Albert Brynjar vill fara í Fylki Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2014 13:10 Albert Brynar Ingason er á sinni þriðju leiktíð með FH. vísir/stefán Albert Brynjar Ingason, framherji FH, er á leið í Fylki, en leikmaðurinn vill komast aftur í uppeldisfélag sitt og í Lautinni eru menn meira en tilbúnir til að taka á móti honum. Albert staðfesti í viðtali við fótbolti.net í vikunni að hann væri á förum frá FH þar sem hann væri „hreinlega spenntur fyrir nýjum áskorunum“. Hann hefur lítið komið við sögu hjá Hafnafjarðarliðinu á tímabilinu. Framherjinn gekk í raðir FH frá Fylki í febrúar 2012 og gerði tveggja ára samning. Hann framlengdi samning sinn um tvö ár í fyrra, en þeim samningi var ekki skilað inn á réttum tíma og er hann því samningslaus samkvæmt bókum KSÍ. „KSÍ segir að hann sé samninglaus samkvæmt reglunum. Þannig liggur málið, en það er verið að reyna að finna einhverja lendingu á þessu,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, í samtali við Vísi. Erfiðlega hefur gengið fyrir liðin að ræða saman í vikunni þar sem FH-ingar hafa verið á ferðalagi í Hvíta-Rússlandi þar sem þeir spiluðu í Evrópudeildinni í gær. „Ég kem til með að hitta JónRúnar [Halldórsson, formann knd. FH] á morgun,“ segir Ásgeir en Fylkismenn hafa sjálfir lent í svipuðu máli þar sem leikmaður gat farið án greiðslu þegar haldið var að hann væri með gildan samning. „Þetta er auðvitað vont mál fyrir hvern þann sem lendir í þessu. Þetta gerðist líka hjá Fylki með Ian Jeffs. Þeir sem voru að stjórna klúbbnum þá sendu ekki inn samninginn hans og því gat hann labbað út eins og Jeffs gerði þegar hann fór í Val. Þetta eru sambærileg mál, en hvort þetta sé gott fyrir fótboltann veit ég ekki,“ segir Ásgeir. Sjálfur vill Albert Brynjar komast heim og það er lítið sem FH getur gert í því. Fylkismenn ætla þó að ræða við FH-inga eins og fyrr segir. „Málið er, að hann vill koma til okkar. FH-ingar hafa klárlega klikkað eitthvað í sínum málum og það liggur auðvitað vel við okkur. Maður vill samt alltaf komast að einhverri góðri niðurstöðu. Það er skemmtilegra þegar allir eru vinir.“ „Það er samt leiðinlegt þegar félag sem hefur staðið við allt sitt gagnvart leikmanninum situr í súpunni en við Fylkismenn þekkjum þetta líka eins og ég segi. Samkvæmt reglum þurfum við ekkert að greiða fyrir hann nema félagaskiptagjaldið,“ segir Ásgeir Ásgeirsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Engum haldið í fangabúðum í FH“ Framkvæmdarstjóri FH fullyrðir að Albert Brynjar Ingason sé með gildandi samning við félagið 16. júlí 2014 14:26 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Albert Brynjar Ingason, framherji FH, er á leið í Fylki, en leikmaðurinn vill komast aftur í uppeldisfélag sitt og í Lautinni eru menn meira en tilbúnir til að taka á móti honum. Albert staðfesti í viðtali við fótbolti.net í vikunni að hann væri á förum frá FH þar sem hann væri „hreinlega spenntur fyrir nýjum áskorunum“. Hann hefur lítið komið við sögu hjá Hafnafjarðarliðinu á tímabilinu. Framherjinn gekk í raðir FH frá Fylki í febrúar 2012 og gerði tveggja ára samning. Hann framlengdi samning sinn um tvö ár í fyrra, en þeim samningi var ekki skilað inn á réttum tíma og er hann því samningslaus samkvæmt bókum KSÍ. „KSÍ segir að hann sé samninglaus samkvæmt reglunum. Þannig liggur málið, en það er verið að reyna að finna einhverja lendingu á þessu,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, í samtali við Vísi. Erfiðlega hefur gengið fyrir liðin að ræða saman í vikunni þar sem FH-ingar hafa verið á ferðalagi í Hvíta-Rússlandi þar sem þeir spiluðu í Evrópudeildinni í gær. „Ég kem til með að hitta JónRúnar [Halldórsson, formann knd. FH] á morgun,“ segir Ásgeir en Fylkismenn hafa sjálfir lent í svipuðu máli þar sem leikmaður gat farið án greiðslu þegar haldið var að hann væri með gildan samning. „Þetta er auðvitað vont mál fyrir hvern þann sem lendir í þessu. Þetta gerðist líka hjá Fylki með Ian Jeffs. Þeir sem voru að stjórna klúbbnum þá sendu ekki inn samninginn hans og því gat hann labbað út eins og Jeffs gerði þegar hann fór í Val. Þetta eru sambærileg mál, en hvort þetta sé gott fyrir fótboltann veit ég ekki,“ segir Ásgeir. Sjálfur vill Albert Brynjar komast heim og það er lítið sem FH getur gert í því. Fylkismenn ætla þó að ræða við FH-inga eins og fyrr segir. „Málið er, að hann vill koma til okkar. FH-ingar hafa klárlega klikkað eitthvað í sínum málum og það liggur auðvitað vel við okkur. Maður vill samt alltaf komast að einhverri góðri niðurstöðu. Það er skemmtilegra þegar allir eru vinir.“ „Það er samt leiðinlegt þegar félag sem hefur staðið við allt sitt gagnvart leikmanninum situr í súpunni en við Fylkismenn þekkjum þetta líka eins og ég segi. Samkvæmt reglum þurfum við ekkert að greiða fyrir hann nema félagaskiptagjaldið,“ segir Ásgeir Ásgeirsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Engum haldið í fangabúðum í FH“ Framkvæmdarstjóri FH fullyrðir að Albert Brynjar Ingason sé með gildandi samning við félagið 16. júlí 2014 14:26 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
„Engum haldið í fangabúðum í FH“ Framkvæmdarstjóri FH fullyrðir að Albert Brynjar Ingason sé með gildandi samning við félagið 16. júlí 2014 14:26