Bókhald Kópavogs verður opnað og íbúalýðræði virkjað Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2014 13:25 Nýr meirihluti í Kópavogi kynntur í dag. visir/sigurjón Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð hafa myndað nýjan meirihluta í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri. Bókhald bæjarins verður opnað og íbúalýðræði verður virkjað með kosningum um einstök mál í hverfum bæjarins. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi kynnti málefnasamning Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar í bænum fyrir fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í húsi flokksins í Hlíðarsmára klukkan hálfellefu í morgun. Ármann sagði í samtali við fréttastofu í morgun að viðræðurnar hefðu gengið vel. Trúnaður, traust og gagnkvæmur skilningur hefði ríkt milli manna. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi, segir að nýr meirihluti muni leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórn til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins. „Í öðru lagi þá viljum leggja áherslu á menntamál og betri nýtingu á upplýsingatækni í skólum. Þá viljum við auka áhrif íbúanna og virkja þá í ákvarðanatöku í bænum. Bókhald bæjarins verður opnað og við viljum upplýsa íbúana betur og virkja þá. Við vonumst til þess að það komist ferskari blær á Kópavog næstu fjögur árin,“ segir Theodóra.Hvernig er samband ykkar Ármanns? Skynjarðu að þið séuð einstaklingar sem geta unnið vel saman? „Ég kannaðist við Ármann áður þó ég þekki hann ekkert, þannig séð, en þessi vika hefur gengið mjög vel og ég hef trú á því að þetta geti orðið gott samstarf.“Björt framtíð býr við þá stöðu að hafa einstaklinga úr mörgum áttum í hinu pólitíska litrófi? Voru menn jákvæðir að fara í samstarf með sjálfstæðismönnum? „Já, við vorum ánægð með það en við hefðum alveg getað unnið með hverjum sem er. Það er þessi breidd sem Björt framtíð hefur. Það fór engin sérstök umræða fram um það en ég hef sagt áður að það er mikið af nýju fólki í Sjálfstæðisflokknum og annar andi og ég hef trú á því að þessir flokkar geti unnið vel saman næstu fjögur árin. “Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að: í samstarfi nýs meirihluta verður mikil áhersla á skólamál í bænum með nýtingu upplýsingatækni í skólum að leiðarljósi. Stefnt er að því að skólar í Kópavogi verði í fremstu röð skóla á landinu.Leitast verður við að auka áhrif íbúanna og virkja þá í ákvarðanatöku í bænum. Bókhald bæjarins verður opið þannig að íbúar munu eiga hægt um vik að fylgjast með því hvernig peningum bæjarins er varið. Þá verða hverfaráðin efld.Lýðheilsa mun skipa mikilvægan sess hjá nýrri bæjarstjórn, frítt verður í sund fyrir eldri borgara og tíu ára og yngri.„Það eru spennandi tímar framundan í Kópavogi, hér er nýr kafli að hefjast í sögu bæjarins með nýju fólki. Ég er mjög ánægð með það að stefna okkar hafi fengið hljómgrunn og sérlega ánægð með jafnari kynjahlutföll en í tíð fyrri bæjarstjórnar,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og nýr formaður bæjarráðs.„Ég er stoltur af því að hafa myndað meirihluta með Bjartri framtíð, þann fyrsta sem að flokkurinn á aðild að á sveitarstjórnarstiginu. Það fylgja ferskir vindar þessum nýja meirihluta, fyrstu dagarnir lofa góðu og ég er afar bjartsýnn á framhaldið,“ segir Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem gegna mun starfi bæjarstjóra líkt og undanfarin tvö ár.Meðal annarra áherslumála nýs meirihluta má nefna:• Spjaldtölvur verða innleiddar í samvinnu við skólana og starfsfólk þeirra og munu nemendur á mið- og efsta stigi grunnskólanna fá spjaldtölvu til afnota• Skemmtilegri skóla- og leikskólalóðir• Aukið framboð á félagslegu húsnæði• Núverandi íbúum í félagslega íbúðakerfinu verði auðveldað að eignast íbúðirnar• Nýtt íþróttahús í Vatnsenda• Skólahljómsveit Kópavogs fái varanlegt húsnæði• Skipulag stuðli að uppbyggingu minni íbúða og stúdentaíbúða• Skoðaðar verði almenningssamgöngur í Kópavogi samhliða nýjum Arnarnesvegi og þéttingu byggðar• Alþjóðasamstarf bæjarins verði endurskoðað með aukna áherslu á að skólar og stofnanir taki þátt í alþjóðlegum verkefnum• Minnka álögur á fjölskyldur• Ábyrg fjármálastjórnun verði viðhöfð og áhersla lögð á niðurgreiðslu skulda Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð hafa myndað nýjan meirihluta í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri. Bókhald bæjarins verður opnað og íbúalýðræði verður virkjað með kosningum um einstök mál í hverfum bæjarins. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi kynnti málefnasamning Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar í bænum fyrir fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í húsi flokksins í Hlíðarsmára klukkan hálfellefu í morgun. Ármann sagði í samtali við fréttastofu í morgun að viðræðurnar hefðu gengið vel. Trúnaður, traust og gagnkvæmur skilningur hefði ríkt milli manna. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi, segir að nýr meirihluti muni leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórn til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins. „Í öðru lagi þá viljum leggja áherslu á menntamál og betri nýtingu á upplýsingatækni í skólum. Þá viljum við auka áhrif íbúanna og virkja þá í ákvarðanatöku í bænum. Bókhald bæjarins verður opnað og við viljum upplýsa íbúana betur og virkja þá. Við vonumst til þess að það komist ferskari blær á Kópavog næstu fjögur árin,“ segir Theodóra.Hvernig er samband ykkar Ármanns? Skynjarðu að þið séuð einstaklingar sem geta unnið vel saman? „Ég kannaðist við Ármann áður þó ég þekki hann ekkert, þannig séð, en þessi vika hefur gengið mjög vel og ég hef trú á því að þetta geti orðið gott samstarf.“Björt framtíð býr við þá stöðu að hafa einstaklinga úr mörgum áttum í hinu pólitíska litrófi? Voru menn jákvæðir að fara í samstarf með sjálfstæðismönnum? „Já, við vorum ánægð með það en við hefðum alveg getað unnið með hverjum sem er. Það er þessi breidd sem Björt framtíð hefur. Það fór engin sérstök umræða fram um það en ég hef sagt áður að það er mikið af nýju fólki í Sjálfstæðisflokknum og annar andi og ég hef trú á því að þessir flokkar geti unnið vel saman næstu fjögur árin. “Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að: í samstarfi nýs meirihluta verður mikil áhersla á skólamál í bænum með nýtingu upplýsingatækni í skólum að leiðarljósi. Stefnt er að því að skólar í Kópavogi verði í fremstu röð skóla á landinu.Leitast verður við að auka áhrif íbúanna og virkja þá í ákvarðanatöku í bænum. Bókhald bæjarins verður opið þannig að íbúar munu eiga hægt um vik að fylgjast með því hvernig peningum bæjarins er varið. Þá verða hverfaráðin efld.Lýðheilsa mun skipa mikilvægan sess hjá nýrri bæjarstjórn, frítt verður í sund fyrir eldri borgara og tíu ára og yngri.„Það eru spennandi tímar framundan í Kópavogi, hér er nýr kafli að hefjast í sögu bæjarins með nýju fólki. Ég er mjög ánægð með það að stefna okkar hafi fengið hljómgrunn og sérlega ánægð með jafnari kynjahlutföll en í tíð fyrri bæjarstjórnar,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og nýr formaður bæjarráðs.„Ég er stoltur af því að hafa myndað meirihluta með Bjartri framtíð, þann fyrsta sem að flokkurinn á aðild að á sveitarstjórnarstiginu. Það fylgja ferskir vindar þessum nýja meirihluta, fyrstu dagarnir lofa góðu og ég er afar bjartsýnn á framhaldið,“ segir Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem gegna mun starfi bæjarstjóra líkt og undanfarin tvö ár.Meðal annarra áherslumála nýs meirihluta má nefna:• Spjaldtölvur verða innleiddar í samvinnu við skólana og starfsfólk þeirra og munu nemendur á mið- og efsta stigi grunnskólanna fá spjaldtölvu til afnota• Skemmtilegri skóla- og leikskólalóðir• Aukið framboð á félagslegu húsnæði• Núverandi íbúum í félagslega íbúðakerfinu verði auðveldað að eignast íbúðirnar• Nýtt íþróttahús í Vatnsenda• Skólahljómsveit Kópavogs fái varanlegt húsnæði• Skipulag stuðli að uppbyggingu minni íbúða og stúdentaíbúða• Skoðaðar verði almenningssamgöngur í Kópavogi samhliða nýjum Arnarnesvegi og þéttingu byggðar• Alþjóðasamstarf bæjarins verði endurskoðað með aukna áherslu á að skólar og stofnanir taki þátt í alþjóðlegum verkefnum• Minnka álögur á fjölskyldur• Ábyrg fjármálastjórnun verði viðhöfð og áhersla lögð á niðurgreiðslu skulda
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira