Manstu eftir þessari ótrúlegu endurkomu FH-inga? | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2014 13:15 Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikir liðanna hafa oft verið mjög skemmtilegir í gegnum árin en einn sá allra besti fór fram á Kópavogsvelli fyrir fimm árum þegar FH vann Breiðablik, 3-2, í mögnuðum fótboltaleik. Bæði lið voru stútfull af verðandi atvinnu- og landsliðsmönnum. Tíu af þeim 22 leikmönnum sem byrjuðu leikinn áttu eftir að fara í atvinnumennsku og einn þeirra, Tryggvi Guðmundsson, var fyrir nokkrum árum kominn heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Breiðablik komst í 2-0 með mörkum Guðmundar Kristjánssonar (nú í Start) og Alfreðs Finnbogasonar, núverandi leikmanns Heerenveen og markakóngs hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð gat gert út um leikinn á 72. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en Daði Lárusson varði frá honum við litla hrifningu Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. Þetta klúður reyndist dýrt því skömmu síðar minnkaði FH muninn í 2-1 með marki Matthíasar Vilhjálmssonar eftir fyrirgjöf Hjartar Loga Valgarðssonar. Báðir leika sem atvinnumenn í Noregi í dag. Matthías með Start og Hjörtur með Sogndal. Fjórum mínútum síðar varð Guðmann Þórisson, núverandi leikmaður Mjällby í Svíþjóð, fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og jafna metin en Guðmann lék einmitt með FH síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Dramatíkinni var ekki lokið því á fjórðu mínútu í uppbótartíma skoraði Norðmaðurinn Alexander Söderlund sigurmarkið eftir aðra fyrirgjöf Hjartar Loga. Söderlund afgreiddi boltann með fallegu skotin í slána og inn en hann gerði ekki mikið meira þetta sumarið. Söderlund átti eftir að gera það gott með Haugasundi og komast í norska landsliðið en hann er nú framherji Rosenborgar, stærsta félags Noregs. Í spilaranum hér að ofan má sjá það helsta úr þessum skemmtilega leik en það er Arnar Björsson sem lýsir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30 Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikir liðanna hafa oft verið mjög skemmtilegir í gegnum árin en einn sá allra besti fór fram á Kópavogsvelli fyrir fimm árum þegar FH vann Breiðablik, 3-2, í mögnuðum fótboltaleik. Bæði lið voru stútfull af verðandi atvinnu- og landsliðsmönnum. Tíu af þeim 22 leikmönnum sem byrjuðu leikinn áttu eftir að fara í atvinnumennsku og einn þeirra, Tryggvi Guðmundsson, var fyrir nokkrum árum kominn heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Breiðablik komst í 2-0 með mörkum Guðmundar Kristjánssonar (nú í Start) og Alfreðs Finnbogasonar, núverandi leikmanns Heerenveen og markakóngs hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð gat gert út um leikinn á 72. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en Daði Lárusson varði frá honum við litla hrifningu Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. Þetta klúður reyndist dýrt því skömmu síðar minnkaði FH muninn í 2-1 með marki Matthíasar Vilhjálmssonar eftir fyrirgjöf Hjartar Loga Valgarðssonar. Báðir leika sem atvinnumenn í Noregi í dag. Matthías með Start og Hjörtur með Sogndal. Fjórum mínútum síðar varð Guðmann Þórisson, núverandi leikmaður Mjällby í Svíþjóð, fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og jafna metin en Guðmann lék einmitt með FH síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Dramatíkinni var ekki lokið því á fjórðu mínútu í uppbótartíma skoraði Norðmaðurinn Alexander Söderlund sigurmarkið eftir aðra fyrirgjöf Hjartar Loga. Söderlund afgreiddi boltann með fallegu skotin í slána og inn en hann gerði ekki mikið meira þetta sumarið. Söderlund átti eftir að gera það gott með Haugasundi og komast í norska landsliðið en hann er nú framherji Rosenborgar, stærsta félags Noregs. Í spilaranum hér að ofan má sjá það helsta úr þessum skemmtilega leik en það er Arnar Björsson sem lýsir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30 Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30
Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00