Erlent

Westergaard með fleiri Múhameðsteikningar

Kurt Westergaard.
Kurt Westergaard.

Kurt Westergaard, einn af teiknurum Jótlandspóstsins í svokölluðu Múhameðsmáli, hyggst senda frá sér fleiri myndir í þá veru eftir því sem Berlingske Tidende segir frá.

Von er á bók með myndum hans þar sem getur að líta myndir þar sem hæðst er að hinum ýmsu málum. Þar verður meðal annars að finna mynd af skeggjuðum manni með sprengju í túrbaninum sem svipar mjög til teikningar Westergaards af Múhameð sem birtist í Jótlandspóstinum fyrir um þremur árum.

Hún og fleiri teikningar ollu mikilli reiði í löndum múslíma og afhjúpaði danska lögreglan áform tveggja múslíma um að ráða Westergaard af dögum. Það mál er nú fyrir rétti. Aðspurður segist Westergaard ekki óttast um eigið öryggi vegna hinna nýju mynda, hann sé orðinn 73 ára og á þeim aldri séu menn ekki lífhræddir lengur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×