Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 23:30 Gunnar Nelson er þessa dagana staddur í Stokkhólmi þar sem hann kynnir Fight Night bardagakvöld UFC sem fram fer 4. október. Gunnar berst í aðalbardaga kvöldsins og verður stjarna þess. „Við á Íslandi horfum til Svíþjóðar þegar kemur að mörgum hlutum tengdum blönduðum bardagalistum (MMA). Þið lögleidduð MMA ekki fyrir margt löngu, en það er enn ólöglegt á Íslandi,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í dag. „Faðir minn og samstarfsmenn mínir hafa fylgst með því hvernig MMA vex í Svíþjóð og reynt að gera svipaða hluti því ykkur gengur mjög vel hérna.“ „Það er því mikill heiður fyrir mig að berjast í aðalbardaganum hérna. Ég hef komið hingað margsinnis áður, t.a.m. þegar ég æfði karate. Ég hef alltaf elskað að koma hingað og því er þetta risastórt fyrir mig.“ Gunnari er spáð sigri af veðbönkum, en það er eitthvað sem honum er alveg sama um. „Þetta er eitthvað sem ég einblíni ekki á. Ég veit hverjar líkurnar eru þegar ég stíg inn í búrið. Mér finnst líkurnar hvort sem er alltaf mér í hag. Það er auðvitað ástæða fyrir því að þetta er sett upp, en þetta skiptir mig engu máli,“ sagði hann. Eins og alltaf var hann spurður út í samband sinn við írska bardagakappann ConorMcGregor sem er að sigra UFC-heiminn þessa dagana. „Það virðast allir hafa mikinn áhuga á sambandi mínu við Conor. Það er bara líkamlegt,“ grínaðist Gunnar og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum æft saman í um sex ár,“ bætti hann við.Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, er jafnframt umboðsmaður hans. Gunnar var spurður hvort það væri þægilegt. „Sumir halda því fram að það sé ekki gott að vera með föður sinn í sínu liði. Ég skil það alveg, en þetta virkar fyrir okkur. Fólk talar um það þegar er í kringum okkur að við líkjumst frekar bestu vinum heldur en feðgum. Stundum er þetta erfitt, en við komumst alltaf í gegnum allt og ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi,“ sagði Gunnar Nelson. Allan blaðamannafundinn má sjá í myndbandinu hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00 Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41 Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Leik lokið: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sjá meira
Gunnar Nelson er þessa dagana staddur í Stokkhólmi þar sem hann kynnir Fight Night bardagakvöld UFC sem fram fer 4. október. Gunnar berst í aðalbardaga kvöldsins og verður stjarna þess. „Við á Íslandi horfum til Svíþjóðar þegar kemur að mörgum hlutum tengdum blönduðum bardagalistum (MMA). Þið lögleidduð MMA ekki fyrir margt löngu, en það er enn ólöglegt á Íslandi,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í dag. „Faðir minn og samstarfsmenn mínir hafa fylgst með því hvernig MMA vex í Svíþjóð og reynt að gera svipaða hluti því ykkur gengur mjög vel hérna.“ „Það er því mikill heiður fyrir mig að berjast í aðalbardaganum hérna. Ég hef komið hingað margsinnis áður, t.a.m. þegar ég æfði karate. Ég hef alltaf elskað að koma hingað og því er þetta risastórt fyrir mig.“ Gunnari er spáð sigri af veðbönkum, en það er eitthvað sem honum er alveg sama um. „Þetta er eitthvað sem ég einblíni ekki á. Ég veit hverjar líkurnar eru þegar ég stíg inn í búrið. Mér finnst líkurnar hvort sem er alltaf mér í hag. Það er auðvitað ástæða fyrir því að þetta er sett upp, en þetta skiptir mig engu máli,“ sagði hann. Eins og alltaf var hann spurður út í samband sinn við írska bardagakappann ConorMcGregor sem er að sigra UFC-heiminn þessa dagana. „Það virðast allir hafa mikinn áhuga á sambandi mínu við Conor. Það er bara líkamlegt,“ grínaðist Gunnar og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum æft saman í um sex ár,“ bætti hann við.Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, er jafnframt umboðsmaður hans. Gunnar var spurður hvort það væri þægilegt. „Sumir halda því fram að það sé ekki gott að vera með föður sinn í sínu liði. Ég skil það alveg, en þetta virkar fyrir okkur. Fólk talar um það þegar er í kringum okkur að við líkjumst frekar bestu vinum heldur en feðgum. Stundum er þetta erfitt, en við komumst alltaf í gegnum allt og ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi,“ sagði Gunnar Nelson. Allan blaðamannafundinn má sjá í myndbandinu hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00 Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41 Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Leik lokið: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Sjá meira
Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00
Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17
Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41
Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15
Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56