Skemmtiferðaskip til Íslands í sérstakar Norðurljósasiglingar Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2014 11:09 Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. visir/gva Búist er við rúmlega hundrað þúsund ferðamönnum til landsins með skemmtiferðaskipum í sumar sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári. ,,Það er ljóst að vinsældir Íslands eru alltaf að aukast en flóra skemmtiferðaskipa sem boðað hafa komu sína til landsins er að aukast. Við munum sjá skemmtilega nýbreytni í mars á næsta ári en þá munu koma hingað tvö skemmtiferðaskip í sérstakar Norðurljósasiglingar sem hefur ekki áður gerst,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskipin sem koma til landsins. „Þetta eru skipin Marco Polo og Discovery og er ætlunin að þau verði á hér við land þegar næsti sólmyrkvi verður á Íslandi 20. mars 2015. Þá mun skemmtiferðaskipið Disney Magic koma til Reykjavíkur í júlí á næsta ári og stoppa yfir nótt við Skarfabakka. Þetta er í fyrsta skipti sem Disney skip kemur til Íslands.“ Björn segir að það sé augljóst að vægi Íslands sem viðkomustaðar fyrir skemmtiferðaskip sé sífellt að aukast. „Við finnum það hjá erlendum skipaútgerðum að áhugi ferðamanna á siglingum hingað eykst ár frá ári og þar horfa menn á að Ísland sé í lykilhlutverki á Norðurslóðum. Verið er að brydda upp á nýjungum í siglingum eins og þessi aukna flóra skemmtiferðaskipa hingað til lands sýnir. Norðurljósin hafa gríðarlegt aðdráttarafl eins og Norðurljósasiglingarnar eru gott dæmi um og sigling Disney Magic er undir áhrifum frá Disney myndinni Frost. Þetta býður augljóslega upp á ný og mikilvæg tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Það eru klárlega mjög spennandi tímar framundan í þessum geira,“ segir Björn. Japanska skemmtiferðaskipið Asuka II er fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins á vegum TVG-Zimsen. Í sumar en skipið mun vera í Reykjavík dagana 20.-21. maí en á skipinu eru 960 farþegar. ,,Skemmtiferðaskipin eru mjög mikilvægur þáttur í ört stækkandi ferðaþjónustugeiranum sem var stærsta útflutningsafurð Íslendinga á árinu 2013. Heildarútflutningstekjur ferðaþjónustunnar námu um 275 milljörðum á síðasta ári og var greinin í fyrsta skipti efst yfir gjaldeyrisskapandi greinar hér á landi,“ segir Björn ennfremur. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Búist er við rúmlega hundrað þúsund ferðamönnum til landsins með skemmtiferðaskipum í sumar sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári. ,,Það er ljóst að vinsældir Íslands eru alltaf að aukast en flóra skemmtiferðaskipa sem boðað hafa komu sína til landsins er að aukast. Við munum sjá skemmtilega nýbreytni í mars á næsta ári en þá munu koma hingað tvö skemmtiferðaskip í sérstakar Norðurljósasiglingar sem hefur ekki áður gerst,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskipin sem koma til landsins. „Þetta eru skipin Marco Polo og Discovery og er ætlunin að þau verði á hér við land þegar næsti sólmyrkvi verður á Íslandi 20. mars 2015. Þá mun skemmtiferðaskipið Disney Magic koma til Reykjavíkur í júlí á næsta ári og stoppa yfir nótt við Skarfabakka. Þetta er í fyrsta skipti sem Disney skip kemur til Íslands.“ Björn segir að það sé augljóst að vægi Íslands sem viðkomustaðar fyrir skemmtiferðaskip sé sífellt að aukast. „Við finnum það hjá erlendum skipaútgerðum að áhugi ferðamanna á siglingum hingað eykst ár frá ári og þar horfa menn á að Ísland sé í lykilhlutverki á Norðurslóðum. Verið er að brydda upp á nýjungum í siglingum eins og þessi aukna flóra skemmtiferðaskipa hingað til lands sýnir. Norðurljósin hafa gríðarlegt aðdráttarafl eins og Norðurljósasiglingarnar eru gott dæmi um og sigling Disney Magic er undir áhrifum frá Disney myndinni Frost. Þetta býður augljóslega upp á ný og mikilvæg tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Það eru klárlega mjög spennandi tímar framundan í þessum geira,“ segir Björn. Japanska skemmtiferðaskipið Asuka II er fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins á vegum TVG-Zimsen. Í sumar en skipið mun vera í Reykjavík dagana 20.-21. maí en á skipinu eru 960 farþegar. ,,Skemmtiferðaskipin eru mjög mikilvægur þáttur í ört stækkandi ferðaþjónustugeiranum sem var stærsta útflutningsafurð Íslendinga á árinu 2013. Heildarútflutningstekjur ferðaþjónustunnar námu um 275 milljörðum á síðasta ári og var greinin í fyrsta skipti efst yfir gjaldeyrisskapandi greinar hér á landi,“ segir Björn ennfremur.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira