Bíó og sjónvarp

Dekkri hlið af Superman

Ofurhetjan virðist vera eilítið massaðri en í fyrri myndinni.
Ofurhetjan virðist vera eilítið massaðri en í fyrri myndinni.

Eins og Vísir hefur áður greint frá þá munu ofurhetjurnar Batman og Superman koma saman á hvíta tjaldinu í fyrsta skiptið árið 2016.

Ungstirnið Henry Cavill fer með hlutverk Ofurmannsins en hann sló í gegn sem hetjan í myndinni Man of Steel sem kom út í fyrra.

Smávægilegar breytingar hafa þó verið gerðar á búningnum en Zack Snyder, framleiðandi nýju myndarinnar hefur ýjað að því að Batman, sem verður leikin af Ben Affleck og Superman verða jafnvel óvinir í myndinni.

Sjá má á meðfylgjandi ljósmynd örlítið dekkri hlið af ofurhetjunni og lítur hetjan út fyrir að vera eilítið massaðri en í Man of Steel. Það er því ekki við öðru að búast en að Batman v Superman: Dawn of Justice verði í það minnsta áhugaverð.


Tengdar fréttir

Ben Affleck leikur Batman

Leikur í nýrri mynd sem sameinar Batman og Súperman. Áttundi í röðinni til að leika ofurhetjuna svartklæddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.