Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 23:30 Gunnar Nelson er þessa dagana staddur í Stokkhólmi þar sem hann kynnir Fight Night bardagakvöld UFC sem fram fer 4. október. Gunnar berst í aðalbardaga kvöldsins og verður stjarna þess. „Við á Íslandi horfum til Svíþjóðar þegar kemur að mörgum hlutum tengdum blönduðum bardagalistum (MMA). Þið lögleidduð MMA ekki fyrir margt löngu, en það er enn ólöglegt á Íslandi,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í dag. „Faðir minn og samstarfsmenn mínir hafa fylgst með því hvernig MMA vex í Svíþjóð og reynt að gera svipaða hluti því ykkur gengur mjög vel hérna.“ „Það er því mikill heiður fyrir mig að berjast í aðalbardaganum hérna. Ég hef komið hingað margsinnis áður, t.a.m. þegar ég æfði karate. Ég hef alltaf elskað að koma hingað og því er þetta risastórt fyrir mig.“ Gunnari er spáð sigri af veðbönkum, en það er eitthvað sem honum er alveg sama um. „Þetta er eitthvað sem ég einblíni ekki á. Ég veit hverjar líkurnar eru þegar ég stíg inn í búrið. Mér finnst líkurnar hvort sem er alltaf mér í hag. Það er auðvitað ástæða fyrir því að þetta er sett upp, en þetta skiptir mig engu máli,“ sagði hann. Eins og alltaf var hann spurður út í samband sinn við írska bardagakappann ConorMcGregor sem er að sigra UFC-heiminn þessa dagana. „Það virðast allir hafa mikinn áhuga á sambandi mínu við Conor. Það er bara líkamlegt,“ grínaðist Gunnar og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum æft saman í um sex ár,“ bætti hann við.Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, er jafnframt umboðsmaður hans. Gunnar var spurður hvort það væri þægilegt. „Sumir halda því fram að það sé ekki gott að vera með föður sinn í sínu liði. Ég skil það alveg, en þetta virkar fyrir okkur. Fólk talar um það þegar er í kringum okkur að við líkjumst frekar bestu vinum heldur en feðgum. Stundum er þetta erfitt, en við komumst alltaf í gegnum allt og ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi,“ sagði Gunnar Nelson. Allan blaðamannafundinn má sjá í myndbandinu hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00 Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41 Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Gunnar Nelson er þessa dagana staddur í Stokkhólmi þar sem hann kynnir Fight Night bardagakvöld UFC sem fram fer 4. október. Gunnar berst í aðalbardaga kvöldsins og verður stjarna þess. „Við á Íslandi horfum til Svíþjóðar þegar kemur að mörgum hlutum tengdum blönduðum bardagalistum (MMA). Þið lögleidduð MMA ekki fyrir margt löngu, en það er enn ólöglegt á Íslandi,“ sagði Gunnar á blaðamannafundi í dag. „Faðir minn og samstarfsmenn mínir hafa fylgst með því hvernig MMA vex í Svíþjóð og reynt að gera svipaða hluti því ykkur gengur mjög vel hérna.“ „Það er því mikill heiður fyrir mig að berjast í aðalbardaganum hérna. Ég hef komið hingað margsinnis áður, t.a.m. þegar ég æfði karate. Ég hef alltaf elskað að koma hingað og því er þetta risastórt fyrir mig.“ Gunnari er spáð sigri af veðbönkum, en það er eitthvað sem honum er alveg sama um. „Þetta er eitthvað sem ég einblíni ekki á. Ég veit hverjar líkurnar eru þegar ég stíg inn í búrið. Mér finnst líkurnar hvort sem er alltaf mér í hag. Það er auðvitað ástæða fyrir því að þetta er sett upp, en þetta skiptir mig engu máli,“ sagði hann. Eins og alltaf var hann spurður út í samband sinn við írska bardagakappann ConorMcGregor sem er að sigra UFC-heiminn þessa dagana. „Það virðast allir hafa mikinn áhuga á sambandi mínu við Conor. Það er bara líkamlegt,“ grínaðist Gunnar og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum æft saman í um sex ár,“ bætti hann við.Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, er jafnframt umboðsmaður hans. Gunnar var spurður hvort það væri þægilegt. „Sumir halda því fram að það sé ekki gott að vera með föður sinn í sínu liði. Ég skil það alveg, en þetta virkar fyrir okkur. Fólk talar um það þegar er í kringum okkur að við líkjumst frekar bestu vinum heldur en feðgum. Stundum er þetta erfitt, en við komumst alltaf í gegnum allt og ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi,“ sagði Gunnar Nelson. Allan blaðamannafundinn má sjá í myndbandinu hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00 Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41 Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15 Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Gunnar Nelson verður aðalstjarnan í fyrsta sinn Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. 8. ágúst 2014 06:00
Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17
Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Flýgur til Las Vegas til að æfa með Conor McGregor. 7. ágúst 2014 18:41
Sænskir aðdáendur fimm sekúndur að finna Gunnar Bardagakappinn Gunnar Nelson er greinilega vinsæll í Svíþjóð, en það tók aðdáendur hans aðeins fimm sekúndur að finna hann á Sargels-torginu í Stokkhólmi í gær. 20. ágúst 2014 10:15
Gylfi skorar á Gunnar Nelson Knattspyrnukappinn Gylfi Sigurðsson skorar á bardagakappann Gunnar Nelson í ísfötuáskoruninni sem fer nú sem eldur í sinu um heimsbyggðina. 21. ágúst 2014 13:56