Meistararnir byrja gegn Green Bay Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2014 13:45 Golden Tate grípur hér "Fail Mary" sendinguna frá Russel Wilson. Vísir/Getty Leikjáætlun næsta tímabils í NFL-deildinni var opinberuð í gærkvöldi en hennar hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Að venju spila ríkjandi meistarar opnunarleik tímabilsins á heimavelli og fær Seattle Seahawks þá Aaron Rodgers og félaga í Green Bay Packers í heimsókn. Leikurinn fer fram þann 4. september. Stuðningsmenn Green Bay eiga þó afar slæmar minningar frá síðasta leik liðanna en hann er löngu orðinn frægur fyrir þau áhrif sem dómarar leiksins höfðu á úrslitin. Dómarar í NFL-deildinni voru þá í verkfalli og voru aðrir og mun óreyndari dómarar fengnir til að starfa í þeirra stað á meðan verkfallið stóð yfir. Það stefndi í sigur Green Bay í leiknum þegar Golden Tate, sem er nú kominn til Detroit Lions, greip sendingu Russell Wilson í endamarkinu á lokasekúndum leiksins. Snertimarkið átti þó aldrei að standa gilt þar sem Tate braut af sér áður en hann greip boltann. Meðal annarra viðureigna í fyrstu umferðinni má nefna leik Denver Broncos gegn Indianapolis Colts en þar mætir Peyton Manning, leikstjórnandi Broncos, sínu gamla liði á heimavelli. Þrír leikir fara fram í Lundúnum þetta tímabilið og þá bíða margir spenntir eftir þeim þremur leikjum sem fara fram um þakkagjörðarhátíðina í Bandaríkjunum.Lundúnarleikirnir: Miami - Oakland (28. september) Detroit - Atlanta (26. október) Dallas - Jacksonville (9. nóvember)Þakkagjörðarhátíðin 27. nóvember: Detroit - Chicago Dallas - Philadelphia San Francisco - SeattleSjá dagskrána. NFL Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Sjá meira
Leikjáætlun næsta tímabils í NFL-deildinni var opinberuð í gærkvöldi en hennar hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Að venju spila ríkjandi meistarar opnunarleik tímabilsins á heimavelli og fær Seattle Seahawks þá Aaron Rodgers og félaga í Green Bay Packers í heimsókn. Leikurinn fer fram þann 4. september. Stuðningsmenn Green Bay eiga þó afar slæmar minningar frá síðasta leik liðanna en hann er löngu orðinn frægur fyrir þau áhrif sem dómarar leiksins höfðu á úrslitin. Dómarar í NFL-deildinni voru þá í verkfalli og voru aðrir og mun óreyndari dómarar fengnir til að starfa í þeirra stað á meðan verkfallið stóð yfir. Það stefndi í sigur Green Bay í leiknum þegar Golden Tate, sem er nú kominn til Detroit Lions, greip sendingu Russell Wilson í endamarkinu á lokasekúndum leiksins. Snertimarkið átti þó aldrei að standa gilt þar sem Tate braut af sér áður en hann greip boltann. Meðal annarra viðureigna í fyrstu umferðinni má nefna leik Denver Broncos gegn Indianapolis Colts en þar mætir Peyton Manning, leikstjórnandi Broncos, sínu gamla liði á heimavelli. Þrír leikir fara fram í Lundúnum þetta tímabilið og þá bíða margir spenntir eftir þeim þremur leikjum sem fara fram um þakkagjörðarhátíðina í Bandaríkjunum.Lundúnarleikirnir: Miami - Oakland (28. september) Detroit - Atlanta (26. október) Dallas - Jacksonville (9. nóvember)Þakkagjörðarhátíðin 27. nóvember: Detroit - Chicago Dallas - Philadelphia San Francisco - SeattleSjá dagskrána.
NFL Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Sjá meira