Ofurkroppur í háskólanámi Ellý Ármanns skrifar 15. maí 2014 09:30 Sigrún Sesselja Morthens 23 ára sálfræðinemi í HR keppti í sinu fyrsta fitnessmóti á Íslandsmótinu sem fram fór í Háskólabíó á dögunum og hafnaði í 3. sæti í módeldfitness – 171. „Ég stefni á fleiri mót hvort sem það er hérna heima eða erlendis. Fyrst og fremst stefni ég á að klára BSc námið mitt í sálfræði vorið 2016 og planið er að læra Yoga kennarann líka,“ segir Sigrún þegar samtal okkar hefst. Ræktardurgurinn lifnaði við „Fyrir mót lyfti ég sex daga vikunnar og tek einn hvíldardag. Ég fer í morgunbrennslur fjórum til fimm sinnum í viku í um það bil 45 mínútur,“ útskýrir hún spurð um æfingarnar sem hún tekur fyrir mót. „Lyftingarprógrammið mitt er vöðvaskipt. Á mánudögum tek ég fætur. Hér fær sannur ræktardurgur að koma í ljós þar sem mánudagar einkennast af þungum fótaæfingum meðal annars hnébeygju og fótapressu. Þetta eru yfirleitt erfiðustu æfingarnar og mæli ég með því að hætta sér ekki á hlaupabrettið eftir slíka æfingu. Reynslan hefur kennt mér að líkur eru á stórslysi þar sem fæturnir geta gefið undan á miðjum spretti,“ segir hún hlæjandi. „Annars eftir allar æfingar tek ég svo kallaða „HIT spretti“ þar sem labbað er í heildartími á brettinu eru 11 mínútur, þar sem hlaupið er i tvær og labbað í eina til skiptis. Á þriðjudögum og föstudögum tek ég axlir og í bland við axlaræfingarnar tek ég oft maga æfingar. Axlaræfingar eru alltaf að verða í meira uppáhaldi hjá mér þar sem margar æfingar eru í boði og gaman að gera hinar furðulegustu æfingar, standa á höndum og planka á hlaupabrettinu.“ „Á miðvikudögum tek ég bak. Fimmtudagar og laugardagar eru sannkallaðir „skvísudagar” þar sem jú uppáhalds svæði okkar kvenna er tekið fyrir rass og aftanvert læri. Þessir dagar einkennast af mörgum frumlegum æfingum og hinum ýmsu hoppum og skoppum sem kýla púlsinn vel upp.“ „Að nota stífar gúmmíteygjur þegar æfa á rass er mesta snilld sem ég hef kynnst. Ótrúlega einföld og skemmtileg leið til að styrkja og móta neðri partinn sem ég held að henti öllum.“ „Ég er í þjálfun hjá Konna sem er eigandi Iceland Fitness. Konni er einstaklega fær að þjálfa stelpur og sér alltaf til þess að æfingarnar sé spennandi og árangursríkar. Ef þú rekst á stelpu í Laugum sem er öfug á tækjunum eða jafnvel labbandi á höndum á hlaupabrettinu er það ekki vegna þess að hún er að gera það vitlaust heldur er líklegt að hún sé í þjálfun hjá Konna.“ „Ég var mjög dugleg að hafa morgunbrennslurnar fyrir mót fjölbreyttar og fór alltaf í spinning í bland við brennslu á tækjum í salnum. Stigavélin eða steppið eins og ég hef oft kallað það er mitt uppáhalds brennslutæki og ég hika ekki við að snúa mér ofugt á tækinu. Það er líka bara svo nauðsynlegt að stara ekki á sama rassinn fyrir framan þig í heilar 45 mínútur,“ segir hún hlæjandi.Drakk te í niðurskurðinum „Einnig fékk ég smá æði fyrir Hot Yoga sem reyndi virkilega á og var skemmtileg viðbót við allt saman. Mataræðið er mjög hreint þegar ég sker á niður fyrir mót. En það þýðir alls ekki að það sé vont eða leiðinlegt. Ég naut þess að borða „niðurskurðar- matinn“ allan tímann. Það er soldið undir manni sjálfum komið að gera þetta spennandi og prófa sig áfram. Það reyndist mér vel að fá mér heitt te í niðurskurðinu til þess að draga úr matarlystinni. Mitt uppáhalds te er detox teið frá Yogi Tea sem er virkilega bragð gott og vatnslosandi.„ „Þau fæðubótaefni sem ég nota eru fjölvítamín, CLA fitusýrur tvær töflur þrisvar sinnum yfir daginn með morgunmat, hádegis- og kvöldmat. Glútamín fyrir æfingar, Ripped Freak brennslutöflur frá FitnessSport til að koma mér vel í gang fyrir morgunbrennslur og 100% Whey prótein.“Hvað með nammidaga? „Ég hafði einn dag sem „nammidag” þar sem ég gat brugðið útaf matarprógramminu. Ég valdi að hafa sunnudaga þó að það sé brennt í mann að laugardagar séu nammidagar frá því í æsku, en þekkjandi sjálfa mig þá væri það alltaf laugardagur og sunnudagur sem færi í að leyfa mér - fyrst ég væri á annað borð komin á bragðið.“ Ekki gera bara eitthvað „Það sem skiptir mestu máli hvort sem þú stefnir að keppa á fitness móti eða ætlar einfaldlega að byrja í ræktinni og gera þetta að lífstil að leita til þjálfara. Að gera bara „eitthvað” verður fljótt þreytt og skilar þér litlum sem engum árangri. Þannig að númer eitt er að fá fræðslu frá þjálfara og setja sér raunhæf markmið.„ „Mikilvægt er að finna sér þjálfara sem hentar þér. Konni hjá Iceland Fitness hentar mér einstaklega vel vegna þess að hann er hugmyndaríkur þegar kemur að æfingum, hann er með húmor í lagi og veit hvað þarf að gera til að ná árangri. Og þetta tekur tíma, þetta gerist ekki á þremur mánuðum. Þolinmæðin kemur manni langt og aldrei gefast upp. Hafðu trú á sjálfum þér, því að ef þú hefur ekki trú á þér afhverju ætti þjálfarinn þinn eða aðrir að gera það.“ „Þetta gerist ekki á þremur mánuðum. En fyrir Íslandsmótið núna var ég bæði í haust- og vorprófum að skera niður. Þetta er vinna og skipulag. Það sem kom mér að óvart er tíminn sem fór í að elda og skipuleggja sig.“Æfingafélagarnir mikilvægirÁttu góð ráð þegar kemur að sportinu? „Ekki kæfa vini þína eða fjölskyldu með tali á próteini eða fituprósentu. Ég brenndi mig á því. Þeim finnst þú alltaf flott og eiga skilið að fá þér hitt og þetta. Að sýna það jákvæða sem fylgir þessu sporti og lífstíl skiptir miklu máli, þannig fékk ég stuðning minna nánustu og foreldra minna sem einfaldlega í fyrstu byggðu hugmyndir sínar á þessu á neikvæðri umfjöllun sem á sannarlega alls ekki við alla.„ „Það sem ég fann að skipti miklu máli er að eiga góðan æfingafélaga. Ég var svo rík fyrir þetta mót að eiga þrjár yndislegar vinkonur mínar sem æfingarfélaga. Gerðu þetta skemmtilegt og jákvætt. Eins ruglað og það hljómar þá hlakkaði mig til að vakna klukkan sex á morgnana og fara á æfingar, ný tónlist eða jú Food Channel fyrir matarperran mig ef ég var í extra góðu skapi drap tímann og gerði þetta að yndislegri morgunstund.“ „Ég þjáðist af alvarlegum selfie sjúkdómi í niðurskurðinum. En óttist ekki þar sem þessi sjúkdómur hélt hausnum í lagi þegar maður ætlaði að draga sig niður og gera litið úr framförunum. Taktu myndir, þó það sé bara fyrir þig það er ótrúlegt að skoða þetta eftir á.“Að lokum - áttu kærasta? „Nei ég á ekki kærasta og ég vil meina að athyglisbresturinn minn geri mig grimma á svipinn og strákar séu einfaldlega hræddir við mig, auk þess sem ég er líka sterkari en þeir,“ segir hún og skellir uppúr.Myndirnar af Sigrúnu tóku Benzo og Sóldís Falk. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Sigrún Sesselja Morthens 23 ára sálfræðinemi í HR keppti í sinu fyrsta fitnessmóti á Íslandsmótinu sem fram fór í Háskólabíó á dögunum og hafnaði í 3. sæti í módeldfitness – 171. „Ég stefni á fleiri mót hvort sem það er hérna heima eða erlendis. Fyrst og fremst stefni ég á að klára BSc námið mitt í sálfræði vorið 2016 og planið er að læra Yoga kennarann líka,“ segir Sigrún þegar samtal okkar hefst. Ræktardurgurinn lifnaði við „Fyrir mót lyfti ég sex daga vikunnar og tek einn hvíldardag. Ég fer í morgunbrennslur fjórum til fimm sinnum í viku í um það bil 45 mínútur,“ útskýrir hún spurð um æfingarnar sem hún tekur fyrir mót. „Lyftingarprógrammið mitt er vöðvaskipt. Á mánudögum tek ég fætur. Hér fær sannur ræktardurgur að koma í ljós þar sem mánudagar einkennast af þungum fótaæfingum meðal annars hnébeygju og fótapressu. Þetta eru yfirleitt erfiðustu æfingarnar og mæli ég með því að hætta sér ekki á hlaupabrettið eftir slíka æfingu. Reynslan hefur kennt mér að líkur eru á stórslysi þar sem fæturnir geta gefið undan á miðjum spretti,“ segir hún hlæjandi. „Annars eftir allar æfingar tek ég svo kallaða „HIT spretti“ þar sem labbað er í heildartími á brettinu eru 11 mínútur, þar sem hlaupið er i tvær og labbað í eina til skiptis. Á þriðjudögum og föstudögum tek ég axlir og í bland við axlaræfingarnar tek ég oft maga æfingar. Axlaræfingar eru alltaf að verða í meira uppáhaldi hjá mér þar sem margar æfingar eru í boði og gaman að gera hinar furðulegustu æfingar, standa á höndum og planka á hlaupabrettinu.“ „Á miðvikudögum tek ég bak. Fimmtudagar og laugardagar eru sannkallaðir „skvísudagar” þar sem jú uppáhalds svæði okkar kvenna er tekið fyrir rass og aftanvert læri. Þessir dagar einkennast af mörgum frumlegum æfingum og hinum ýmsu hoppum og skoppum sem kýla púlsinn vel upp.“ „Að nota stífar gúmmíteygjur þegar æfa á rass er mesta snilld sem ég hef kynnst. Ótrúlega einföld og skemmtileg leið til að styrkja og móta neðri partinn sem ég held að henti öllum.“ „Ég er í þjálfun hjá Konna sem er eigandi Iceland Fitness. Konni er einstaklega fær að þjálfa stelpur og sér alltaf til þess að æfingarnar sé spennandi og árangursríkar. Ef þú rekst á stelpu í Laugum sem er öfug á tækjunum eða jafnvel labbandi á höndum á hlaupabrettinu er það ekki vegna þess að hún er að gera það vitlaust heldur er líklegt að hún sé í þjálfun hjá Konna.“ „Ég var mjög dugleg að hafa morgunbrennslurnar fyrir mót fjölbreyttar og fór alltaf í spinning í bland við brennslu á tækjum í salnum. Stigavélin eða steppið eins og ég hef oft kallað það er mitt uppáhalds brennslutæki og ég hika ekki við að snúa mér ofugt á tækinu. Það er líka bara svo nauðsynlegt að stara ekki á sama rassinn fyrir framan þig í heilar 45 mínútur,“ segir hún hlæjandi.Drakk te í niðurskurðinum „Einnig fékk ég smá æði fyrir Hot Yoga sem reyndi virkilega á og var skemmtileg viðbót við allt saman. Mataræðið er mjög hreint þegar ég sker á niður fyrir mót. En það þýðir alls ekki að það sé vont eða leiðinlegt. Ég naut þess að borða „niðurskurðar- matinn“ allan tímann. Það er soldið undir manni sjálfum komið að gera þetta spennandi og prófa sig áfram. Það reyndist mér vel að fá mér heitt te í niðurskurðinu til þess að draga úr matarlystinni. Mitt uppáhalds te er detox teið frá Yogi Tea sem er virkilega bragð gott og vatnslosandi.„ „Þau fæðubótaefni sem ég nota eru fjölvítamín, CLA fitusýrur tvær töflur þrisvar sinnum yfir daginn með morgunmat, hádegis- og kvöldmat. Glútamín fyrir æfingar, Ripped Freak brennslutöflur frá FitnessSport til að koma mér vel í gang fyrir morgunbrennslur og 100% Whey prótein.“Hvað með nammidaga? „Ég hafði einn dag sem „nammidag” þar sem ég gat brugðið útaf matarprógramminu. Ég valdi að hafa sunnudaga þó að það sé brennt í mann að laugardagar séu nammidagar frá því í æsku, en þekkjandi sjálfa mig þá væri það alltaf laugardagur og sunnudagur sem færi í að leyfa mér - fyrst ég væri á annað borð komin á bragðið.“ Ekki gera bara eitthvað „Það sem skiptir mestu máli hvort sem þú stefnir að keppa á fitness móti eða ætlar einfaldlega að byrja í ræktinni og gera þetta að lífstil að leita til þjálfara. Að gera bara „eitthvað” verður fljótt þreytt og skilar þér litlum sem engum árangri. Þannig að númer eitt er að fá fræðslu frá þjálfara og setja sér raunhæf markmið.„ „Mikilvægt er að finna sér þjálfara sem hentar þér. Konni hjá Iceland Fitness hentar mér einstaklega vel vegna þess að hann er hugmyndaríkur þegar kemur að æfingum, hann er með húmor í lagi og veit hvað þarf að gera til að ná árangri. Og þetta tekur tíma, þetta gerist ekki á þremur mánuðum. Þolinmæðin kemur manni langt og aldrei gefast upp. Hafðu trú á sjálfum þér, því að ef þú hefur ekki trú á þér afhverju ætti þjálfarinn þinn eða aðrir að gera það.“ „Þetta gerist ekki á þremur mánuðum. En fyrir Íslandsmótið núna var ég bæði í haust- og vorprófum að skera niður. Þetta er vinna og skipulag. Það sem kom mér að óvart er tíminn sem fór í að elda og skipuleggja sig.“Æfingafélagarnir mikilvægirÁttu góð ráð þegar kemur að sportinu? „Ekki kæfa vini þína eða fjölskyldu með tali á próteini eða fituprósentu. Ég brenndi mig á því. Þeim finnst þú alltaf flott og eiga skilið að fá þér hitt og þetta. Að sýna það jákvæða sem fylgir þessu sporti og lífstíl skiptir miklu máli, þannig fékk ég stuðning minna nánustu og foreldra minna sem einfaldlega í fyrstu byggðu hugmyndir sínar á þessu á neikvæðri umfjöllun sem á sannarlega alls ekki við alla.„ „Það sem ég fann að skipti miklu máli er að eiga góðan æfingafélaga. Ég var svo rík fyrir þetta mót að eiga þrjár yndislegar vinkonur mínar sem æfingarfélaga. Gerðu þetta skemmtilegt og jákvætt. Eins ruglað og það hljómar þá hlakkaði mig til að vakna klukkan sex á morgnana og fara á æfingar, ný tónlist eða jú Food Channel fyrir matarperran mig ef ég var í extra góðu skapi drap tímann og gerði þetta að yndislegri morgunstund.“ „Ég þjáðist af alvarlegum selfie sjúkdómi í niðurskurðinum. En óttist ekki þar sem þessi sjúkdómur hélt hausnum í lagi þegar maður ætlaði að draga sig niður og gera litið úr framförunum. Taktu myndir, þó það sé bara fyrir þig það er ótrúlegt að skoða þetta eftir á.“Að lokum - áttu kærasta? „Nei ég á ekki kærasta og ég vil meina að athyglisbresturinn minn geri mig grimma á svipinn og strákar séu einfaldlega hræddir við mig, auk þess sem ég er líka sterkari en þeir,“ segir hún og skellir uppúr.Myndirnar af Sigrúnu tóku Benzo og Sóldís Falk.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira