Erlent

Nýr konungur tekinn við á Spáni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá krýningarathöfninni.
Frá krýningarathöfninni. ap
Filippus sjötti hefur tekið við krúnunni á Spáni, en faðir hans Jóhannes Karl Spánarkonungur sagði af sér á dögunum.

Fillipus mun síðar í dag sverja eið fyrir Spænska þinginu en öll hátíðarhöld verða lágstemmd að sögn spænskra miðla, enda ganga Spánverjar í gegnum efnahagsþrengingar.

Þetta verður í fyrsta sinn sem krúnan gengur á milli manna frá því konungdæminu var komið á fót að nýju árið 1975 eftir dauða einræðisherrans Franco.

Jóhann Karl var dáður af þegnum sínum bróðurpart ferils síns sen síðustu árin hefur hvert hneykslismálið rekið annað og bíður Fillipusar ærlegt verkefni að endurreisa virðingu embættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×