Manstu eftir þessari ótrúlegu endurkomu FH-inga? | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2014 13:15 Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikir liðanna hafa oft verið mjög skemmtilegir í gegnum árin en einn sá allra besti fór fram á Kópavogsvelli fyrir fimm árum þegar FH vann Breiðablik, 3-2, í mögnuðum fótboltaleik. Bæði lið voru stútfull af verðandi atvinnu- og landsliðsmönnum. Tíu af þeim 22 leikmönnum sem byrjuðu leikinn áttu eftir að fara í atvinnumennsku og einn þeirra, Tryggvi Guðmundsson, var fyrir nokkrum árum kominn heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Breiðablik komst í 2-0 með mörkum Guðmundar Kristjánssonar (nú í Start) og Alfreðs Finnbogasonar, núverandi leikmanns Heerenveen og markakóngs hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð gat gert út um leikinn á 72. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en Daði Lárusson varði frá honum við litla hrifningu Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. Þetta klúður reyndist dýrt því skömmu síðar minnkaði FH muninn í 2-1 með marki Matthíasar Vilhjálmssonar eftir fyrirgjöf Hjartar Loga Valgarðssonar. Báðir leika sem atvinnumenn í Noregi í dag. Matthías með Start og Hjörtur með Sogndal. Fjórum mínútum síðar varð Guðmann Þórisson, núverandi leikmaður Mjällby í Svíþjóð, fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og jafna metin en Guðmann lék einmitt með FH síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Dramatíkinni var ekki lokið því á fjórðu mínútu í uppbótartíma skoraði Norðmaðurinn Alexander Söderlund sigurmarkið eftir aðra fyrirgjöf Hjartar Loga. Söderlund afgreiddi boltann með fallegu skotin í slána og inn en hann gerði ekki mikið meira þetta sumarið. Söderlund átti eftir að gera það gott með Haugasundi og komast í norska landsliðið en hann er nú framherji Rosenborgar, stærsta félags Noregs. Í spilaranum hér að ofan má sjá það helsta úr þessum skemmtilega leik en það er Arnar Björsson sem lýsir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30 Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikir liðanna hafa oft verið mjög skemmtilegir í gegnum árin en einn sá allra besti fór fram á Kópavogsvelli fyrir fimm árum þegar FH vann Breiðablik, 3-2, í mögnuðum fótboltaleik. Bæði lið voru stútfull af verðandi atvinnu- og landsliðsmönnum. Tíu af þeim 22 leikmönnum sem byrjuðu leikinn áttu eftir að fara í atvinnumennsku og einn þeirra, Tryggvi Guðmundsson, var fyrir nokkrum árum kominn heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Breiðablik komst í 2-0 með mörkum Guðmundar Kristjánssonar (nú í Start) og Alfreðs Finnbogasonar, núverandi leikmanns Heerenveen og markakóngs hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð gat gert út um leikinn á 72. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en Daði Lárusson varði frá honum við litla hrifningu Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. Þetta klúður reyndist dýrt því skömmu síðar minnkaði FH muninn í 2-1 með marki Matthíasar Vilhjálmssonar eftir fyrirgjöf Hjartar Loga Valgarðssonar. Báðir leika sem atvinnumenn í Noregi í dag. Matthías með Start og Hjörtur með Sogndal. Fjórum mínútum síðar varð Guðmann Þórisson, núverandi leikmaður Mjällby í Svíþjóð, fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og jafna metin en Guðmann lék einmitt með FH síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Dramatíkinni var ekki lokið því á fjórðu mínútu í uppbótartíma skoraði Norðmaðurinn Alexander Söderlund sigurmarkið eftir aðra fyrirgjöf Hjartar Loga. Söderlund afgreiddi boltann með fallegu skotin í slána og inn en hann gerði ekki mikið meira þetta sumarið. Söderlund átti eftir að gera það gott með Haugasundi og komast í norska landsliðið en hann er nú framherji Rosenborgar, stærsta félags Noregs. Í spilaranum hér að ofan má sjá það helsta úr þessum skemmtilega leik en það er Arnar Björsson sem lýsir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30 Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30
Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00