóð Gunnhildur bendir einnig á að eldri borgarar hafi í auknum mæli greitt Svíþjóðardemókrötum atkvæði. „Flokkurinn er sá eini sem hefur snúið sér að eldri borgurum og þeirra lífskjörum. Það er eitthvað sem hinir flokkarnir verða væntanlega að taka á og koma til móts við þennan hóp kjósenda.“ Gunnhildur segir Svíþjóðardemókrata vera sterkasta í Suður-Svíþjóð, í litlum sveitarfélögum á Skáni, þar sem atvinnuleysi sé talsvert mikið. „Kjósendur Svíþjóðardemókrata í þessum sveitarfélögum eru í raun að láta óánægju sína í ljós. Fólk sem býr í sveitarfélögum þar sem verksmiðjur hafa verið lagðar niður og ekkert annað komið í staðinn. Þetta er að mörgu leyti vantraustsyfirlýsing á hina flokkana og núverandi ríkisstjórn.“Vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum Gunnhildur segir breiða samstöðu meðal allra hinna flokkanna um að starfa ekki með Svíþjóðardemókrötum. „Hvorki Stefan Löfven né nokkur annar mun leita til þeirra, en þetta er snúið að því að leyti að í Svíþjóð er annars vegar vinstri blokk og hins vegar borgaraleg blokk. Þær eru nokkuð stöðugar. Nú þegar hafa formenn Miðflokksins og Þjóðarflokksins, sem tilheyra borgaralegu blokkinni, sagt að þeir hafi ekki áhuga á samstarfi við jafnaðarmenn. Þeir hafa ekki áhuga á að fara í ríkisstjórn með jafnaðarmönnum og fara þar með úr borgaralegu blokkinni og í þá rauðgrænu.“ Eini möguleikinn sem Löfven hafi eins og er, sé að bjóða Kristilegum demókrötum til samstarfs við sig. „Þeir tilheyra borgaralegu blokkinni, en þeir eru hins vegar það litlir að jafnvel þó Kristilegir demókratar myndu þiggja það boð að fara í ríkisstjórn með vinstri flokkunum þá ná þeir samt ekki að mynda meirihluta.“Ræðir við Umhverfisflokkinn Stefan Löfven hefur þegar lýst því yfir að hann muni hefja viðræður við Umhverfisflokkinn um myndun ríkisstjórnar. „Hann hefur enn ekki gefið það út að hann hyggist tala við Vinstriflokkinn en hann mun alla vega leita eftir stuðningi frá Vinstriflokknum. Hann verður að hafa Vinstriflokkinn með, einfaldlega til að hafa fleiri sæti á þingi en borgaralega blokkin. Þessir þrír vinstri flokkar myndu þó ekki ná meirihluta. Þetta eru því talsvert flóknar aðstæður sem Löfven er að glíma við í dag, segir Gunnhildur að lokum. Tengdar fréttir Afturhvarf til „venjulegs“ stjórnarfars í Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð fara fram í dag. Kannanir benda til sigurs sósíaldemókrata eftir átta ára stjórn íhaldsmannsins Fredrik Reinfeldt. 14. september 2014 09:43 Svíar kjósa þing á sunnudaginn Hægri stjórn Fredriks Reinfeldt hefur mælst með lítið fylgi í allt sumar, en hefur verið að styrkjast núna á lokasprettinum. 11. september 2014 06:00 Útgönguspár benda til að stjórnartíð Reinfeldts sé á enda Rauðgrænu flokkarnir virðast hafa borið sigur úr býtum í sænsku þingkosningunum samkvæmt útgönguspám Sænska ríkissjónvarpsins. Kjörstöðum lokaði nú klukkan 18. 14. september 2014 18:48 Kosningarnar í Svíþjóð: Heldur dapurlegur sigur Löfvens Leiðtogi sænskra sósíaldemókrata getur ekki myndað meirihlutastjórn vinstri flokkanna, þrátt fyrir kosningasigur þeirra í gær. Svíþjóðardemókratar eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn, en enginn vill stjórna með honum og rafmagnið var tekið af kosningavökunni. 14. september 2014 22:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
„Stærstu tíðindin eru þau að það verða stjórnarskipti í Svíþjóð. Fredrik Reinfeldt hefur ekki bara stigið úr stóli forsætisráðherra heldur ætlar að segja af sér sem formaður Moderaterna næsta vor,“ segir Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, doktor í stjórnmálafræði og lektor í alþjóðastjórnmálum við Háskólann í Malmö, í samtali við Vísi. Gunnhildur segir þær stjórnarmyndunarviðræður sem framundan eru fyrir jafnaðarmenn með Stefan Löfven, formann jafnaðarmanna í fararbroddi og sem forsætisráðherraefni, væntanlega verða nokkuð erfiðar og flókar. „Jafnaðarmenn fengu einungis rúmlega 31 prósent fylgi. Þeirra fyrsti kostur til samstarfs er Umhverfisflokkurinn en jafnaðarmenn eru með minna fylgi en borgaralega blokkin þannig að ef jafnaðarmenn og Umhverfisflokkurinn fara saman í ríkisstjórn verða þeir samt sem áður að leita eftir stuðningi annarra flokka til að fá starfhæfa ríkisstjórn.“ Gunnhildur segir þó vera langa hefð fyrir minnihlutastjórnum í Svíþjóð. Þetta sé því ekkert einstakt sem sé að gerast núna.Svíþjóðardemókratar þriðji stærsti flokkurinn Gunnhildur segir aukið fylgi Svíþjóðardemókrata einnig vera ein helstu tíðindi kosninganna, en flokkurinn hlaut þrettán prósent fylgi, samanborið við fimm prósent í kosningunum 2010. Flokkurinn er nú orðinn þriðji stærsti flokkurinn á sænska þinginu. „Hinir flokkarnir eru uggandi yfir þessu aukna fylgi. Svíþjóðardemókratar hafa verið mjög einangraðir á þingi. Hinir flokkarnir hafa ekki viljað vinna með Svíþjóðardemókrötum, sérstaklega ekki þegar kemur að innflytjendamálum þar sem þeir hafa allt aðrar hugmyndafræðilegar áherslur.“ Gunnhildur segir það ljóst að þessi mikla aukning hjá Svíþjóðardemókrötum leiði væntanlega til þess að hinir flokkarnir verði að koma til móts við kjósendur flokksins ef þeir vilja snúa við þessari þróun. „Nýir kjósendur Svíþjóðardemókrata eru ekki endilega þeir sem fylgja þeim að málum í innflytjendamálum. Það eru meðal annars ansi stór hópur kjósenda sem kaus Moderaterna, flokk Reinfeldts forsætisráðherra, árið 2010 sem kýs nú Svíþjóðardemókrata og eru í raun að lýsa yfir vantrausti á núverandi ríkisstjórn.“Sterkastir í Suður-Svíþjóð Gunnhildur bendir einnig á að eldri borgarar hafi í auknum mæli greitt Svíþjóðardemókrötum atkvæði. „Flokkurinn er sá eini sem hefur snúið sér að eldri borgurum og þeirra lífskjörum. Það er eitthvað sem hinir flokkarnir verða væntanlega að taka á og koma til móts við þennan hóp kjósenda.“ Gunnhildur segir Svíþjóðardemókrata vera sterkasta í Suður-Svíþjóð, í litlum sveitarfélögum á Skáni, þar sem atvinnuleysi sé talsvert mikið. „Kjósendur Svíþjóðardemókrata í þessum sveitarfélögum eru í raun að láta óánægju sína í ljós. Fólk sem býr í sveitarfélögum þar sem verksmiðjur hafa verið lagðar niður og ekkert annað komið í staðinn. Þetta er að mörgu leyti vantraustsyfirlýsing á hina flokkana og núverandi ríkisstjórn.“Vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum Gunnhildur segir breiða samstöðu meðal allra hinna flokkanna um að starfa ekki með Svíþjóðardemókrötum. „Hvorki Stefan Löfven né nokkur annar mun leita til þeirra, en þetta er snúið að því að leyti að í Svíþjóð er annars vegar vinstri blokk og hins vegar borgaraleg blokk. Þær eru nokkuð stöðugar. Nú þegar hafa formenn Miðflokksins og Þjóðarflokksins, sem tilheyra borgaralegu blokkinni, sagt að þeir hafi ekki áhuga á samstarfi við jafnaðarmenn. Þeir hafa ekki áhuga á að fara í ríkisstjórn með jafnaðarmönnum og fara þar með úr borgaralegu blokkinni og í þá rauðgrænu.“ Eini möguleikinn sem Löfven hafi eins og er, sé að bjóða Kristilegum demókrötum til samstarfs við sig. „Þeir tilheyra borgaralegu blokkinni, en þeir eru hins vegar það litlir að jafnvel þó Kristilegir demókratar myndu þiggja það boð að fara í ríkisstjórn með vinstri flokkunum þá ná þeir samt ekki að mynda meirihluta.“Ræðir við Umhverfisflokkinn Stefan Löfven hefur þegar lýst því yfir að hann muni hefja viðræður við Umhverfisflokkinn um myndun ríkisstjórnar. „Hann hefur enn ekki gefið það út að hann hyggist tala við Vinstriflokkinn en hann mun alla vega leita eftir stuðningi frá Vinstriflokknum. Hann verður að hafa Vinstriflokkinn með, einfaldlega til að hafa fleiri sæti á þingi en borgaralega blokkin. Þessir þrír vinstri flokkar myndu þó ekki ná meirihluta. Þetta eru því talsvert flóknar aðstæður sem Löfven er að glíma við í dag, segir Gunnhildur að lokum.
Tengdar fréttir Afturhvarf til „venjulegs“ stjórnarfars í Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð fara fram í dag. Kannanir benda til sigurs sósíaldemókrata eftir átta ára stjórn íhaldsmannsins Fredrik Reinfeldt. 14. september 2014 09:43 Svíar kjósa þing á sunnudaginn Hægri stjórn Fredriks Reinfeldt hefur mælst með lítið fylgi í allt sumar, en hefur verið að styrkjast núna á lokasprettinum. 11. september 2014 06:00 Útgönguspár benda til að stjórnartíð Reinfeldts sé á enda Rauðgrænu flokkarnir virðast hafa borið sigur úr býtum í sænsku þingkosningunum samkvæmt útgönguspám Sænska ríkissjónvarpsins. Kjörstöðum lokaði nú klukkan 18. 14. september 2014 18:48 Kosningarnar í Svíþjóð: Heldur dapurlegur sigur Löfvens Leiðtogi sænskra sósíaldemókrata getur ekki myndað meirihlutastjórn vinstri flokkanna, þrátt fyrir kosningasigur þeirra í gær. Svíþjóðardemókratar eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn, en enginn vill stjórna með honum og rafmagnið var tekið af kosningavökunni. 14. september 2014 22:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Afturhvarf til „venjulegs“ stjórnarfars í Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð fara fram í dag. Kannanir benda til sigurs sósíaldemókrata eftir átta ára stjórn íhaldsmannsins Fredrik Reinfeldt. 14. september 2014 09:43
Svíar kjósa þing á sunnudaginn Hægri stjórn Fredriks Reinfeldt hefur mælst með lítið fylgi í allt sumar, en hefur verið að styrkjast núna á lokasprettinum. 11. september 2014 06:00
Útgönguspár benda til að stjórnartíð Reinfeldts sé á enda Rauðgrænu flokkarnir virðast hafa borið sigur úr býtum í sænsku þingkosningunum samkvæmt útgönguspám Sænska ríkissjónvarpsins. Kjörstöðum lokaði nú klukkan 18. 14. september 2014 18:48
Kosningarnar í Svíþjóð: Heldur dapurlegur sigur Löfvens Leiðtogi sænskra sósíaldemókrata getur ekki myndað meirihlutastjórn vinstri flokkanna, þrátt fyrir kosningasigur þeirra í gær. Svíþjóðardemókratar eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn, en enginn vill stjórna með honum og rafmagnið var tekið af kosningavökunni. 14. september 2014 22:15