Lífið

Chris Brown laus úr fangelsi

Ætli Chris Brown sé að ná áttum?
Ætli Chris Brown sé að ná áttum? Vísir/Getty
Bandaríski tónlistarmaðurinn og ofbeldismaðurinn Chris Brown er laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í rúmar þrjár vikur en þetta kemur fram í miðlum vestanhafs.

Í maí var kappinn dæmdur til þess að sitja í 131 dag í fangelsi, sem bættist aukalega við fyrri dóm. Þessa aukalegu refsingu hlaut Brown fyrir að hafa rofið skilorð, þegar hann réðst á mann fyrir utan hótel í Washington DC í október. Hann afplánaði þá einungis brot af dómnum.

Árið 2009 var hann var dæmd­ur fyr­ir lík­ams­árás, þegar hann beitti þáver­andi unn­ustu sína, söng­kon­unni Ri­hönnu alavarlegu ofbeldi.

Brown hefur setið í varðhaldi síðan í marsmánuði en þá var hann handtekinn vegna gruns um að hafa brotið skilorðið með líkamsárás. Brown á þó enn eftir að sinna samfélagsþjónustu upp á um 1.000 klukkustundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×