Jordan Belfort fékk einkakennslu í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2014 18:05 Jordan Belfort (til vinstri) ásamt tenniskappanum Magnúsi Gunnarssyni. Ungir tennisiðkendur ráku upp stór augu í Tennishöllinni í Kópavogi þegar Jordan Belfort var þangað mættur með skýrt markmið. Að bæta sig í tennis. „Þrátt fyrir allt þá virkar hann bara vingjarnlegur. Hann spjallaði við krakkana sem voru hérna á æfingu og hafði ekkert á móti myndatökum,“ segir tennisþjálfarinn Milan Kosicky sem tók Belfort í einkatíma síðdegis. Hann segir Belfort hafa verið nokkuð sleipan spilara. „Hann hefur spilað við góða leikmenn og lét mig alveg hafa fyrir hlutunum,“ segir Milan sem er Slóvaki sem starfað hefur sem tennisþjálfari hér á landi undanfarin ár. Hann segir ekki hafa verið neitt mál að taka Belfort í tíma enda hafi hann áður þjálfað ytra á stöðum sem sóttir voru af stjörnunum. Belfort hafi verið smá tíma að venjast undirlaginu í Tennishöllinni en fljótlega náð tökum á því. Hafi hann verið sáttur við aðstæður í Kópavoginum. Belfort, sem öðlast hefur heimsfrægð í kjölfar kvikmyndinnar Wolf of Wall Street, ferðast í dag um heiminn, flytur fyrirlestra og kynnir eigin sölutækni sem hann hefur einkaleyfi á. Hann heldur fyrirlestur í Háskólabíó þann 6. maí en hátt miðaverð hefur vakið athygli. Miðar í sæti framarlega í bíóinu kosta 50 þúsund krónur en aftar 40 þúsund krónur. Tenniskappinn Magnús Gunnarsson, sem einnig starfar sem þjálfari í Tennishöllinni í Kópavogi, nýtti tækifærið og fékk mynd af sér og Belfort. Hann tekur undir orð Milan að Belfort hafi verið nokkuð liðtækur og tækni hans sérstaklega góð. Belfort hafi spjallað mikið við nærstadda og meðal annars sagst myndu spila við Svisslendinginn Roger Federer og Spánverjann Rafael Nadal í næsta mánuði. Tengdar fréttir „Ræna fólk í björtu á kaldrifjaðan og ákveðinn hátt“ „Mynd Martin Scorsese sýndi vel siðleysi og svindilhætti prangarans,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í bloggfærslu sinni og gagnrýnir komu Jordans Belford til Íslands. 10. apríl 2014 12:00 „Saga Belforts er víti til varnaðar“ Jón Gunnar segir að þeir sem starfa við sölumennsku geti lært mikið af Úlfinum. 16. apríl 2014 07:15 Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35 Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon ræddi við Jordan Belfort. 2. maí 2014 11:40 Belfort miklu ódýrari í Danmörku Fyrirlestur með úlfinum kostar aðeins sjö þúsund krónur í Danmörku. 8. apríl 2014 11:00 „Ég ætla að borga þetta allt til baka“ Jordan Belfort, hinn alræmdi „Úlfur á Wall Street“, segist skilja að koma sín hingað til lands sé umdeild. 30. apríl 2014 19:38 Búið að selja hundruð miða á Jordan Belfort "Það eru fyrirtæki að kaupa miða, stórar söludeildir, háskólafólk og hinir og þessir úr hinum ýmsu geirum,“ segir Jón Gunnar Geirdal sem stendur fyrir komu Jordan Belfort til Íslands í maí. 24. mars 2014 12:06 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Ungir tennisiðkendur ráku upp stór augu í Tennishöllinni í Kópavogi þegar Jordan Belfort var þangað mættur með skýrt markmið. Að bæta sig í tennis. „Þrátt fyrir allt þá virkar hann bara vingjarnlegur. Hann spjallaði við krakkana sem voru hérna á æfingu og hafði ekkert á móti myndatökum,“ segir tennisþjálfarinn Milan Kosicky sem tók Belfort í einkatíma síðdegis. Hann segir Belfort hafa verið nokkuð sleipan spilara. „Hann hefur spilað við góða leikmenn og lét mig alveg hafa fyrir hlutunum,“ segir Milan sem er Slóvaki sem starfað hefur sem tennisþjálfari hér á landi undanfarin ár. Hann segir ekki hafa verið neitt mál að taka Belfort í tíma enda hafi hann áður þjálfað ytra á stöðum sem sóttir voru af stjörnunum. Belfort hafi verið smá tíma að venjast undirlaginu í Tennishöllinni en fljótlega náð tökum á því. Hafi hann verið sáttur við aðstæður í Kópavoginum. Belfort, sem öðlast hefur heimsfrægð í kjölfar kvikmyndinnar Wolf of Wall Street, ferðast í dag um heiminn, flytur fyrirlestra og kynnir eigin sölutækni sem hann hefur einkaleyfi á. Hann heldur fyrirlestur í Háskólabíó þann 6. maí en hátt miðaverð hefur vakið athygli. Miðar í sæti framarlega í bíóinu kosta 50 þúsund krónur en aftar 40 þúsund krónur. Tenniskappinn Magnús Gunnarsson, sem einnig starfar sem þjálfari í Tennishöllinni í Kópavogi, nýtti tækifærið og fékk mynd af sér og Belfort. Hann tekur undir orð Milan að Belfort hafi verið nokkuð liðtækur og tækni hans sérstaklega góð. Belfort hafi spjallað mikið við nærstadda og meðal annars sagst myndu spila við Svisslendinginn Roger Federer og Spánverjann Rafael Nadal í næsta mánuði.
Tengdar fréttir „Ræna fólk í björtu á kaldrifjaðan og ákveðinn hátt“ „Mynd Martin Scorsese sýndi vel siðleysi og svindilhætti prangarans,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í bloggfærslu sinni og gagnrýnir komu Jordans Belford til Íslands. 10. apríl 2014 12:00 „Saga Belforts er víti til varnaðar“ Jón Gunnar segir að þeir sem starfa við sölumennsku geti lært mikið af Úlfinum. 16. apríl 2014 07:15 Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35 Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon ræddi við Jordan Belfort. 2. maí 2014 11:40 Belfort miklu ódýrari í Danmörku Fyrirlestur með úlfinum kostar aðeins sjö þúsund krónur í Danmörku. 8. apríl 2014 11:00 „Ég ætla að borga þetta allt til baka“ Jordan Belfort, hinn alræmdi „Úlfur á Wall Street“, segist skilja að koma sín hingað til lands sé umdeild. 30. apríl 2014 19:38 Búið að selja hundruð miða á Jordan Belfort "Það eru fyrirtæki að kaupa miða, stórar söludeildir, háskólafólk og hinir og þessir úr hinum ýmsu geirum,“ segir Jón Gunnar Geirdal sem stendur fyrir komu Jordan Belfort til Íslands í maí. 24. mars 2014 12:06 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Ræna fólk í björtu á kaldrifjaðan og ákveðinn hátt“ „Mynd Martin Scorsese sýndi vel siðleysi og svindilhætti prangarans,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í bloggfærslu sinni og gagnrýnir komu Jordans Belford til Íslands. 10. apríl 2014 12:00
„Saga Belforts er víti til varnaðar“ Jón Gunnar segir að þeir sem starfa við sölumennsku geti lært mikið af Úlfinum. 16. apríl 2014 07:15
Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35
Belfort miklu ódýrari í Danmörku Fyrirlestur með úlfinum kostar aðeins sjö þúsund krónur í Danmörku. 8. apríl 2014 11:00
„Ég ætla að borga þetta allt til baka“ Jordan Belfort, hinn alræmdi „Úlfur á Wall Street“, segist skilja að koma sín hingað til lands sé umdeild. 30. apríl 2014 19:38
Búið að selja hundruð miða á Jordan Belfort "Það eru fyrirtæki að kaupa miða, stórar söludeildir, háskólafólk og hinir og þessir úr hinum ýmsu geirum,“ segir Jón Gunnar Geirdal sem stendur fyrir komu Jordan Belfort til Íslands í maí. 24. mars 2014 12:06