Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fylkir 1-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardal skrifar 19. maí 2014 16:40 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/valli Fylkir lagði Víking 2-1 á gervigrasinu í Laugardal í fjórðu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Víkingur byrjaði betur en eftir að Fylkir komst inn í leikinn náði liðið forystunni úr sínu fyrsta færi. Liðin fengu ekki mörg færi í fyrri hálfleik og fátt um fína drætti. Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá Víkingi í hálfleik og hressti mjög upp á leik liðsins. Hann var arkitektinn þegar Pape Mamadou Faye jafnaði metin á 59. mínútu. Það tók Fylki aðeins tvær mínútur að komast yfir á ný eftir skelfileg mistök Ómars Friðrikssonar í vörn Víkings. Þessi mistök skildu á milli í lokin því þrátt fyrir fjölda færa tókst Víkingi ekki að jafna metin. Fylkir fékk líka færi til að bæta við mörkum en meira var ekki skorað. Fylkir hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa verið án stiga eftir tvo fyrstu leikina og allt annað að sjá til liðsins. Fylkir lék ekki sinn besta leik en liðið barðist fyrir stigunum þremur. Víkingur átti skilið að fá eitthvað út úr leiknum en klaufaleg mistök urðu liðinu að falli í kvöld. Kristján: Stundum eru stigin ekkert sérstaklega fallegvísir/valli„Þetta var sannkallaður vinnusigur, þetta var Óla Þórðar sigur enda hefur hann verið með okkur áður,“ sagði Kristján Valdimarsson miðvörður Fylkis eftir leik með kælipoka á hægra hnénu. „Þetta var slagur og við náðum að klára þetta og ég er virkilega stoltur af strákunum. Ekki var þetta fallegt en stundum eru stigin ekkert sérstaklega falleg en þau telja jafn mikið. „Tveir sigrar í röð á útivelli, nú er að njóta þess og fara í næsta verkefni á fimmtudaginn,“ sagði Kristján en Fylkir er búinn að leika alla fjóra leiki sína til þessa á útivelli og næstu tveir eru líka úti áður en liðið fær heimaleik. „Svo fáum við tuttugu heimaleiki í röð og vonandi komumst við á eitthvað skrið. Þetta raðast bara svona upp. „Ég er að koma af stað eftir langa fjarveru og ég þurfti að hvíla,“ sagði Kristján þegar viðtalið barst að kælipokanum á hnénu. „Hnéið bólgnar upp á svona undirlagi og ég þarf að hvíla. Hot jóga hefur hjálpað mér mikið og það kom mér inn á völlinn,“ sagði Kristján léttur í bragði. Ólafur: Stigin eru farin upp í Árbævísir/valli„Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Við vorum betra liðið í þessum leik, svo einfalt er það. „Við nýttum ekki færin og gefum þessi mörk sjálfir. Það er skelfilegt,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa verið búinn að ákveða að taka Ómar af velli áður en hann gaf sigurmarkið. „Það var ákveðið en þegar við jöfnuðum metin þá hinkruðum við aðeins of lengi. „Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá er ég ekkert smeykur. „Það er ekki nóg að einn maður sé að gera eitthvað, það þurfa fleiri leikmenn að taka til hendinni,“ sagði Ólafur um góða innkomu Arons Elísar í hálfleik. „Ég hefði viljað vera með meira en fjögur stig eftir fjóra leiki en svona er þetta. Við höldum áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Fylkir lagði Víking 2-1 á gervigrasinu í Laugardal í fjórðu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Fylkir var 1-0 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Víkingur byrjaði betur en eftir að Fylkir komst inn í leikinn náði liðið forystunni úr sínu fyrsta færi. Liðin fengu ekki mörg færi í fyrri hálfleik og fátt um fína drætti. Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá Víkingi í hálfleik og hressti mjög upp á leik liðsins. Hann var arkitektinn þegar Pape Mamadou Faye jafnaði metin á 59. mínútu. Það tók Fylki aðeins tvær mínútur að komast yfir á ný eftir skelfileg mistök Ómars Friðrikssonar í vörn Víkings. Þessi mistök skildu á milli í lokin því þrátt fyrir fjölda færa tókst Víkingi ekki að jafna metin. Fylkir fékk líka færi til að bæta við mörkum en meira var ekki skorað. Fylkir hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa verið án stiga eftir tvo fyrstu leikina og allt annað að sjá til liðsins. Fylkir lék ekki sinn besta leik en liðið barðist fyrir stigunum þremur. Víkingur átti skilið að fá eitthvað út úr leiknum en klaufaleg mistök urðu liðinu að falli í kvöld. Kristján: Stundum eru stigin ekkert sérstaklega fallegvísir/valli„Þetta var sannkallaður vinnusigur, þetta var Óla Þórðar sigur enda hefur hann verið með okkur áður,“ sagði Kristján Valdimarsson miðvörður Fylkis eftir leik með kælipoka á hægra hnénu. „Þetta var slagur og við náðum að klára þetta og ég er virkilega stoltur af strákunum. Ekki var þetta fallegt en stundum eru stigin ekkert sérstaklega falleg en þau telja jafn mikið. „Tveir sigrar í röð á útivelli, nú er að njóta þess og fara í næsta verkefni á fimmtudaginn,“ sagði Kristján en Fylkir er búinn að leika alla fjóra leiki sína til þessa á útivelli og næstu tveir eru líka úti áður en liðið fær heimaleik. „Svo fáum við tuttugu heimaleiki í röð og vonandi komumst við á eitthvað skrið. Þetta raðast bara svona upp. „Ég er að koma af stað eftir langa fjarveru og ég þurfti að hvíla,“ sagði Kristján þegar viðtalið barst að kælipokanum á hnénu. „Hnéið bólgnar upp á svona undirlagi og ég þarf að hvíla. Hot jóga hefur hjálpað mér mikið og það kom mér inn á völlinn,“ sagði Kristján léttur í bragði. Ólafur: Stigin eru farin upp í Árbævísir/valli„Ég er ósáttur við úrslitin en það breytir engu úr þessu, þessi leikur er búinn og stigin eru farin upp í Árbæ,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Við vorum betra liðið í þessum leik, svo einfalt er það. „Við nýttum ekki færin og gefum þessi mörk sjálfir. Það er skelfilegt,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa verið búinn að ákveða að taka Ómar af velli áður en hann gaf sigurmarkið. „Það var ákveðið en þegar við jöfnuðum metin þá hinkruðum við aðeins of lengi. „Ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera þá er ég ekkert smeykur. „Það er ekki nóg að einn maður sé að gera eitthvað, það þurfa fleiri leikmenn að taka til hendinni,“ sagði Ólafur um góða innkomu Arons Elísar í hálfleik. „Ég hefði viljað vera með meira en fjögur stig eftir fjóra leiki en svona er þetta. Við höldum áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira