Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 15:24 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir að um metnaðarfullt verkefni sé að ræða. Vísir/Anton Brink Sex hundruð kennarar um allt land hafa fengið aðgang að gervigreindartólum til að undirbúa kennslu. Markmiðið er að styðja kennara, ráðgjafa og skólastjórnendur í notkun gervigreindar en samt sem áður er ekki verið að innleiða gervigreind í íslenska skóla. Verkefnið er á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands samkvæmt tilkynningu frá stjórnarráðinu. Sex hundruð kennarar fá aðgang að annað hvort Claude for education frá Anthropic eða Gemini innan Google Classroom en með tólunum fylgir námsefni, fræðsluefni og sérstakt stuðningsnet. Kennararnir geti nýtt sér tólin til að undirbúa kennslu. Í ítarefni segir þó að ekki sé verið að innleiða gervigreind í íslenska skóla heldur sé um að ræða tilraun til að meta áhrif áður en tekin sé ákvörðun um hvort og hvernig ætti að nýta gervigreindartól í framtíðinni. „Hér tökum við stökkið og ráðumst í metnaðarfullt verkefni sem ætlað er að skoða nýtingu gervigreindar á ýmsum sviðum menntunar með þarfir kennara að leiðarljósi, undir miðlægri yfirsýn Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem hefur einmitt það hlutverk að styðja við kennara okkar og skóla,“ er haft eftir Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningunni. Takist kennurunum vel að nýta sér forritin fá fleiri skólar aðgang að kerfunum á breiðari grundvelli. Á sama tíma og þetta skref er tekið er hafin vinna að gerð viðmiða um notkun gervigreindar í skólastarfi sem verða meðal annars byggð á niðurstöðum þessa verkefnis. Gervigreind Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Verkefnið er á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands samkvæmt tilkynningu frá stjórnarráðinu. Sex hundruð kennarar fá aðgang að annað hvort Claude for education frá Anthropic eða Gemini innan Google Classroom en með tólunum fylgir námsefni, fræðsluefni og sérstakt stuðningsnet. Kennararnir geti nýtt sér tólin til að undirbúa kennslu. Í ítarefni segir þó að ekki sé verið að innleiða gervigreind í íslenska skóla heldur sé um að ræða tilraun til að meta áhrif áður en tekin sé ákvörðun um hvort og hvernig ætti að nýta gervigreindartól í framtíðinni. „Hér tökum við stökkið og ráðumst í metnaðarfullt verkefni sem ætlað er að skoða nýtingu gervigreindar á ýmsum sviðum menntunar með þarfir kennara að leiðarljósi, undir miðlægri yfirsýn Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem hefur einmitt það hlutverk að styðja við kennara okkar og skóla,“ er haft eftir Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningunni. Takist kennurunum vel að nýta sér forritin fá fleiri skólar aðgang að kerfunum á breiðari grundvelli. Á sama tíma og þetta skref er tekið er hafin vinna að gerð viðmiða um notkun gervigreindar í skólastarfi sem verða meðal annars byggð á niðurstöðum þessa verkefnis.
Gervigreind Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira